Eyjablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 3

Eyjablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 3
VIÐ EÐA ÞEIR? Framhaid af 1. síðu beint til í bálkinum um inn- flutningsverslun. Það hefur hátt og mikið verið hrópað eftir frjálsari verslunar- háttum, en tíðkuðust til skamms tíma. En það frelsi sem menn tileinka sér á þessu sviði í dag er algjörlega laust við allt sem heitir ábyrgð og snýr því frelsishugtakinu upp í mótsögn sína því frelsi hefur ekki og verður aldrei til án ábyrgðar. Aftur til upphafsins f>að var sagt í byrjun þessarar greinar að landsbyggðin byggi við skarðan hlut. Sé litið til þeirra hluta sem verið er að nota fjármagnsframleiðslu landsmanna til, umfram það sem fer í að greiða þrælunum laun, þá vekur það kannski ekki furðu nokkurs manns að hlutur landsbyggðar sé fyrir borð borinn. Það vekur ef til vill enn meiri furðu, að hlutirnir skyldu hafa fengið að þróast inn á þessa braut, en sé stað- næmst augnablik og hugleitt hverjir standa að stjórn þessa lands, þá kemur það ef til vill ekki heldur svo á óvart. Þeir menn eru til í öllum flokkum, sem fordæma hina ábyrgðar- lausu eyðslu lánastofnanna og gjaldeyrisbruðl þeirra með skyndigróðan að leiðarljósi. Ofan á þessa menn hefur verið sest skilmerkilega, hvar í flokkum sem þeir standa. Eftir situr landsbyggðin með sárt ennið og sveittan skalla í því að hafa í sig og á. Sjónarspilið og vitleysan er orðin svo gegndarlaus, að jafn- vel fyrirtæki sem að standa undir sér og vel það geta ekki lengur fengið aumustu rekstr- arlán, sem þó eru forsenda þess að áfram sé hægt að standa á eigin fótum. Framleiðslufyrirtækjum í landinu í dag, hvort sem er í almennum iðnaði eða sjávar- útvegi, virðist ekki bíða neitt annað en gjaldþrot eða okur- lánastofnanir, sem sprottið hafa upp hér og þar á suðvestur- horninu, með góðu leyfi yfir- valda. Skyldi það til dæmis nokkurs staðar í heiminum hafa gerst, aö það byggðarlag sem sér fyrir 10% af gjaldeyrisþörf landsins sé með tvær lánastofnanir á sínum snærum, sem eru báðar hálfdauðar úr fjárskorti? Hvar annars staðar en hér á íslandi skyldi svona lagað geta gerst? Skyldi nokkuð land í heim- inum annað en ísland vera með efnahagsstefnu sem í gegnum tíðina hefur slípast niður í tvær tveggja orða setningar: Lækka kaupið. Fella gengið. Vitlaus gengisfelling! Elsku ráðamennirnir muna stundum eftir því að allt byggist á fiski í þessu Iandi, en það er þegar þeir fella gengið til að fiskverkendur fái meira fyrir fiskinn. Nú síðast báru þeir því við að launahækkunum yrði ekki mætt á annan hátt en með því að fella gengið, sem og hefur verið gert. En þeir háu herrar voru ekki að fella gengið vegna kauphækkananna, ó nei, aldeilis ekki. Gengisfellingin sem nýverið leiddi til þunglyndiskasts hjá þjóðinni sem var engu líkt var gerð til að halda stjórnarstefnu á floti sem er löngu komin í þrot. Hún var til að reyna að friða fiskiðnaðinn, til að hægt væri að halda Hrunadansinum aðeins lengur áfram. Bátur ríkisstjórnarinnar marar í hálfu kafi, það hefur verið hnýtt hófum við árarnar og það gleymdist að losa sig við dráttarkerruna, áður en ýtt var á flot. Nú er bara að vona að sleppibúnaðurinn virki eins og hann á að gera svo hægt sé að bjarga því sem bjargað verður, en það eru framleiðsluatvinnu- vegir þessa lands. Rannsókn tímabær Því hefur verið fleygt fram, að tímabært sé að rannsaka tengsl og hagsmuni þingmanna þessa lands og athuga út frá því gerðir þeirra, til að ákvarða hvort þeir hafa stjórnað þjóð- inni til heilla, eða til ávinnings einhverjum hagsmunahópum sem þeir eru tengdir og þá jafn- vel gegn hagsmunum þjóðar- innar. Það er ekki að efa, að slík rannsókn myndi leiða ýmislegt í ljós sem myndi geta útskýrt þá vitleysu sem við lýði hefur verið í landsmálum okkar undan- farna áratugi. Þá væri einnig tímabært að athuga hvaða flokkur það er sem setur hagsmuni heildar- innar á oddinn í sinni stefnu- skrá, sú stefna hlýtur að mark- ast af þeim hagsmunum sem ráða í framleiðslunni og hlýtur því að tengjast skynsamri dreif- býlisstefnu á einn eða annan hátt. Það verður að játast, að sá flokkur, hver sem það nú er, hefur farið dult með þá stefnu hingað til. —Gunnar Kári Magnússon. Til um- hugsunar Undanfarið hefur mikið verið rætt urn ríkisstjómina og þá miklu óeiningu sem innan hennar ríkir. Nú er reyndar svo komið að ríkis- stjórnarflokkarnir vega daglega hvor að öðrum með alls konar dylgjum um óheilindi og þar fram eftir götunum. Sérstaklega eru framsóknarmenn iðnir við þessa iðju enda virðist það nánast lögmál í flokki þeirra, þegar halla fer undan fæti, að finna annan sökudólg en sjálfan sig og kenna öðru um allar ófarir. Margir telja að þessar ill- deilur milli ríkisstjórnar- flokkanna kosti stjórnarslit fyrr en varir og að við fáum að kjósa til Alþingis með vorinu. —Félagi. Eigendur spariskírteina ríkissjóðs Sparisjóður Vestmannaeyja mun aðstoða fólk við að innleysa spariskírteini ríkissjóðs. Þeir flokkar, sem innleysast næstu 4 mánuði eru: 1972 l.flokkur 25. janúar 1985 25. janúar 1985 10. janúar 1985 25.janúar 1985 10. mars 1985 25. janúar 1985 25. mars 1985 25. mars 1985 25. febrúar 1985 15. apríl 1985 Athugið: Eigendur bréfanna geta komið með þau strax og við munum geyma þau, þar til að innlausn kemur. 1973 1975 1975 1976 1976 1977 1978 1979 1980 2. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 1. flokkur SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA ífflil ■■■III VESTMANNAEYJABÆR Barnaverndarmál Samþykkt bæjarstjórnar Vestmanna- eyja um að félagsmálaráð fari með barna- verndunarmál öðlist gildi að loknum næstu bæjarstjórnarkosningum sbr. auglýsingu Félags- málaráðunevtisins 12. desember 1984. Barnaverndarnefnd fer því með forræðismál o.fl. til þess tíma, skv. samþykktri verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar. —Bæjarstjóri. VESTMANNAEYJABÆR Vetrarstarf aldraðra janúar til maí 1985 á Hraunbúðum Fimmtud. 24. jan. Skemmtun eldri borgara Eygló Kvenf. Líkn J.C. Kvenf. Líkn Félagsmálaráð Kvenf. Líkn Knattspyrnuf. Týr Kvenf. Líkn íþróttafélagið Lór Arleg heimsókn Sinawik Kvenf. Líkn Sunna, Eyjarós Kvenf. Líkn J.C. —Félagsmálaráð. Fimmtud. 31. Fimmtud. 7. Fimmtud. 14. Fimmtud. 21. Fimmtud. 28. Fimmtud. 7. Fimmtud. 14. Fimmtud. 21. Fimmtud. 28. Fimmtud. 4. jan. kl. 20:00 feb. kl. 15:30 feb. kl. 20:00 feb. 15:30 feb. kl. 20:00 mars kl. 15:30 mars kl. 20:00 mars kl. 15:30 mars kl. 20:00 apríl (skírd.) Fimmtud. 11. apríl kl. 15:30 Fimmtud. 18. apríl kl. 20:00 Fimmtud. 2. maí kl. 15:30 Fimmtud. 9. maí kl. 20:00 Tökum upp nýjar vörur daglega Opið laugardag 19. janúar frá kl. 9-12 Kynnið ykkur innlánsreikninga með ábót ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS — VESTMANNAEYJUM

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.