Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 4
Vidtalic? Umsjón: Ragnar Óskarsson Launamálin vega þyngst Nú á dögunum gengu fulltrúar sjómanna á fund forsætisráðherra til að kynna honum stöðu sjómanna, m.a. hvað kjör þeirra snertir og einnig til að knýja á um úrbætur í ýmsum málum er þá varða. Af þessu tilefni snéri Eyjablaðið sér til Hjalta Hávarðssonar sem stundað hefur sjó mörg undanfarin ár og ræddi Iítillega við hann um málefni sjómanna. — Hvaða mál eru efst á baugi hjá sjómönnum í dag? — Það eru fyrst og fr'emst launamálin og þar er kaup- tryggingin eiginlega höfuð- málið. I dag er kauptrygging tæplega 20.000 kr. en sjómenn gera algera kröfu um að hún hækki í 35.000 kr. Við teljum ekkert minna koma til greina. Einnig gerum við kröfur um að Iífeyrissjóðsgreiðslur verði greiddar af öllum launum en ekki eingöngu af kauptrygg- ingu eins og nú er. Sem dæmi um hversu óréttlátt þetta er gagnvart almennum sjómönn- unt get ég nefnt að miðað við núgildandi samninga fáum við eitt stig í réttindum á ári en á ferjuskipi, t.d. Herjólfi, geta þeir fengið 3 stig á ári enda fá þeir stig miðað við öll laun sín en ekki einungis kauptryggingu eins og við. Auðvitað er ekkert réttlæti í þessu. Ég er t.d. búinn að vera á sjó í 12 ár og er aðeins kominn með 12 stig. — Hvernig eru kjör sjómanna miðað við aðrar stéttir? — Ég held að við höfum dregist afturúr miðað við aðrar stéttir. Þetta sést best á því hversu erfiðlega gengur að manna bát- ana og það e-r vegna þess að launin eru svo lág. Einnig fer aðsókn að sjómannaskólum sí- minnkandi og sem dæmi um það má nefna að fyrir nokkrum árunt var á þriðja hundrað nemenda í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík en nú eru þeir ekki nema um 80. Þetta segir auðvitað sína sögu um kjör sjó- manna. Svo ég taki nú eitt dæmi enn þá var ég á togara 1976 og þá þótti ágætis hlutur út úr 120 tonnum en nú duga ekki minna en 160-170 tonn til að ná sam- bærilegum hlut. — Skiptaprósentan svonefnda er alltaf mikið til umræðu þegar verið er að tala um kjör sjó- manna og margir telja hana rangláta gagnvart ykkur. Er hún ranglát? — Já, hún er það. Nú er skipta- prósentan 29% en þegar upp er staðið fer í raun ekki nema 20% til sjóntanna, mismunur- inn fer sem sé framhjá skiptum. Þetta er auðvitað bein kjara- skerðing og ekkert annað. Einnig hlýtur í þessu sambandi að vakna sú spurning hvað verður um þau 10% sem fara í stofnfjársjóð hjá eldri skipum sem ekkert skulda í þann sjóð. Þarna er einnig óréttlæti á ferð- inni. — Nú hefur mikið verið rætt um atvinnuréttindi sjómanna og menntun þeirra. Hvaða skoðun hefur þú á þessum málum? —Sjómannamenntun er alger- lega nauðsynleg, það hefur marg sýnt sig. Því miður er hins vegar ekki líklegt að menn velji sér slíkt nám á næstunni ef tekið er mið af þeim launum sem bíða manna að námi loknu. Þar verður auðvitað að verða breyting á. — Hvað með þessa „skyndi- menntun” sem nú er verið að koma á fyrir sjómenn? — Með henni finnst mér að á vissan hátt sé verið að koma aftan að þeim sem eru að afla sér eðlilegrar menntunar og verið sé að verðlauna þá sem aldrei hafa látið verða af því að klára lögbundinn skóla. — Nú ert þú sjálfur í námi á 2. stigi við Stýrimannaskólann. Heldurðu að það nám sem þú stundar þar sé gott veganesti fyrir þig sem stjórnanda skips seinna meir? — Já, ég held það. Við skólann er góð kennsla, aðstæður eru ágætar þótt tækjabúnaður mætti vera betri. — Hvaða skoðun hefur þá á öryggismálum sjómanna? — Eg held að sjómenn séu alltof sofandi gagnvart öryggis- málum sínum. Það er alltof al- gengt að menn hugsi sem svo: „Það kemur ekkert fyrir mig, heldur einhvern annan.” Þetta er mjög hættuleg hugsun og þannig má í rauninni ekki hugsa. Það er sem sé mjög brýnt að sjómenn vakni í sam- bandi við öryggismálin, og séu stöðugt á verði og fylgist vel með því að öryggistækin séu í lagi. Það er langbesta trygging- in. — Og svona í Iokin, Hjalti, hvaða eiginleika þarf maður að hafa til þess að gerast góður sjómaður? — Já, þú segir það. Hann þarf að geta sætt sig við að vinna á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Hann þarf einnig að gera sér að góðu að vera ræstur út á sjó flesta daga ársins. Síðast en ekki síst þarf hann að geta leyft sér þann munað að vera meinilla við stiinpilklukku. —Viðtal: R.Ó. Skyldi þetta vera útfærsla á stefnu ríkisstjómarinnar? np»i Til um- ins er komin upp ein deilan um forvstuhlutverkið. Þor- steini Pálssvni hinunt glæsí- hugsunar lega formanni flokksíns hefur ekki enn tekist að Nokkru tvrir jol sagði Þorsteinn PáLsson í Sjón- komast. inn í ríkisstjórnina þrátt fyrir margítrekaðartil- varpinu aö enn sem fyrr ráuriir. Enginn ráóherra stæði Sjálfstæðisflokkurinn gegn hvers konar kreddu- hcfur til þessa viljað standa upp fvrir Þorsteini og allar kenningum. Þegar for- líkur eru á að hann verði maöurinn sagði þessi orð brá mörinim i brún þ\ i Þiir- nánast óbreyttur í það steinn sjálfur er einn helsti talsmaður frjálshyggjunnar niiitnoia Liiii ^iiiii. /xnnars ci allt þetta ráðherrabrölt Þor- steins orðið nokkuð spaugi- kreddukenning sem skottð hefur upp kollinum í stjórn- legt svona í aðra röndina. Á hinn bóginn, og það er öllu alvarlegra, fer alit of mikill málufn síðari ára. Skyldi Þorsteinn ekki óttast að Sjálfstæðisflokkurinn farið að snúast gegn sér? tími alltof margra í allt þctta fargan. Nær væri að menn- irnir einbeittu sér aö því aö stjórna landinu, Þorstcins- I n n an Sjá 1 fstæðisflok k s- vandamálið ntá bíða. —Félagi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.