Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 1
EYJABLA Útgefandi: Aiþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 2. tölublað Vestmannaeyjuni, 31. janúar 1985 45. árgangur Illa ferst þeim fjármálastjórn PUNKTAR ÚR KJARA BARÁTTU SJÓMANNA Hlutfall olíukostnaðar, veiðarfæra- kostnaðar og launakostnaðar af aflaverðmæti 1981 1982 1983 1984 1985 Olíukostnaður 18,7 22 4 25,8 20,8 22,9 Veiðarfærakostnaður 8,8 9.2 9,2 8,1 8,2 Launakostnaður 41,3 40,7 36,7 35,7 34,6 Af þessu má sjá að hlutur sjómanna úr brúttó afla- verðmæti hefur lækkað all verulega frá 1981 til 1985. að Borgartúni 18, sunnudaginn 27. jan. 1985 samþykkir að bcina þeim tilmælum til allra sambandsfélaga innan SSÍ að Framhald á 2. síðu Fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar ræddu sjálfstæðismenn um þá miklu hættu sem stafaði af of miklum erlendum lán- tökum. I samræmi við þann málflutning lofuðu þeir að mrnnka þessar lántökur all verulega kæmust þeir til valda. Peir sem helst töluðu á þessum nótum voru Albert Guð- nrundsson. Matthías Á. Matthiessen og Þorsteinn Páls- son, allir hinir ágætustu menn. Síðan þetta gerðist er liðinn nokkur tími og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, t.d. það að allir þeir þrír menn sem að ofan eru nefndir eru komnir í valda- aðstöðu þótt reyndar sé deilt um stöðu Þorsteins í því sam- bandi. í framhaldi af því hefði mátt ætla að erlendar lántökur minnkuðu svo um munaði því nú höfðu mennirnir tækifæri til að laga stöðuna. Nú liggur hins vegar fyrir að erlendar lántökur á Islandi árið 1984 námu um kr. 40.000 á hvert mannsbarn og er ísland þar með orðið annað í röðinni í heiminum hvað erlendar lán- tökur snertir. Þetta er stað- reyndin sem blasir við undir fjármálastjórn Sjálfstæöis- flokksins. Fullyrðingin um að sjálfstæðismenn einir geti haft stjórn á efnahagsmálum þjóð- arinnar hefur enn einu sinni verið afsönnuð. Petta leiðir reyndar hugann að fjármálastjórn sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Vest- mannaeyja. í þeim efnum er engu líkara en að reynt sé að líkja sem nákvæmlegast eftir þeim Albert og félögum hans. Yfirdráttur bæjarsjóðs á hlaupareikningi í Útvegsbank- anum er t.d. langt umfram það sem eðlilegt má teljast en á síðasta ári var þessi yfirdráttur að meðaltali 17 miíljónir um hver mánaðamót. Petta dæmi sýnir að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa ekki frekar stjórn á efnahagsmálum en félagar þeirra í ríkisstjórn- inni. —R.Ó. Fréttatilkynning frá Sjómannafélaginu Jötni: 4. janúar s.l. sendi Sjó- mannafélagið Jötunn Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja bréf þess efnis, að hafnar yrðu viðræður við Útvegsbænda- félag Vestmannaeyja um væntanlega kjarasamninga, með það fyrir augum að revna að koma í veg fyrir vinnu- stöðvun ef til kæmi. Það er skemmst frá því að segja að svar Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja var stutt og laggott og birtist það hér í heild sinni: „Vestmannaeyjum 6. janúar 1985 Sjómannafélagið Jötunn Skólavegi 6 Vestmannaeyjum Vegna bréfs yðar. sem Út- vegsbændafélagi Vestmanna- eyja barst hinn 4. janúar s.l. og tekiö var til umræðu á stjórnar- fundi Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja í dag, \ ill stjórnin benda á, að allar samninga- gerðir um kaup og kjör sjó- manna á fiskiskipum í Vest- mannaeyjum, eru algerlega í umsjón Landssambands ísl. Útvegsmanna, samkvæmt um- boði þar um. Engar brevtingar eru fyrirhugaðar hvað þetta varðar. Virðingarfyllst, Stjórn Útvegsbændafélags Vestnrannaeyja Kristinn Pálsson Karl Guðmundsson Hilmar Rósmundsson Leifur Arsælsson Sigurður Einarsson Gísli V. Einarsson Óskar Matthíasson Sigurður Elíasson" Nú er svo komið að allt stefnir í vinnustöðvun sjó- manna í febrúar n.k. og er það útat fvrir sig umhugsunarefni fvrir alla. hvers vegna útvegs- menn í Vestmannaevjum höfnuðu viðræðum viö Sjó- mannafélagið Jötunn. S.l. sunnudag boðaði Sjó- mannasamband íslands til for- mannaráðstefnu og þar var eftirfarandi tillaga samþykkt þar: „Fundur haldinn með t'or- mönnum og starfandi sjó- mönnum sambandsfélasza SSÍ Á tímabilinu frá maí til okt. 1984 hefur fisk- verð til útgerðar hækkað um 74,3%. Á sama tíma hefur skiptaverð til sjómanna hækkað um 58,6%. Hinn tryllti vígbúnaður • Frá stríðslokum 1945 tú þessa dags helur verið eytt 1 1 þúsund milljörðum dollara til vígbúnaðar og hermála í heiminum. • Á síðasta ári var 800 milljörðum dollara eytt til vígbúnaðar og hermála (1,5 dollar á mínútu). • Á síðasta ári voru 600 milljónir manna atvinnulausir í heiminum. • Á síðasta ári voru 900 milljónir manna í heiminum ólæsar. • Á síðasta ári voru 800 milljónir manna í heiminum vannærðar. • Á síðasta ári dóu úr hungri að meðaltali 1 milljón manna á hverri viku. • Fvrir andvirði 4 klukkustunda eyðslu til vígbúnaðar tókst á sínum tíma að útrvma kúabólu í heiminum. • Fvrir andvirði 3-4 daga vígbúnaðareyðslu væri unnt að útrýma malaríu í heiminum. • Á 10 árum mætti sigrast á liungri í heiminum fyrir þriðjung þess fjár sem eytt er til vígbúnaöar á þessu ári.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.