Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ ~> EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (áhm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böóvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson 'Oddur Júlíusson Ármann Bjarnfreösson Útgefandi: Alþýöuhandalagiö í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Evrun h.t. Vm. ______________—___________________________/ Ef allir borguðu sitt Um þessar mundir er mikið rætt og ritað nm gjalda- stefnu þá sem mörkuð hefur verið í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1985. Eins og oft vill verða leggja menn í þeim skrifum og umræðum misjafnt mat á það hvort gjaldastefnunni fylgi auknar eða minnkandi álögur á bæjarbúa. Sjálf- stæðismeirihlutinn heldur því til dæmis fram að nú séu álögur mun minni en á þeim tíma er vinstrimenn réðu ferðinni enda sé það stefna Sjálfstæðisflokksins að hafa álögur í lágmarki. Pessu vísa minnihlutamenn á bug og benda máli sínu til stuðnings á mörg dæmi sem sýna svo ekki verður um villst aö álögur á bæjarbúa hafa síst minnkað og heldur aukist eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ef að líkum lætur munu blööin hér í Eyjum deila um þessu atriði næstu vikur og mánuöi án þess að verða sammála um niðurstöður. En í allri þessari umræðu gleymist oft að ræða um þátt sem skiptir mun meira máli en það hvort útsvars- álagningin er hálfri prósentu hærri eða lægri eða hvort Pétur eða Páll borgar nokkrum hundruðum króna meir eða minna í fasteignaskatt. Pað gleymist sem sé oft að taka nteð í umræðuna þá aðila, einstaklinga og fyrir- tæki, sem ár eftir ár komast hjá eða svo gott sem að greiða sinn skerf í hinn sameiginlega sjóð. Þetta á jafnt við um sjóði sveitarfélaga og ríkissjóð sem er hinn sameiginlegi sjóður allra landsmanna. Skattsvik þess- ara aöila eru heldur engir smámunir því árlega er hér um að ræða slíkar upphæðir að ótrúlegt er. Og á meðan skattsvikurunum líðst þessi ljóta ogógeðfellda iðja þarf hinn almenni launamaður að standa skil á sínu, hann getur í þessu sambandi ekki valið á milli þess að greiða og svíkja. Nei, hann verður að strita baki brotnu fyrir smánarlaun og borga síðan samneysluna alla, líka hlut skattsvikaranna. Þetta hinn kaldi raunveruleiki sem allir vita um og flestir viðurkenna í.þ.m. með sjálfum sér að sé eitt mesta óréttlæti sem viðgengst nú hér á landi. En er þá ekki kominn tími til að uppræta óréttlætið? Er ekki kominn tímin til aö allir borgi sitt? Jú. svo sannarlega, og í því sambandi þurfa stjórnvöld að grípa til róttækra aðgeröa og það tafarlaust. Stórefla þarf allt skattaeftirlit og breyta úreltum skattalögum sem oft og tíðum beinlínis hvetja menn til skattsvika. Þá þarf að þvngja viðurlög viö hvers konar skattsvikum. Vel kann að vera að slíkar aðgerðir kosti mikið en fullyrða má að sá kostnaður yrði ekki nema örlítið brot af þeirri tulgu sem nú er svikin undan skatti. Ef stjórnvöld gengu nú strax til verka og upprættu ósómann mætti ýmsu breyta í þjóðfélaginu. Unnt væri til dæmis að veita láglaunafólki umtalsverðar skatta- ívilnanir. Byggja mætti fullkomna og nýtískulega skóla fyrir æskuna og dagheimili fvrir vngstu kvnslóðina. Bæta mætti heilbrigðis- og tryggingaþjónustuna og búa betur að öldruðum og örvrkjum. Þá mætti vinna að stórbættum samgöngum og auka framlög til hvers konar nienningarstarfsemi. Og áfram mætti telja. Skattsvikararnir eru í stórskuld við þjóöina og þeim ber að greiða þá skuld sína án tafar og möglunarlaust. Það er ófrávíkjanleg og sanngjörn krafa sem nú er borin upp af launafólki í þessu landi. —R.Ó. Punktar úr kjarabaráttu sjómanna 5. Framhald af 1. síðu þau gefi nú þegar samninga- nefnd SSÍ umhoö til verkfalls- boöunar. Mun umboöiö gilda til 1 cS. febrúar n.k. (Fréttatilkynning frá Sjómannafélaginu Jötni) Á SÁTTAFUNDI 18. JAN S.L. LÖGÐU ÚTVEGS- MENN FRAM EFTIR- FARANDI TILBOÐ TIL BREYTINGA Á KJARA- SAMNINGI SJÓMANNA- SAMBANDS ÍSLANDS OG L.Í.Ú.: 1. 3. m.gr. 2. gr. og 2. m.gr. 9. gr. falli niður I. m.gr. 17. gr. falli niður, en í stað hennar komi: „Séu færri menn á skipi, en greinir í 2-16. gr. skiptist sá eöa þeir hlutir rnilli þeirra, sem um borð eru, í hlutfalli viö skipta- hlut hvers og eins”. 2. í 9. gr. komi 32% í staö 35% í a) til d) liðs. (Lækkun á skiptaprósentu). 3. í 22. gr. falli niður 1. m.gr., 2. m.gr., 1. málsliður 3. m.gr. og 4. m.gr. (fella niður mánaðar- uppgjör) en í stað þeirra korni: „Árinu skal skipta í 6 kaup- tryggingatímabil sem hér segir: Janúar-febrúar mars-apríl maí-júní júlí-ágúst september-október nóvember-desember Hefji skip veiðar eftir 14. einhvers mánaðar. senr er næst á undan kauptryggingatímabili. reiknast sá tími til næsta kaup- tryggingatímabils á eftir. Sama gildir ef skip hættir veiðum fyrir 15. þess mánaðar, sem fer næst á eftir kauptryggingatímabili, þá telst sá tími til kauptrygg- ingartímabilsins á undan. I lok fyrri mánaðar skal greiða 75% af innunnum afla- V etrarstarf aldraðra Vetrarstarf aldraðra hefst nú af fullum krafti á Hraunbúðum. Fimmtudaginn 3 1. jan. kl. 20 verður spilavist o.fl. til skemmtunar á Hraunbúðum. Það er Sjálfstæðiskvenna- félagið Eygló. sent sér unt k\öldið. Fimmtudaginn 7. feb. kl. 15:30 verður spilaö á Hraun- búðum. Það er Kvenfélagið Líkn. sem sér um þennan dag; Hraunbúöum. Eimmtudaginn 14. febrúar kl. 20 verður spilavist o.fl. til skemmtunar á Hraunbúðum. Kvöldið er í umsjón J.C. Athygli er vakin á því. að allir eldri borgarar í Eyjum eru velkomnir og eru hvattir til að taka þátt í félagsstarfinu. Félagsmálaráð. hlut að frádregnunt áætluðum fæðiskostnaði og sköttum. Á skuttogurum skal greiöa sérstaklega fyrir hverja veiði- ferð. en þegar meta skal hvort um kauptryggingu er að ræða skal það gert innan ofan- greindra trvggingatímabila". 4. b) liöur 26. gr. falli niður. (Fella niöur öll helgarfrí). Greiðslur í Styrktar- og sjúkrasjóði falli niður. ÞESSU SVARAÐI SAMN- INGANEFND SJÓMANNA Á EFTIRFARANDI HÁTT: Sálfræðingar segja að suntir fari á vissan staö. Og engan skvldi undra það eftir þetta skrýtna blaö. Ol. Þ. R. TIL ATHUGUNAR Sigurður Jónsson hefur undanfarið skrifað fjálglega um að nú séu álögur á bæjarbúa mun lægri en þegar vinstri- mennirnir svonefndu réðu málum bæjarins. Staðreyndin er hins vegar sú að undir stjórn þeirra sjálfstæðismanna fer hærra hlutfall launa til að greiða fasteignagjöld en áður var. Undir stjórn sjálfstæðismanna fær launamaðurinn nú 2 tonn ag heitu vatni fyrir klukkustundarvinnu en fékk 3 tonn þegar vinstrimenn réðu. Og svona má lengi telja. Samt talar Sigurður um lægri álögur á bæjarbúa. Ein glæsilegasta auglýsingin í sjónvarpinu nú um þessar rnundir er auglýsing frá ríkissjóði íslands. í auglvsingunni er ríkissjóður að sækjast eftir sparifé landsmanna. Það sern einkum er emkennilegt við auglýsinguna er tvennt. í fyrsta lagi boðar hún stóraukin ríkisafskipti sern manni hefur fram til þessa skilist að væru sjálfstæðismönnum ekki að skapi. í öðru lagi er sparifé ekki til, í.þ.m. ekki hjá venjulegu launafólki. —Félagi. Verkafólk V estmannaeyjum! Eins og undanfarin ár aðstoöum við félags- menn okkar við skattaframtal. Tekið á móti skýrslum að Miðstræti 11. Hafið meðferðis afrit af síðasta framtali, launamiða, fasteignamat og önnur nauðsynleg gögn. Verkakvennafélagið Snót Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Sjómannafélagið Jötunn VESTMANNAEYJABÆR Námsflokkar Vestmannaeyja Á vorönn 1985 bjóða N.V. upp á eftirtaldar greinar, ef næg þátttaka fæst: Enska H)2 & 202 Danska 102 íslenska 102 & 202 Stærðfræði 102 & 202 Vélritun Myndlist Skrautskrift Framhaldsnámskeið í tölvufræði (fyrir þá sem lokið hafa 30 tíma námskeiði í tölvufræði við N.V.) Ofangreind námskeið eru 30 tímar og náms- gjald kr. 1.400,- (kr. 1.200,- fvrir hverja grein ef teknar eru tvær eða fleiri). Utfylling á skattaskýrslum. 6 tíma námskeið, sem haldið verður um miðja næstu viku. Náms- gjald kr. 300.-. Innritun stendur yfir til 8. febrúar og fer fram á skrifstofu Framhaldsskólans og í síma 1079 virka daga kl. 9:00-12:00. —Forstöðumaður.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.