Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Ymsar ályktanir frá 35. þingi ASÍ 26.-30. nóv. sl. * Alyktun um lífeyrismál 35. þing Alþýðusambands Islands er þeirra skoðunar. aö samningarnir um stofnun al- mennu lífeyrissjóðanna séu ein þýðingamesta réttarbót sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram. Þrátt fyrir það skortir enn á, að verkafólk búi viö full- nægjandi lífeyrisréttindi og að jöfnu ríki milli þegna þjóð- félagsins í lífeýrismálum. 35. þing ASÍ telur að á undanförnum árum hal'i náðst mikilvægir áfangar í þessum málum en telur að nú þegar þurfi ASI að ná samningum urn löggjöf. sem tryggi eftirfararidi atriði: 1. Löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða — Ellilífeyrisgreiðslur m.v. 67 ára aldur. Heimildarákvæði um greiðslur frá 60 ára aldri af heilsufars- eða félagslegum ástæðum. Á síðasta þingi ASÍ var mótuð sú stefna að almennur ellilífeyrisaldur frá lífeyrissjóð- um og almannatryggingum skuli miðast við 65 ár. 35. þing ASÍ telur að í Ijósi þess kostn- aðar sem af því hlýst sé rökrétt að líta á 67 ára ellilífeyrisaldur sem eðlilegt skref í fyrstu um- ferð. — Réttindaávinnsla miöist við öll áunnin stig en ekki loka- laun. né stig bestu ára. Miöað verði við það að samanlögð réttindi frá lífeyrissjóði og al- numnatryggingum veiti elli- lífevrisþegum allt að 90% af atvinnutekjum. — Iðgjaldagreiðslur séu af öllum launum. — Lífeyrisgreiðslur fylgi launabreytingum. — Örorkulífeyrir miðist við framreiknuð réttindi. — Makalífeyrir í núverandi mynd verði lagður niður í áföngum. Þó skal tekið sérstakt tillit til telagslegra aðstæðna. Áunnin ellilífeyrisréttindi skiptast jafnt á milli hjóna við slit hjónabands, hvort heldur sem er af völdum skilnaðar eöa dauða. Við skilnað sé elli- lífeyrisréttindum, sem áunnust meðan hjónaband stóð skipt jafnt á milli hjóna. Við dauða annars hjóna haldi eftirlifandi maki þeim réttindum, sem hærri eru. Tekinn verði upp tvennskonar fjölskyldulífeyrir. Annars vegar barnalífeyrir, sem greiðist til framfæranda barna látins sjóðfélaga til 18 ára aldurs barna og hins vegar makabætur, sem greiðist eftir- lifandi maka sjóötélaga í 24 mánuði eftir andlát sjóðfélag- ans. Barnalífeyrir verði stór- hækkaður frá því sem nú er og ekki lægri en fjórfaldur nú- verandi barnalífeyrir. — Sömu reglur gildi um sam- búðarfólk og hjón. — Löggjöf urn starfsemi líf- eyrissjóða nái undanbragða- laust til allra lífeyrissjóöa þ.m.t. lífeyrissjóðir, sem starfa sam- kvæmt sérstökum lögum. — Eftirlit með framkvæmd löggjafarinnar verði í höndum sérstakrar stofnunar, sem verkalýðshreyfingin eigi aöild að. 2. Löggjöf uni eftirlaun til aldraðra: Hinn 1. janúar n.k. falli úr gildi núgildandi lög um eftir- laun til aldraðra. Á undan- förnum mánuðum hefur af hálfu ASÍ verið unnið að því að fá lögin framlengd ogjafnframt að þau næðu til yngra fólks en nú er, þar sem skammur rétt- indatími margra er eitt af því sem mikilli mismunun veldur milli lífeyrisþega. Þar sem ekki hefur náðst samstaða um slíkt og kröfur verið uppi um að lögin verði ekki framlengd getur þingið eftir atvikum fallist á að lögin verði í grund- vallaratriðum framlengd í nú- verandi mynd til næstu fimm ára, enda auki það ekki heildargreiðslubyrði lífeyris- sjóðanna. 35. þing ASI leggur áherslu á að framlenging laganna verði nú þegar staðfest á Alþingi, þannig að þeirri óvissu, sem margir lífeyrisþegar búa við í dag verði eytt. 3. Sett verði sérstök lög er trvggi lágmarksrétt þeirra, sem greitt hafa til lífeyrissjóða, senr standa fjárhaítslesa höllum fæti. * Alyktun um lífeyrismál sjómanna I kjarasamningum sjómanna á árinu 1980 var samið um að sú breyting yrði gerö á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna aö sjómenn ættu rétt á því að taka lífevri frá sjóönum 60 ára. að uppfylltum ákveðnum skil- vrðum. Jafnframt fengu sjó- menn rétt til að taka ellilífevri frá Tryg'gingastofnun ríkisins frá santa aldri. Þegar almennu lífevrissjóðir verkalýðsfélaganna voru stofn- aðir 1970 voru sjómenn í nokkrum þeirra og svo er enn. Þessi lagabreyting nær ekki til þeirra sjóða og vegna þess ntikla kostnaðar sem at' því hlvtist fyrir sjóðina að færa líf- eyrisaldur sjómanna í 60 ár. til samræmis við Lífeyrissjóö sjó- manna, var það skilningur full- trúa sjómanna í samningunum að ríkisvaldið tæki að sér að fjármagna þann mikla kostnað sem lífeyrissjóðirnir yröu fvrir við þessa réttarbót sjómanna. Viðræður hafa farið fram við fulltrúa ríkisins um þessi mál- efni en af þeirra hálfu hefur ábyrgð ríkisins á þessum kostnaðarauka verið hafnað. 35. þing ASÍ krefst þess aö ríkisvaldið standi við fyrirheit þáverandi ríkisstjórnar um fjármagn til þess að standa undir kostnaði lífeyrissjóða, sem sjómenn eru í, vegna þess að sjómenn hefji töku lífeyris 60 ára að aldri. Þingið telur að mismunandi réttur sjómanna til lífeyris vegna ákvarðana og vanefnda löggjafans sé með öllu óviðun- andi. * Alyktun um lífeyrismál heimavinnandi fólks 35. þing ASÍ samþykkir að láta fara fram könnun á stöðu heimavinnandi fólks og ann- arra þeirra sem eru með skertan lífeyrisrétt. í því sambandi er rétt að heimilisstörf séu metin jafn rétthá og störf á alniennum vinnumarkaði. Þingið telur óhjákvæmilegt að til komi opinbert fjármagn til leiðrétt- inga á skertum lífeyrisréttind- um þessa fólks. Ljóst er að líf- evrissjóðirnir geta ekki tekiö á sig auknar skyldur, nerna að til komi aukið fjármagn. * Alyktun um íhlutun ríkisvaldsins í fjármagn lífeyrissjóðanna 35. þing Alþýðusambands Islands mótmælir óæskilegri íhlutun ríkisvaldsins um ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna, og telur að þaö eigi að vera á valdi stjórna Iífeyrissjóðanna sjálfra og heildarsamtaka launafólks. hvernig sjóðirnir ávaxta fjár- magn sitt hverju sinni. Ályktun um innheimtu iðgjalda samkv. lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda 35. þing ASÍ vill að gefnu tilefni beina því til lífeyrissjóða aðildarsamtakanna, aö þeir fvlgi betur eftir innheimtu ið- gjalda skv. 2. gr. I. 55/1980 um starfskjör launafólksog skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. Ennfremur hvetur þingið launafólk til að fylgjast betur með skilum atvinnurekenda á iðgjöldum til lífeyrissjóða. Auglýsingar S 1177 EYJABLAÐIÐ Merk tillaga A 35. þingi ASÍ, dagana 26.-30. nóv. sl. var svohljóðandi tillaga samþykkt: Á undanförnum árum hafa samtök atvinnurek- enda beitt sér æ meira á vettvangi stjórnmálanna. Þau hafa sett fram heildar- stefnu um aðgerðir stjórn- valda og mótað ítarlegar tillögur í einstökum mála- flokkum. Náin samvinna hefur tekist með forystu- m ö n n u m Lr a m só k n ar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. sem mynda nú- verandi ríkisstjórn. og helstu leiötogum VSI. Verslunarráðsins og SÍS. Það er þetta bandalag sem. hefur stjórnað hinni miklu aðför að kjörum launafólks. Ljóst er að atvinnurekendur rnunu í framtíðinni kapp- kosta að auka pólitísk ítök sín í valdakerfinu. Á sama tíma og þessi þróun hefur sett meginsvip á baráttu launafólks. hefur skort samstillingu og forystu í stefnumótun innan verka- Ivðshreyfingarinnar og fíokkar og sanitök sem að- hvllast jafnrétti og félagsleg sjónarmið hafa ekki náð saman. 35. þing ASÍ telur brýnt að pólitískum valdahlut- föllum á íslandi verði breytt. í því skvni þarf tvennt að gerast. I fyrsta lagi verða verkalýðsfélögin að móta víðtæka stefnu í kjara- . félags- og efnahagsmálum. sem yrðu skvrt andsvar við markaðskreddum atvinnu- rekenda. í öðru lagi verður launa- fólk að samfvlkja öllum sem aðhyllast hugsjónir félags- hyggju til að mvnda fylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. nvtt landsstjórnarafl. Opið á laugardag kl. 9-12 ms\m iEBE I kaupfelag ____ YESTMANNAEYJA Goðahrauni 1 — S 2052 Kynnið ykkur innlánsreikninga með ábót ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS — VESTMANNAEYJUM

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.