Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 1
EYJABLA Úígefandi: Alþvðuhandalagið ^ í Vestmannaeyjum 3. tölublað Vestmannaeyjum, 28. febrúar 1985 45. árgangur Breytingartillögur minnihlutans felldar • Minni verklegar framkvæmdir • Meiri eyðsla • Sorpeyðingarstöð í biðstöðu • Framtíðaríþróttasvæði í biðstöðu Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu var fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja og stofn- anir hans afgreidd við síðari umræðu hinn 20. feb. s.l. Minnihluti bæjarstjórnar gerði viðamiklar breytingar- tillögur við fjárhagsáætlunina en meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn felldi þær flestar. Lítum á nokkrar tillögur sem sjálfstæðismenn voru svo áfjáðir í Hærra innheimtu- hlutfall — betri að fella. Uggvænleg þróun í meðfylgjandi töflu birtist íbúaþróun á íslandi milli áranna 1983 og 1984 (miðað við 1. des.) eftir kjördæmum. Það sem athygli hlýtur að vekja er einkum það að ekkert kjördæmi úti á landsbyggðinni að Reykjaneskjördæmi undanskildu nær lands- meðaltali hvað íbúafjölgun snertir. Höfuðborgarsvæðið bólgnar hins vegar út á kostnað landsbyggðarinnar. 1. des. ’83 1. des. ’84 Breyting Breyting Gatnagerð I tillögum minnihlutamanna var gert ráð fyrir allverulegu átaki í gatnagerð. Gert var ráð fyrir gatnagerðarframkvæmd- um fyrir 30 milljónir króna en fyrir þá upphæð hefði mátt standa fyrir framkvæmdum í samræmi við áætlanir um að ljúka varanlegri gatnagerð í Vestmannaeyjum árið 1987. Með því að fella tillögur minni- hluta bæjarstjórnar liggur hins vegar ljóst fyrir að næstum ógerlegt verður að standa við áætlanir og fyrirheit í þessum efnum. Aðhald í rekstri Við minnihlutamenn gerðum tillögur um aðhald í rekstri á ýmsum sviðum og bentum á að með því að gæta aðhalds mætti verja fé til ýmissa verkefna svo sem starfsmanna- íbúða fyrir Sjúkrahúsið, bruna- varnakerfis í Safnahúsi o.fl. Þessar tillögur náði ekki fram að ganga, Ekki náði heldur fram að ganga tillaga okkar minnihlutamanna um fram- tíðaríþróttasvæði en allt of lengi hefur verið sofið á því máli og mun svo verða enn um sinn. Sorpeyðingarstöð Þrátt fyrir það að mikið hafi áunnist við að byggja sorp- brennslu austur á Hrauni liggur ljóst fyrir að nauðsynlegt er að hefjast handa nú þegar um byggingu varanlegrar sorp- eyðingarstöðvar. Gryfjurnar austurfrá eru í raun aðeins bráðabirgðalausn. í fjárhags- áætlun gerðum við minnihluta- menn því ráð fyrir kr. 200.000 til þess að hefja nauðsynlega undirbúningsvinnu við hönnun nýrrar sorpeyðingarstöðvar. Tillagan var felld svo enn verður dráttur á því að hér verði byggð sorpeyðingarstöð. skil útsvars í tillögum minnihlutans var einnig gert ráð fyrir því að unnt yrði að afla meiri tekna í gegn- um útsvar og aðstöðugjöld án þess þó að hækka álögur á bæjarbúa. Við bentum á í því sambandi að raunhæft væri t.d. að gera ráð fyrir hærra inn- heimtuhlutfalli enda væri engin goðgá að ganga harðar að þeim sem skulda í hinn sameiginlega sjóð. Þeir sem skulda eru ekki almennt launafólk því það stendur undantekningalítið í skilum með sitt. Hér er um að ræða þá sem betur mega sín og engin ástæða er til að hlífa. Þá bentum við minnihlutamenn á að í ár mætti gera ráð fyrir betri skilum útsvars, þ.e. menn veigruðu sér frekar við að stela undan skatti eftir þær upp- ljóstranir sem birtar voru opin- berlega síðastliðið sumar. Allar þessa hugmyndir okkar fengu vægast sagt afar lítinn hljóm- grunn. Eftir stendur fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins. —R.Ó. Reykjavík 87106 88505 tala 1399 % 1,61 Reykjaneskjördæmi 55201 56202 1001 1,81 Vesturlandskjördæmi 15089 14974 -4-115 4-0,76 Vestfjarðakjördæmi 10414 10418 4 0,04 Norðurland vestra 10699 10769 70 0,65 Norðurland eystra 26160 25982 -4-178 4-0,68 Austurlandskjördæmi 13120 13095 h-25 4-0,19 Suðurlandskjördæmi 20072 20140 68 0,34 Óstaðsettir 33 37 4 Fjölgun: Höfuðborgarsvæðið 128221 130485 2264 1,77 Önnur sveitarfélög 109673 109637 4-36 4-0,03 „Seljiði bara” Ég er einn af þeim mönnum sem tóku upp á því fyrir nokkru síðan að byggja mér hús. Ég hef ekkert rosalega háar tekjur svo að þetta hefur nú verið hálfgert basl. Ég og konan höfum reynt að lækka byggingarkostnaðinn með því að vinna mikið sjálf í byggingunni og stundum hjálpa vinir mínir mér með ýmislegt. En þrátt fyrir það að maður hefur lagt sig allan fram við að koma þessu upp þá er ég hrein- lega að gefast upp á öllu saman. Sjálfstæðismenn hafna fyrir- byggjandi starfi Ein þeirra tillagna minni- hluta bæjarstjórnar sem sjálf- stæðismenn felldu við af- greiðslu fjárhagsáætlunar var þess efnis að veitt yrði 60.000 kr. í svokölluð sérstök verkefni. Tillagan miðaði að því að féð skyldi notað til fyrirbyggjandi starfs vegna fíkniefnaneyslu og sem framlag til verklegrar kennslu og stuðningskennslu sem beinist að því að koma unglingum, sem eiga við félags- leg vandamál að stríða, í tengsl við vinnumarkaðinn. Upphæðin er ekki há og fyrir hana er ekki mikið unnt að gera og allra síst eitthvert krafta- verk. Hins vegar hefði hún nægt til að undirbúa ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir til hjálpar þeim sem við félagsleg vandamál eiga að stríða. Meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins finnst engin ástæða til þess að veita fé til slíkra verkefna og er það útaf fyrir sig umhugsunar- vert ekki síst fyrir ungt fólk nú á alþjóðaári æskunnar. —R.Ó. Ástæðan fyrir því er að lánin sem ég varð að taka vegna hússins á sínum tíma eru alveg að drepa mig. Þessi vísitölu- binding er svo vitlaus að það er ekki fyrir nokkurn mann, í það minnsta ekki venjulegan mann eins og rnig, að standa í skilum. Þetta er samdóma álit allra sem hafa tekið lán til húsbygginga eða húsakaupa að undanförnu. En það sem er verst í dæminu er að þeir sem ráða ferðinni í landinu vilja ekki viðurkenna að vísitölukerfið er alveg snar- vitlaust og þær reddingar sem ríkið ætlar nú að gera fyrir okkur sem erum í vanskilum eru bara út í bláinn og ekkert annað en gálgafrestur. Grátlegast við þetta allt var þó að heyra ráðleggingar for- sætisráðherrans í sjónvarpinu um daginn þegar hann sagði okkur að selja bara húsin sem við værum að basla við að koma upp og þar með væri vandinn leystur. Þessar ráðleggingar ráðherrans sína vanþekkingu hans á húsnæðismálum og einnig ótakmarkað virðingar- leysi fyrir þeim sem leggja á sig ómælt erfiði til þess að koma sér þaki yfir höfuðið. Og mér er spurn, hver hefur efni á að kaupa af okkur húsin og taka að sér afborganirnar? Kannski Steingrímur, en hann getur aveg verið viss um að ekkert venjulegt fólk hefur efni á því. —Launamaður. Aldar- minning Brynjúlfs Sigfússonar I tilefni aldarminningar Brynjúlfs Sigfússonar verður haldin samkoma föstudaginn 1. mars kl. 21:00 í Safnahúsinu. Flutt verða lög eftir Brynjúlf af kór Landakirkju, Geir Jón Þórissyni og félögum úr Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Ræður flytja Haraldur Guðnason og Þorsteinn Sigurðsson. Fréttatilkynning frá undirbúningsnefnd. Félag Norð- lendinga Aðalfundur Félags Norð- lendinga* í Vestmannaeyjum var haldinn 8. febrúar s.l. á Skútanum. Fundinn sátu 17 félagsmenn, en í félaginu eru u.þ.b. 100 manns. Formaður var kosinn Guðmundur Búa- son. Aðrir í stjórn eru: Vara- formaður Hjörtur Hermanns- son, gjaldkeri Jóhann Ólafsson, ritari Sveininna Bjarkardóttir og meðstjórnandi Unnur Alexandersdóttir. Eftirtaldir voru kosnir í skemmtinefnd: María Vil- hjálmsdóttir, María Friðriks- dóttir. Arnfinnur Friðriksson, Þórður Rafn Sigurðsson og Lilja Alexandersdóttir. Á fundinum kom fram áhugi á að endurvekja spilakvöldin sem voru mjög vel sótt hér á árum áður, en hafa nú legið niðri um nokkurt skeið. Því hefur verið ákveðið að efna til þriggja kvölda keppni og verður fyrsta félagsvistin haldin í Samkomuhúsi Vestmanna- eyja laugardaginn 2. mars. Það er von stjórnar og skemmtinefndar að félags- menn, og aðrir þeir sem ánægju hafa af spilamennsku, fjöl- menni og taki þannig þátt í að vekja upp þennan vinsæla þátt í félagslífinu. —F réttatilky nning. Yetrarstarf aldraðra Félagsstarf eldri borgara heldur áfram af fullum krafti fimmtudaginn 28. feb. kl. 20. Þá verður spilavist o.fl. Það er Knattspyrnufélagið Týr sem sér um starfið á Hraunbúðum þetta kvöld. Fimmtudaginn 7. mars kl. 15:30 verður spilað á Hraun- búðum. Það er Kvenfélagið Líkn, sem sér um þennan dag. Eldri borgarar í bænum eru hvattir til að taka þátt í félags- starfinu á Hraunbúðum. Félagsmálaráð.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.