Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 3
Mengunarvamir i tiskimjöls- verksmiðjum Á Alþingi var nýlega flutt þingsályktunartillaga frá tveimur þingmönnum Alþýðu- bandalagsins um mengunar- varnir í fiskimjölsverksmiðjum. Tillagan var svohljóðandi: Aiþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að á árinu 1985 verði gert átak til að ráða bót á mengun frá fiskimjölsverk- smiðjum og útvegað lánsfjár- magn til framkvæmda. Jafnframt verði gerð áætlun um varanlegar úrbætur í mengunarmálum fiskimjöls- verksmiðja í samvinnu við hlut- aðeigandi eigendur og samtök þeirra, svo og heilbrigðis- og náttúrverndaryfirvöld. Áætlunin taki mið af að lág- markskröfum um mengunar- varnir allra starfandi fiski- mjölsverksmiðja verði fullnægt innan tveggja ára og fjármagn sé tryggt til þeirra aðgerða. Verði í senn haft í huga ytra og innra umhverfi verksmiðjanna og lögð áhersla á bætta nýtingu hráefnis og orkusparnað sam- hliða viðhlítandi mengunar- vörnum. í greinargerð mneð tillög- unni segir m.a.: Veldur engin mengun hér- lendis jafnmiklum óþægindum fyrir marga og „peningalyktin” og hún er tvímælalaust heilsu- spillandi, ekki síst fyrir þá sem veikir eru fyrir í öndunar- færum. Vonandi nær þessi tillaga fram að ganga á Álþingi enda er hún afar brýn. Við sem búum hér í Eyjum og fáum yfir okkur óþverramengun dag eftir dag hefðum reyndar fyrir löngu átt að vera búin að krefjast þess að fiskimjölsverksmiðjurnar hér gerðu viðeigandi ráðstafanir til að losa bæjarbúa við meng- unina. —H. Umferðin Einn er sá staður hér í bæ sem ætti skilið að þar væru umferðarljós. Þar sem mætast Skildingavegur, Strandvegur og Heiðarvegur. Sem sagt á horninu hjá honum Boga í Eyjabúð og bróður hans handan götunnar. Þarna verður á stundum mikil umferð og hætta á árekstrum. Eftir að fyrirtækjum fór að fjölga á Þrælaeiði (framsýnir menn, forfeður vorir!) hefir umferð og umferðarhraði aukist mikið. Eftir eld hafa fyrirtækin hrannast upp þar: Skipaafgreiðsla Friðriks Óskarssonar, Stakkur, Salt- salan, Skipaviðgerðir, Skipa- lyftan, Netagerðin auk olíu- tankanna. Þar af leiðir að suðurkantur Friðarhafnar (ekki veit ég hvort sá götu- AUGLÝSINGA © 1177 stubbur hefir nafn) ætti að víkja fyrir umferð norður á Eiði. Hafa biðskyldu eða stanzmerki þar á horni. Hús bjarg- veiðimanna Senn líður að því að lundinn, sá ágæti fugl, sem er einkennis- dýr okkar skerbúa, líkt og kengúran þeirra andfætlinga, fari að setjast upp. Þá fara Frá Pósti og síma Vest- manna- eyjum Nokkur pósthólf eru laus til ráðstöfunar. Stöðvarstjóri. lundakarlar að dytta að sínum kofum. Fæstir þeirra eru til prýði, í annars ósnortinni nátt- úru úteyjanna (ath.: Lunda- kofarnir, ekki veiðimennirnir). Væri nú ekki rða, næst þegar kofarnir eru málaðir, að setja á þá feluliti, græna með brúnu ívafi. Það yrði fegurra að líta úteyjar eftir en áður. —S.S. VESTMANNAEYJABÆR Stjórn verkamanna bústaða í Vm. V auglýsir til sölu 3ja herbergja íbúð að Áshamri 75. Nánari upplýsingar gefur Kristjana Þorfinns- dóttir © 1485. Stjóm verkamannabústaða Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Vestmannaeyjum 1985 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1982 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Skoðun fer fram við lögreglustöðina, Hilmis- götu, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 09:00-12:00 og frá kl. 13:00-17:00. Dagana 4. mars - 8. mars verða skoðaðar bifreiðirnar .............V- 1 — V- 300 Dagana 11. mars - 15. mars verða skoðaðar bifreiðirnar .............V- 301 — V- 600 Dagana 18. mars - 22. mars verða skoðaðar bifreiðirnar .............V- 601 — V- 900 Dagana 25. mars - 29. mars verða skoðaðar bifreiðirnar .............V- 901 — V-1200 Dagana 9. apríl - 12. apríl verða skoðaðar bifreiðirnar .............V-1201 — V-1500 Dagana 15. apríl - 19. apríl verða skoðaðar bifreiðirnar .............V-1501 — V-1800 Dagana 22. apríl - 26. apríl verða skoðaðar bifreiðirnar .............V-1801 — V-2000 Dagana 29. apríl til 3. maí skal koma með til skoðunar bifhjól, létt bifhjól og tengivagna. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera læsileg. Á leigu- bifreiðum skal vera sérstakt merki með bók- stafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. I skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 1. ágúst 1984. Athygli skal vakin á því, að vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann Iátinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Sérstaklega skal áréttað að einkabifreiðir sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1983 og síðar eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að ma 1 LÖGREGLUSTJÓRINN f VESTMANNAEYJUM jggji Kristján Torfason

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.