Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 4
Vidtalid Umsjón: Ragnar Óskarsson Sjómenn þurfa mann- sæmandi laun fyrir vinnu sína rétt eins og aðrir! Sunnudagin 17. febrúar s.l. kl. 18:00 hófst verkfall hjá sjómönnum. Deilt er um ýmis launaatriði og svo virðist sem lítið þokist í samkomulagsátt. Eyjablaðið snéri sér til Elíasar Björnssonar formanns Sjómanna- félagsins Jötuns og ræddi við hann um gang mála. — Hver er forsagan að verk- fallinu? — í desember á síðasta ári af- hentum við L.Í.Ú. kröfurokkar um hækkun á kauptryggingu úr rúmlega 19 þúsund krónum í 35 þúsund. Einnig fórum við fram á að fá auknar lífeyris- sjóðsgreiðslur auk nokkurra annarra atriða. í þessu fólust okkar aðalkröfur. í janúar fórum við síðan fram á viðræður við útvegsbændur hér í Eyjurn til þess áð liðka fyrir samningum og koma í veg fyrir yfirvofandi verkfall. Þessu höfnuðu útvegsbændur alger- lega þar sem samningaumboð þeirra væri hjá L.Í.Ú. — Hver urðu ykkar viðbrögð við þessu svari útvegsbænda? — Við héldum auðvitað áfram að reyna að fá útvegsbændur til viðræðna, enda er það mun vænlegri leið. Þetta hafa út- vegsbændur rætt sín á milli og á fundi hinn 23. febrúar sam- þykktu þeir að hefja viðræður við Jötunn vegna kjaradeil- unnar með því skilyrði þó að bæði Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi og Vélstjórafélag Vestmannaeyja Við viljum fá að ákveða Mánudaginn 1. febrúar boð- aði tómstundaráð til fundar með fulltrúum ýmissa félaga hér í bæ. Tilefnið var alþjóðaár æskunnar 1985. Með þessum fundi vildi tómstundaráð kanna hvaða hugmyndir væru uppi um verkefni tengd æskunni á árinu 1985. Á fundinum komu fram ýmsar hugmyndir svo sem um íþróttamót, kvöldvökur, ritgerðarsamkeppni, fjöl- skylduhátíð o.fl. Þá greindu fulltrúar hinna ýmsu félaga frá þeirri starfsemi sinni er einkum snýr að æskulýðsstarfsemi. Þótt ekki hafi verið teknar endanlegar ákvarðanir um skipulag æskulýðsársins var fundurinn fróðlegur og von- andi tekst tómstundaráði ásamt þeim sem áhuga hafa á verk- efninu að láta gott af sér leiða fyrir unglinga hér í þessum bæ. Eitt þarf þó alveg sérstaklega að hafa í huga ef eitthvað á að gera en það er að tryggja að við sem erum ung fáum sjálf að ákveða hvað á að gera. Hinir eldri mega auðvitað vera með í ráðum en þeir eiga ekki að ákveða hv^ð er okkur fyrir bestu. —H. Almennur borgara- fundur N.k. sunnudag 3. mars gengst JCV fyrir almennum borgarafundi sem haldinn verður í Hallarlundi og hefst hann kl. 15. Er þetta í 4. sinn sem félagið efnir til slíks fundar. Að þessu sinni er yfir- skrift fundarins: „16 mánuðir til kosninga. Hvernig hefur til tekist”. Fyrirkomulag fundarins verður með svipuðu sniði og verið hefur. Fulltrúar verði hámark 6 frá hverjum flokki. Hver flokkur fær 10 mín. í framsögu. Bæjarbúar, nú gefst gullið tækifæri til að spyrjá fulltrúa flokkanna spjörunum úr um bæjarmálefni. Mætum stundvíslega á sunnudaginn 3. mars kl. 15. Kaffiveitingar verða á boð- stólum. Fréttatilkynning frá J.C. Vestmannaeyjum — Nei, reyndar býst ég ekki við löngu verkfalli vegna þess að ég held að stjórnvöld muni grípa inn í þetta verkfall eins og oft áður hefur gerst þegar um sjó- menn er að ræða. — Er það kannski besta lausnin úr því sem komið er? — Nei, það er ekki besta lausnin. Þaðerillþolanlegtfyrir sjómenn þegar þeir fara fram á leiðréttingu sinna mála að þá skuli stjórnvöld ávallt grípa þar inní og leysa deiluna á þann veg sem best hentar útvegsbændum burtséð frá því hver afkoma sjómanna verður. — Nú heyrðist sagt á dögunum að nokkuð hefði verið um verk- fallsbrot hér í Eyjum í þessu verkfalli. Er eitthvað til í því? — Verkfallsdaginn bar upp á helgifrídag hjá netasjómönnum og þar af leiðandi brutu þeir skipstjórar, sem fóru út sunnu- daginn 17. feb. til að draga netin, helgidagasamþykktina. Þetta gerðu þeir einnig sem voru úti þegar verkfallið skall á en áttu samkvæmt samningi að vera í helgarfríi. Einstakur skipstjóri ákvað að vera úti allt að sjö daga þrátt fyrir það að skipshöfnin sé ráðin upp á dag- róðra. Þessir skipstjórar brutu einnig verkfallið. — Er eining hjá sjómönnum í Jötni vegna verkfallsins? — Já, mikil og með því besta sem gerist. Það er alveg aug- ljóst að það er enginn upp- gjafartónn í mönnum. — Stundum heyrir maður það í verkfalli að deilt sé á stjórn og forystumenn verkalýðsfélaga. A þetta við í þessu verkfalli? — Að sjálfsögðu. Forysta verkalýðsfélaga hlýtur alltaf að vera umdeild. Hins vegar hefur ekki borið neitt meira á þessu nú en áður. Gagnrýnin kemur alltaf fram og í sjálfu sér er engin ástæða til að vera hissa á því. — Nú hefur verið uppi um það þrálátur orðrómur að í raun séu útgeröarmenn hér tilbúnir til að ganga að kröfum ykkar um kaup og kjör. Er þetta satt? — Já. Því er ekki að neita. Útgerðarmenn hér hafa gefið það í skyn og ég efast ekki um að þeir eru tilbúnir. L.Í.Ú. hefur hins vegar haldið fast aftur af þeim í þessum efnum og þess vegna hafa útgerðar- menn verið hikandi fram til þessa. — Viltu einhverju spá um fram- gang mála? — Það semst einhverntímann. — Hvernig? — Ætli sjómenn fari ekki með skarðan hlut frá borði eins og jafnan áður. Hins vegar er kominn tími til að menn geri sér grein fyrir því að sjómenn þurfa mannsæmandi laun fyrir vinnu sína rétt eins og aðrir. —Viðtal: R.Ó. verði með í viðræðunum. Þessi félög hafa hins vegar ekki séð sér fært að fara þá leið, í það minnsta ekki enn sem komið er. — Er þá allt strand? — Já í raun er það þannig í dag. — Ertu bjartsýnn á að nú fari að draga til tíðinda? — Nei eins og er er ekkert sem gefur tilefni til þess. — Býstu sem sé við löngu verk- falli? Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Það var mikið um að vera á handknattleikssviðinu um helgina. Öll meistaraflokks- liðin stóðu í stórræðum en með mjög misjöfnum árangri. En ef það fer sem fram horfir munu öll liðin færast urn deild. Þór niður í 2. deild, ÍBV niður í 2. deild og Týr upp í 2. deild. En vindum okkur í leikina. I. deild karla Þór-KR 16-22 (7-8) Þessi leikur var mjög slakur allan tímann. Þórarar sýndu aðeins í sér tennurnar í fyrri hálfleik en síðan ekki sögunni meir. KR, sem virkuðu frekar slakir, tóku að því er virtist „lífinu með ró". Liðið er byggt upp á tveimur leikmönnum, þeim Jens Einarssyni mark- verði og Jakobi Jónssyni stór- skyttu. Jakob virtist lítið hafa fyrir hlutunum. og mátti það heita furðulegt að hann var ekki tekinn úr umferð fyrr en seint og síðar meir í leiknum. En í fyrri hálfleik var KR aldrei langt á undan Þórurum. Var yfirleitt með 2-3 marka forystu en þegar leikmennirnir gengu til búningsklefa í leikhléi var staðan 8-7. KR í vil. Seinni hálfleikur gekk fyrir sig ? svip- aðan hátt og sá fyrri. KR hafði þetta 2-3 marka íorystu þar til um 5 mín. voru til leiksloka, en þá skoruðu þeir fjögur mörk í röð. Lokatölur 22-16 fyrir KR. Á ég mjög bágt með að trúa því að Þórarar geti ekki sýnt meira en þeir gerðu s.l. sunnu- dag. Það er eins og það vanti einhvern neista í liðið en ekki veit ég hvar þann neista er að finna. Ekki skar sig neinn sérstak- lega frá leikmönnum Þórs. Flestir áttu mjög dapran dag, en þó sérstaklega Sigmar Þröstur markvörður, sem eins og flestir vita er máttarstólpi liðsins. Mörk Þórs: Gylfi 4, Herbert 3/2, Sigbjörn 2, Oskar 2, Stefán 2, Sigurður eldri 2/1 og Sig- urður yngri 1. Markahæstur leikmanna KR var Jakob Jónsson með6 mörk. I. deild kvenna ÍBV-Víkingur 15-24 (8-9) Þessi leikur var mjög sveiflu- kenndur svo ekki sé meira sagt. Víkingur komst fljótlega í 6-2, en IBV tókst svo af miklu harð- fylgi að jafna metin 7-7. Staðan í háltleik var svo 9-8 Víking í vil. En seinni hálfleikur var Ieikur kattarins að músinni. Víkingur sallaði á ÍBV mörk- unum og þegar upp var staðið var forysta Víkings níu mörk, 24-15. Andrea Atladóttir var lang- best í liði ÍBV. Skoraði mörg falleg mörk með langskotum sínunt. En það sem háði liði ÍBV í þessum leik var fyrst og fremst úthaldsleysi. Má rekja tap nokkurra leikja ÍBV í vetur einfaldlega til úthaldsleysisins. Mörk IBV: Andrea 5, Anna Dóra 3, Eyrún 3, Unnur 2, Ragna 1 og Hafdís 1. 3. deild karla Selfoss-Týr 11-23 (6-10) ÍR-Týr 14-14 (7-8) 3. deildarlið Týs gerði góða ferð s.l. helgi er þeir skruppu upp á SV-hornið. Fyrst var ferðinni heitið á Selfoss þar sem heimamenn voru teknir í karphúsið með 23 mörkum gegn 11. Yfirburðir Týrara í þessum leik voru mjög miklir. Er nú ánægjulegt að vita til þess að Týr á ekki lengur orðið í miklum vandræðum með lið sem eru í neðri hluta deildar- innar, því þeir hafa einum of oft fallið niður á sama plan og and- stæðingarnir í þessum leikjum og átt mesta basli með þessi lið. Þeir Þorsteinn Viktorsson, Jón Bragi Arnarsson og Jóhann Benónýsson áttu allir mjög góðan leik á Selfossi, en Þor- steinn og Jóhann voru marka- hæstir með 6 mörk. S.l. laugardag heimsóttu svo Týrarar IR, en þetta eru tvö efstu Iiðin í B-riðli 3. deildar. Eftir mjög góðan og spennandi leik deildu liðin stigunum bróðurlega á milli sín. Loka- tölur 14-14. Leikurinn var í járnum allan tímann. En óhætt er að segja að Týrarar mega þakka markverði sínum, Jón Braga Arnarssyni fyrir að krækja sér í annað stigið í þessum leik. Varði hann hvað eftir annað frá ÍR-ingum af línunni, og sýndi aldeilis stórbrotna markvörslu. En góður árangur hjá Tý í þessari helgarreisu. Hafa þeir nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar. Mörk Týs gegn ÍR: Jóhann 4, Þorsteinn 4, Varði 2, Jón Kristinn 1, Ósvald 1, Benedikt 1 og Sigurjón 1. —ÞoGu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.