Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1
EYJABLA L'tgefandi: Alþyðubandalagið í \ estmannaeyjum 4. tölublað Vestmannaeyjum, 14. mars 1985 45. árgangur Húsnæðismál brennidepli Fyrir kosningar Það hefur áður verið nefnt í þessu gamla og góða blaði, hvernig frambjóðendur nú- verandi stjórnarflokka buðu þ'ví fólki, sem í byggingum eða húsakaupum stóð, gull og græna skóga með loforðum um stórhækkuð lán. Sjálfstæðismenn létu sig ekki muna um að heita fólki láni úr húsnæðiskerfinu, sem næmi 80% af verði meðalíbúðar og SÍS-flokkurinn gat ekki verið þekktur fyrir að bjóða lakar, heldur betur, hann Iofaði 80% láni og skuldbreytingu á lausa- skuldum, kannski samtals allt að 90% lánafyrirgreiðslu. Það gaf auðvitað auga leið, að þetta var innantómt skrum, sem engin leið var að standa við, enda kom það í Ijós. Engum var greiði gerður með yfirboðum af þessu tagi, auk þess sem enginn venjulegur maður getur staðið undir af- borgunum og vöxtum af slíkum Iánum. . Frambjóðandi Alþýðu- flokksins í okkar kjördæmi lá heldur ekki á liði sínu í lof- orðasmíð (M.M.), þótt afrek hans í þessum efnum þegar hann var sjálfur húsnæðis- táðherra, hafi ekki verið fólgið í öðru en að senija frumvarp um húsnæðismál, það hafði bara gleymst að gera ráð fyrir pen- ingum til framkvæmda. Það hlýtur að muna ein- hverju. Alexander lýsir yfir Öll þessi umræða síðustu vikur og mánuði ber mikil merki óðagots og hamagangs og líkast því að hlutaðeigandi vilji bara gera eitthvað. Það er aldrei spurt neinna grund- vallarspurninga, eins og: Hvað á að setja mikið fé landsmanna á ári til að smíða hús? Hvar á að taka peningana? Og svo fram- vegis. þrjú hús af hverjum fjórum eru reist á suðvesturhorninu, þar sem tryggur sölumarkaðui er enginn? I stað rólegrar yfirvegunai koma yfirlýsingar félagsmála- ráðherra, flestar ótímabærai m.a. um að taka inn „búset- ana”, stofna húsnæðisbanka og hvernig á að fjármagna hlutina", en þær hugmyndir náðu ein- faldlega ekki fram í ríkisstjóm — þrátt fyrir yfirlýsingar í sjón- og útvarpi. Það er lítií stoð í yfirlýsingum meðan fólk er að sligast undan byrðunum og að missa ofan af sér þakið. Mér dettur ekki í hug að þessi mál hafi verið öll í lukk- unnar velstandi í síðustu ríkis- stjórn, fjarri því. Mér er ekki kunnugt um að frambjóðendur míns flokks hafi staðið í kosn- ingaloforðum af áðumefndu tagi. Hins vegar var verulegu fé varið til viðbótar til byggingar verkamannabústaða í landinu. Framhald á 2. síðu Sigurður og Fjarhitun A dögunum var haldinn borgarafundur hér í Eyjum þar sem fulltrúar pólitísku flokk- anna ræddu bæjármálin og svöruðu fyrirspurnum fundar- manna um þau. Á fundinum sem var vel sóttur var víða við komið en einna mesta umræðu fékk Fjarhitun og þó einkum gjaldskrármál hennar. Margir fundarmanna spurðu um Ioforð þau sem sjálfstæðismenn gáfu fyrir síðustu bæjarstjómar- kosningar þess efnis að ekki þyrfti að hækka gjaldskrá Fjar- hitunar og í það minnsta ekki meira en sem næmi hækkun launa. Þessum spurningum var einna helst beint til Sigurðar Jónssonar sem m.a. sagði orð- rétt um gjaldskrármál Fjar- hitunar í janúar 1982: „Við höfum haldið því fram að hækkanir megi ekki vera um- fram þær hækkanir sem laun- þegar fá. Það er heila málið”. Er skemmst frá því að segja að Sigurði varð fátt um svör. Helst var á honum að skilja að þetta gæti verið langtum verra ef vinstri menn væru hér enn við völd. Ekki þóttu þessi svör Sigurðar sannfærandi og langt frá því að vera í þeim kok- hreystistíl sem hann notaði í sambandi við gjaldskrármál Fjarhitunar á síðasta kjörtíma- bili. Ekki bætti svo úr skák þegar Bragi Ólafsson lýsti allri ábyrgð á vanda Fjarhitunar nú á hendur þeirri bæjarstjórn sem sat að völdum kjörtímabilið 1974-1978. í þeirri bæjarstjórn var Sigurður Jónsson nefnilega í meirihluta og tók drjúgan þátt í því að móta stefnuna, ekki síst í málefnum Fjarhitunar. Eftir að allt þetta hafði komið frá á fundinum vildi Sigurður sem minnst um mál- efni Fjarhitunar tala enda varla von. —Félagi. „Þetta eru skemmdarverk” Þessi orð lét einn vinur minn sér um munn fara þegar verk- fall sjómanna stóð sem hæst. Vildi hann meina að það væru hrein og klár skemmdarverk að fara í verkfall núna, sérstaklega þar sem að Ioðnan væri í fullu verðgildi og Eyjar væru nú Ioksins að komast inn á kortið sem hagkvæmur löndunar- staður og frysting færi væntan- lega í fullan gang. Að vissu leyti hefur þessi ágæti vinur minn rétt fyrir sér. Verkfall sjómanna var skemmdarverk við efnahag fiskvinnslufólks, útgerðar- manna og þeirra sjómanna sem áttu allt sitt undir loðnunni. Svo ekki sé nú talað um skaðan sem þjóðin bíður vegna þessara verkfalla. En þetta verkfall er ekki upphafið að einni eða neinni skemmdarverkaöldu, hvað þá að það sé endirinn á henni. Stærsta skemmdarverkið gagnvart efnahagslífi og sjálf- stæði þessarar þjóðar var unnið, þegar kjósendur þessa lands kusu að veita þessum fuglum sem með völdin fara í dag fylgi sitt. Mesta meinsemd íslensks sjávarútvegs var þegar erkiklerkur heildsalaklíkunnar á íslandi settist í stól fjármála- ráðherra og negldi gengið til hagsbóta fyrir „frjálsan inn- flutning”. Þá var unnið stórt skemmdarverk á íslandi og ís- lendingum. Sú efnahags- og launamálastefna sem rekin er í þessu landi í dag er einn alls- herjar „terror” gegn þjóð- félagsþegnum, svo það er kannski engin furða þó þeir vinni „skemmdarverk” við og við til að þó ekki nema reyna að eiga fyrir salti í grautinn. —G.K.M. Hver er maöurinn? Hver skyldi hafa viðhaft þessi orð fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í Vest- nrannaeyjum 1978: „Eg vil vara menn við þessum hringlandahætti með skipulagsmálin. Nefndarmenn mega vara sig á því að vera að ákveða þetta í dag og hitt á morgun í skipulagsmálum bæjarins”. (Svör sendist Eyjablað- inu, pósthólf 83 — 902 Vestmannaeyjum). Veistu? — Að þegar vinstri menn voru við stjórn hér í bæ tók það verkamann um 300 klukkustundir að vinna fyrir hitaveitureikningnum yfir árið. Nú tekur það hann yfir 500 klukkustundir að vinna fyrir þessum reikningi. — Að þegar vinstri menn voru við stjórn hér í bæ tók það verkamann um 400 klukkustundir að vinna fyrir barnaheimilisreikningnum yfir árið. Nú tekur það hann 600 klukkustundir að vinna fyrir þessum reikningi. — Að þegar vinstri menn voru við stjóm hér í bæ tók það verkamann 75 klukku- stundir að vinna fyrir fast- eignagjöldunum. Nú tekur það hann yfir 80 klukku- stundir. Þetta kalla sjálfstæöis- menn að minnka álögur á bæjarbúa. Upp- reisnin í mal- bikinu Það vakti furðu mína að ekki skyldi vera að finna neina til- lögu frá minnihluta né meiri- hluta um það að bærinn ætti einhvers konar frumkvæði að því að stuðla að auknu atvinnuöryggi hér í bæ, t.d. með því að vinna að því að undirbúa jarðveg hér svo samkeppnis- iðnaður annar en sjávarútvegur gæti þrifist. Nú fær engum dulist að atvinnuástand hér er búið að vera hörmulegt undanfarin misseri og haldi þessi stjórn áfram um stýrið þá mun ekki vera langt stórra högga á milli að undirstöðuatvinnugreinum þessa lands. Einhverjar tillögur um kann- anir, eða hvað bærinn gæti gert til að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi var ekki að finna í fjárhagsáætlun, eða breytingar- tillögum við hana. Malbik skal það vera heillin, íhaldið vill malbika fyrir 72% eða 24 milljónir af fram- kvæmdafé en minnihlutinn er allt að því byltingarkenndur í sínum tillögum því hann vill malbika fyrir 30 milljónir. Það fer að styttast í það að hver einasta hræða á Eynni geti keyrt búslóðinni um borð í Herjólf á malbikuðum vegum. —G.K.M.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.