Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2
EYJABLADID Ritnefnd: Ragnar Óskarsson (ábm.) Sveinn Tómasson Inga D. Ármannsdóttir Edda Tegeder Björn Bergsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Ríkisstjórnin hefur um tvo kosti að velja Ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar veröur lengi minnst hér á landi því líklega hefur engin stjórn leikið launafólk eins grátt og hún. Allt frá því að stjórnin settist að völdum hefur hún haft sem sitt meginvið- fangsefni að skerða kjör almenns launafólks og fært fjármuni frá þeim sem minna hafa til þeirra sem betur mega sín. Svo harkalega hefur ríkisstjórnin gengið fram við þessa iðju sína að nú blasir lítið annað en gjaldþrot við hundruðum heimila í landinu. Fjölskyldur eru í upplausn og ýmis önnur félagsleg vandamál hlaðast upp sem bein afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar. En lítum nánar á stefnu þá sem ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur fylgt og fylgir enn. Eitt fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar var að lögbinda eina hrikalegustu kjaraskerðingu sem sögur fara af hér á landi. Þessi lögbinding þýddi í rauninni að fjármunir voru fluttir frá launafólki til atvinnurekenda. Launa- fólki var sem sé gert skylt að afhenda atvinnurekendum hluta af lágum launum sínum án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Þessi aðgerð sýndi glöggt hvern hug ríkis- stjórnin bar til launafólks. A sama tíma og vísitölubinding launa var afnumin voru vextirnir látnir dangla eftir lögmálum frjáls- hyggjunnar og peningaaflanna. Með þeim hætti var enn tekið af launafólki og það sem tekið var fært til fjármagnseigendanna. Nú eru vaxtagreiðslur að sliga fjölmarga fjölskylduna, einkum fjölskyldur ungs fólks sem stendur í því að koma sér þaki yfir höfuðið. Á meðan dafna fjármagnseigendurnir, þeir nærast á þeirri ranglátu og óréttmætu vaxtastefnu sem ríkisstjórnin hefur komið á og heldur svo fast í. Einnig þessar aðgerðir sýna glöggt hvern hug ríkisstjórnin ber til launafólks. Og meðan ríkisstjórnin gengur svo hart að almennu launafólki hefur hún fært stórfyrirtækjum fjárfúlgur í formi alls konar skattaívilnana enda má segja að nú ríki gullöld milliliðanna á íslandi. Enn er hér um að ræða aðgerðir sem sýna glöggt hvern hug ríkisstjórnin ber til launafólks. Þannig hefur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hagað seglum allt frá upphafi. Hún hefur tekið af þeim sem minnst hafa og fært þeim sem mest hafa. Og þannig mun stjórnin áfram halda verði ekkert að gert. Því er nauðsynlegt að launafólk rísi upp og stöðvi það órétt- læti seni ríkisstjórnin hefur leitt yfir landsmenn. Launa- fólk verður að sýna samstöðu, hefja kröftuga kjara- baráttu og ekki síður baráttu gegn fjandsamlegri ríkis- stjórn. Höfuðkrafan hlýtur að vera sú að kaupmáttur launa hækki verulega frá því sem nú er, að launafólk fái aftur það sem frá því hefur verið tekið. Þá verður og að gera þær kröfur að vaxtaokrið verði upprætt og svokölluð ránskjaravísitala numin úr gildi. Einnig verður að tryggja að þeir aðilar sem í skjóli úreltra skattalaga eða með svindli hafa komist upp með að greiða engin gjöld til hins opinbera verði látnir greiða sitt til samfélagsins rétt eins og aðrir. Launafólk verður að gera ríkisstjórninni það ljóst að hún hefur um tvo kosti að velja, annað hvort að breyta um stefnu eða að fara frá með skömm. —R.Ó. Húsnæðismál í brennidepli Framhald af 1. síðu Vandinn Sá vandi sem húsbyggjendur standa frammi fyrir er marg- þættur. Fyrst af mörgu mætti nefna, að á uppgangstímum skárri kaupmáttar lagði fólk í byggingar og kaup og tók lán, verðtryggð, eins og gert hatði verið meðan þau voru óverð- tryggð. Þegar það kernur að því að greiða niður verðbólguna með þeim feikna hraða sem reynt var, skertist kaupmáttur um leið og kaupgreiðsluvísitala er tekin úr sambandi, á sama tíma og aðrar vísitölur eru Iátnar mæla. Þá skeður það ein- faldlega að greiðslugetan bregst. Svo kölluð lánskjara- vísitala vex svo hröðum skref- um, að sumir kalla hana „ráns- kjaravísitölu”. Það er með ólík- indum fjandsamleg vísitala, sem með vaxandi dýrtíð, án til- lits til verðbólgu, dregur úr kaupmætti, hækkar húsnæðis- lán. Það er hins vegar rétt, að á meðan menn fallast á það sjónarmið að menn greiði jafnmikil verðmæti og þeir fá Iánuð, sem sagt játast undir verðtryggingu fjárskuldbind- inga, þarf einhvern verðmæli. Miklu nær en lánskjaravísitala væri sérstök „húsnæðisvísi-' tala”, sem tæki einungis tillit til byggingarkostnaðar íbúðar- húsnæðis og fasteignamark- aðar, heldur en vísitölu kinda- kjöts eða brennivíns, eins og nú er í tísku. I þessari sérstöku vísitölu væri nauðsynlegt að taka fullt tillit til launa, sem skuldirnar eru greiddar með, auk þess sem til greina gæti komið að greiða niður vexti og lengja lánstíma. Úrræði Ýmsar tillögur hafa birst til lausnar þessum vanda, og aug- Ijóst má telja að taka þarf til við að bjarga eignum fólks undan hamrinum auk þess sem huga þarf að framtíðarskipulagi, en ekki hef ég trú á því að lán til viðbótar með sömu okurkjör- unt sé annað en gálgafrestur. Lausnir mannkynsfrelsarans Jóns Baldvins, sem ku eiga ís- Iand, eru varla trúverðugar: Að Ieggja eignarskatt á íbúðar- húsnæði 3% á ári og 5% á fyrirtæki. Mér er sem ég sjái það ganga upp. Della. Nokkri þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa flutt frum- varp um þessi mál og benda á tekjuöflun móti kostnaði við aukið fé til þessara hluta. Það er að mínum dómi hugmynd sem má skoða, þó ég sé ekki viss um að nákvæmlega þessi skatttekja sé sú rétta; almenn- ingur borgar brúsann „til syvende og sidst”. Nú hafa „húsbyggjendur í stórvandræðum” myndað mér sér samtök á landsvísu, og sést glöggt af þátttöku, að vandinn er ærinn og bráður. Ekki verður undan því vikist að glíma við þetta vandamál a.m.k. í bráð, en í lengd þarf að taka á mörgum hlutum áður en viðunandi geti talist. Þar á meðal er endurskoðun á stjórn peningamála í landinu, sú stjórn hefur um alllangt skeið orðið til athlægis, eins og sést hefur og heyrst af lands- þekktu sparifjárkapphlaupi og öðru skyldu. Þjóðin hefur nú gert sér grein fyrir að verðbólga er mikill bölvaldur, en fóðrun hennar verður að taka enda. Fólk hefur ekki efni á að ala slíkt gæludýr. —G.S. Eru verkföll úrelt? Það er hálf ömurlegt til þess að vita að hvað eftir annað þurfi að koma til verkfalla fólks sem tæpast á til hnífs og skeiðar. Hvað gerist svo að loknu hverju verkfalli? Allir standa upp aftur misjafnlega glaðir og ánægðir, en oftast finnst mönn- um eitthvað hafa þokast í átt til bættra Iífskjara. Þá fylgir undantekningalaust hið hefðbundna bakslag sern felst í botnlausum hækkunum nauðsynjavara s.s. matvöru, rafmagns og hita o.fl. Allar þessar hækkanir hafa síðan þau miður heillavænlegu áhrif að lánskjaravísitalan illræmda hækkar, skellur eins og hol- sketla yfir fólk og leiðir til þess að vonleysið knýr dyra á nýjan leik. Flestir virðast sammála um að verkföll séu að miklu leyti úrelt fyrirkomulag en jafnframt komin til af illri nauðsyn. Og víst er að þeim sem bíða eftir því að verkföll skelli á finnast vinnubrögðin á stundum harla furðuleg. Deiluaðilar sitja þá tíðum dögum (ef ekki vikum og mánuðum) saman aðgerða- lausir og svo þegar verkfall skellur á eru ntál oft í slíkum hnúti að óleysanlegt sýnist. Hvaða sanngirni er það t.d. að sjómenn þurfi að eyða vikum í að ná fram þeirri smánarleið- réttingu sem þeir fengu á sínum kjörum? Allir viðurkenna að sjómenn eiga skilið mun meira en þeir bera úr bítum fyrir sína vinnu. Umfram allt þyrfti þó að tryggja þeim jafnari tekjur og tryggari og til þess er rökrétt- asta leiðin að hækka kaup- tryggingu verulega. Gjald- heimtufyrirkomulag okkar bitnar Iíka sárast á sjómönnum þar sem uppgrip eitt árið geta hreinlega gert þá að öreigum hið næsta. Finnst mér furðulegt að þeir hafi ekki látið meira í sér heyra á þeim vettvangi. Ég held að það beri orðið brýna nauðsyn til að endur- skoða fyrirkomulag á lausn vinnudeilna. Væri t.d. hugsan- legt að koma á fót e.k. alls- herjar kjaranefnd sem hrein- lega skammtaði öllum stéttum laun. Þetta gengur þannig fyrir sig hjá t.d. þingmönnum, hæsta- réttardómurum og fleirum og er ekki að sjá að þeir þurfi að svelta af sínum launum. Þetta er aðeins ein hugmynd að hugsanlegri breytingu á þessum málum og ugglaust eru til aðrar og miklu betri leiðir, en því miður held ég að það hreinlega verði að breyta þessu fyrirkomulagi hjá okkur því það eru allir búnir að fá sig margfaldlega fullsadda á verk- föllum og afleiðingum þeirra. Guðmundur Jensson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.