Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 3
Hernám hugarfarsins Jón Baldvin Hannibalsson nýr formaður Alþýðuflokksins sveitist nú blóðinu í fjöl- miðlum, til þess að auglýsa sjálfan sig. Hann hefur notað þing Norðurlandaráðs til að ráðast mjög svo ósmekklega að frændum okkar og gestum sem hér voru staddir í fyrri viku. Sérlega er honum í nöp við flokksbræður sína norræna. Og frír þeim hugar. Þeir skaki ekki atómvopnin nógu duglega, eða bara alls ekki. Öll friðar- umræða er honum eitur í beinum. Hann á nú orðið íslandsmet í dýrkun á her- mennsku og er búinn að slá út læriföður sinn í kaldastríðs- umræðum, Geir Hallgrímsson. Enda eru flokksbræður hans á norðurlöndum ekki í vafa hvar þessi maður sé staddur stjórn- málalega, sem sagt Ultra- hægrimaður. Ekki sá Kristur það fyrir á sinni tíð að hin fleygu orð hans: „Sælir eru friðflytjendur því þeir munu Guðs synir kallaðir verða”, yrði seinna snúið á þann veg að hugtakið friðar- sinni yrði notað sem skammar- yrði af skammsýnum stjóm- málamönnum sem vitandi eða óafvitandi stefna öllu mann- kyninu á helgigönguna til Golgata. Það vita allir sem vilja vita að þúsundir ungmenna sitja nætur og daga við stjóm- tæki dauðans. Rofaborðin sem greypt eru í jörðu niður austan og vestan Atlantsála. Þar sem taugaveiklaðir sérfræðingar í tölvutækni bíða skipunar að ofan um að ræsa þennan hryll- ing. Hrylling sem myndi eyða öllu mannkyninu, því svo mikið er til af ógnarvopnum að jafn- vel þótt annað risaveldanna myndi einhliða afvopnast, og hitt nota tækifærið og sprengja óvininn aftur í steinöld myndi það risaveldi grafa sér gröf. Gröf í mynd geislavirkni, kjarnorkuvetrar og eitraðrar Olafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð Árni Johnsen jarl af Surtsey og núverandi þingmaður, hélt sérkennilega tölu á Norður- landaráðsþingi sem haldið var í vikunni er leið: „Sagt hefur verið um íslendinga sem tala dönsku vel, að þeir séu annað hvort skrítnir eða kratar”. Og áfram: „íslenskan er grunnmál á Norðurlöndum og það er sama fyrir íslendinga að tala skandinavísku og að blanda kók út í koníak”. Um fyrri málsgrein Árna er það að segja að menn geta bæði verið kratar og skrítnir, í öðru lagi krati og yfir okkur öllum verðum við að sameinast um að fjarlægja. Rökræður um það hverjum ástandið er að kenna er fánýtt hjal. Nú er það eitt sem dugar að nota það sem við eigum öll ef vel er leitað, hina rökréttu hugsun. Sagt hefur verið að við notum 5% af þeim möguleik- um sem heili okkar býr yfir, og að maður sem kallast getur „sjéní” hafi komist upp á lag að nota 15% af guðsgjöfinni. Ekki efa ég það að maður sem gefur sér tíma í alvöru til að hugleiða þessa hluti, kemst að því að nú er mælirinn fullur. Annað hvort útrýmum við kjarnorkuvopn- um eða þau okkur. Sig. Sig. frá Vatnsdal. FRAMKÖLLUN auglýsir: Kæru viðskiptavinir! I dag er verslunin lokuð. A morgun, föstudag, opnum við að Bárustíg 9. — Verið velkomin — Hvað eru kratar margir í Eyjum? fæðu, sem einnar væri völ. Svo langt gengur blindni manna um þessa hættu að sumir gera allt til að vera ekki kallaðir sósíal- istar að ég tali nú ekki um kommúnistar. Að mæla með auknum hernaðarumsvifum hér á landi kallar á meiri hættu fyrir okkur hér á landi. Það sem þjóðir heimsins þyrftu að gera væri að koma risaveldunum burt úr öllum herstöðvum sem þær setja hjá öðrum þjóðum. Þannig að þær hefðu hvorugar höggdeyfi að öðrum þjóðum. En það hefur sannast í allri sögu mannkyns að þeir sem tala digurbarka- legast og skaka vopnin mest, þurfa oftast að hafa með sér aukanærbuxur þegar að á hólminn er komið. Það Demoklesarsverð sem vofir Á borgarafundi um veggi, hitaveitu og malbik sem haldinn var í Samkomuhúsinu á hvíldardegi fyrir nokkru, komust bankamálin aðeins í umræðuna, þó svo að allir flokkar virtust hafa „pró- grammerað” sína menn þannig að hún ætti helst ekki að koma upp á borðið. Undirritaður spurði meðal annars hvort ekki væri óeðlilegt að 3 (eða eru þeir 4?) fulltrúar í ráðum Sparisjóðs og banka hér í bæ tækju ákvörðun um það hvort bæjarstjórn vildi gangast í því að fá hingað nýjan banka. Taldi ég, að eðlilegra hefði verið að víkja sér úr sæti sínu svo að nokkurn veginn for- dómalaus afstaða gæti fengist til málsins. Minntu vinnubrögð bæjarstjórnar mig á það sem myndi gerast ef fulltrúa í stjórn Kaupfélagsins yrði falið að segja til um hvort rífa ætti Tangann eins og hann leggði sig og svar hans væri bindandi fyrir framkvæmdavaldið. Það varð fátt um svör, nema hvað flutningsmenn bankatil- lögunnar sögðu að fordæmi væru fyrir því að menn vikju úr ráðum eða nefndum ef málin væru talin þeim og skyld. Þorbjörn Pálsson sté einnig í pontu og tilkynnti að hann hefði boðist til að víkja úr sæti sínu meðan afgreiðslan færi fram, en þá fór í verra, því Guðmundur Þ.B. Ólafsson situr í einhverju ráði í Útvegs- bankanum! Svo Þorbjörn gat ekki skipt um sæti við hann. Nú sit ég bara og bíð eftir að einhver segi mér hvert hinir hafi flúið sem skipuðu lista krata í bæjarstjórnarkosning- um þeim sem fram fóru síðast í Eyjum. Kannski eru Eyjamenn ekki jafn ginkeyptir fyrir froðu- snakki og aðrir íbúar þessa lands? " —G.K.M. Sofandahátturinn má ekki halda áfram Það hefur engum dulist, sem nennt hefur að lesa blað sjálf- stæðismanna, Fylkir, að sjálf- stæðirmenn hér í bæ eru langt í frá að vera sameinaðir í þeim stefnumálum sem upp hafa komið. Valdníðsla og yfir- keyrslur virðast vera þar dag- legt brauð. Það er því alveg makalaus sofandahátturinn sem ríkt hefur í herbúðum minnihluta þeirra sem bæjar- stjórn mynda hér í bæ. Á þetta við um alla flokkana. Eru það nú tilmæli mín að menn fari að taka sig saman í andlitinu og gera eitthvað í því að koma þessum mönnum frá, eða, a.m.k. benda á vitleys- urnar sem meirihlutinn er að gera, á prenti. Það dugar ekki að sitja heima í fýlu eða tuða eitthvað á mannamótum og í kunningjahópi. Virk barátta er það sem með þarf. Og fyrir alla muni minnihlutamenn, hættið að bera saman útsvarsprósent- una, berið heldur saman hvort það væri léttara að borga 12,5% í tíð vinstri meirihluta eða 10,7% í dag. Við því er klárt svar, það er erfiðara að borga útsvarið sitt í dag og þá þarf ekkert að rífast um það meir. Það er af nógu að taka þar sem vitleysan er hjá sjálfstæðis- mönnum, og það þarf ekkert að vera að kalla það klúður, stefna þeirra byggist upp á vitleysu. Hafið þið t.d. ekki heyrt slag- orðið: „Stétt með stétt?”. Það slagorð tilheyrir hinum grísku tragi-komísku, eða grátbros- Iegu leikritum. Og einn enn, svona í lokin: „Þjóðin verður að vinna sig út úr vandanum”. Þetta sagði Þorsteinn, en hann sagði aldrei hvor þjóðin ætti að gera það. Steingrímur sagði það ekki heldur, en það er allt í lagi við vitum núna hvor þjóðin það er. —G.K.M. ekki skrítinn eða skrítinn og ekki krati (samanber ræðu- manninn sjálfan). Og fet nú að vandast málið. Um hinaseinni, íslenskan er sannarlega grunn- mál á Norðurlöndum (utan Finnlands) eins og Árni segir réttilega. En samlíkingin um Iandann sem talar skandina- vísku og finnst hann vera að blanda saman göfugum miði og sulli er nokkuð langsótt, sér- lega af hendi Árna Johnsen samanber yfirskrift þessara orða. —S.S.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.