Eyjablaðið - 01.05.1985, Side 1

Eyjablaðið - 01.05.1985, Side 1
I tgcfandi: AlþVðuhandalagið i \ estmannaevjum 5. tölublað Vestmannaeyjum, 1. maí 1985 45. árgangur 1. MAI! Á hátíðisdegi verkafólks um heirn allan, verður fólki hugsað til uppruna þessa dags sem baráttudags verkalýðsins. Á öldinni sem leið vor tveir verkamenn myrtir af lögreglunni í Chicago í Bandaríkjunum þann dag. Frá þeim degi ákváðu verkamenn í Bandaríkjunum að gera þennan dag að baráttudegi sínum og rauða fánann að tákni fyrir þær blóðsúthellingar sem það hefur kostað verkafólk að ná fram bættum kjörum. I minningu þessara manna og þúsundum annarra sem látið hafa lífið í baráttu fyrir rétti hins vinnandi fólks, er þessi dagur orðinn alþjóðlegur baráttudagur. Víða um heim fer fólk í kröfugöngur og ber spjöld með kröfum sínum, margar af þessum kröfum sem fyrst litu dagsins ljós á spjöldum þessum, teljum við nú sjálfsagða hluti í dag, en þótti argasta ósvífni á þeim tíma. Aftur á móti eiga margar kröfur okkar langt í land. Hvað með kaupmáttar- tryggingu? Hvað með mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku? Hvað með rétt- indi foreldra vegna veikinda barna sinna? Hvað með skattfríðindi fyrir verkafólk sem oft þrælar myrkranna á milli til að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið? Hvað með húsnæðismál verkafólks? Það lýsir kannski best hug bæjarstjórnarinnar okkar til verkafólks í þessum bæ, að nú nýlega felldi hún tillögu um byggingu verkamanna- bústaða og kom þannig í veg fyrir að verkafólk í Vestmannaeyjum sitji við sama borð og félagar þess í öðrum byggðar- lögum. Þetta eru kröfur sem við verkafólk verðum að fylgja fast eftir og ná fram. En eftir höfðinu dansa limirnir því ríkisstjórn atvinnurekenda hefur sýnt hug sinn í verki, í garð hins vinnandi fólks, með afnámi vísitölu á laun, og kaupmáttarskerðingu upp á 30%, hávaxtastefnu sem er búin að koma fjölda húsbyggjenda og húseigenda á vonarvöl. Atvinnuöryggið sem ríkisstjórnin lofaði, hefur fiskvinnslufólk víða um land orðið áþreifanlega vart við — eða hvað? Félagar, er ekki mál til komið að snúa við þessum skipulagslausa flótta verkafólks, undan yfirgangi peningaaflanna í landinu í öfluga sókn? Með samstöðu hefur verkalýðshreyfing- in ávallt sannað að hún er sterkasta aflið í þjóðfélaginu. Vilji er allt sem þarf! Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum. Saumastofan S.l. sunnudag frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja leik- ritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson undir leik- stjórn Emils Gunnars Guð- mundssonar. Leikritið var fyrst flutt 1975 og hefur síðan farið víða og fengið góðar undirtektir. Viðfangsefni leikritsins er fyrst og fremst reynsla sex ólíkra kvenna sem kannski eru í raun ekki svo ólíkar þegar allt kemur til alls. Konurnar á saumastofunni eyða dagstund til að gleðjast saman og segja jafnframt hver sína lífsreynslu- sögu. Sýningin tókst í heild sinni mjög vel og leikurunum og leikstjóra tókst að halda atburðarásinni samfelldri svo að aldrei sköpuðust dauðir kaflar í sýningunni. Allar hrevfingar um sviðið voru vel skipulagðar og leikararnir greinilega öruggir og vel agaðir í þeim efnum. Óhætt er að fullyrða að nær undantekningarlaust gerðu leikararnir hlutverkum sínum góð skil. Raddbeiting þeirra var með þeim hætti að vel heyrðist út í salinn. Reyndar kom fyrir á köflum að nokkuð erfitt var að nema texta í söngvunum en yfirleitt komust þeir vel til skila. Salurinn var mjög góður og hlýtur það að hvetja leikarana. Klapp áhorfenda í miðjum atriðum virkaði þó stundum fremur truflandi. Hlutverk í saumastofunni eru mörg og eru flest þeirra skipuð nýjum leikurum, þ.e. leikurum sem sjaldan eða aldrei hafa birst á fjölunum hér fyrr. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni fvrir Leiícfélagið að fá til liðs við sig nýja leikara eins og nú hefur gerst. Ólöf gerði hlutverki sínu góð skii. Hún var örugg og tókst sérstaklega vel að koma söng- textanum til skila. Guðbjörg og Vigdís sýndu einnig góðan og sannfærandi leik. Inga átti góðan leik þó sér- staklega í atriðinu þar sem vísað er aftur í tímann. Jóna og Asta eru greinilega upprennandi Ieikkonur. Þær voru mjög öruggar á sviðinu og léku stundum eins og þaulvanir og vel skólaðir leikarar. Leik- félaginu er mikill fengur í fram- lagi þeirra. Einar komst nokkuð vel frá sínu hlutverki. Á stundum var hann þó ekki alveg nógu sann- færandi en hann bætti það upp annars staðar. Magnús er gamalreyndur í bransanum og stendur alltaf vel fyrir sínu. Ósvaldur var reglulega „töff" gæi í hlutverki sínu. Honum tókst vel upp. Á kötl- um kom textinn reyndar ekki alveg nógu skvrt fram. Hrafn komst þokkalega frá sínu hlutverki, einkum hlut- verki drykkjumannsins. Þá túlkaði Jóhannes Ágúst frá- bærlega vel hlutverk Gústa. Yngsti leikarinn, Magnús Gíslason, stóð sig með prýði. Hann á án efa eftir að birtast oft á fjölunum þegar fram líða stundir. Leikmyndin var mjög einföld en þrátt fyrir það skemmtileg. Lýsingin var góð, sérstaklega í þeim atriðum þar sem farið er úr samtíð í fortíð. Hljómlistar- mennirnir skiluðu og sínu með prýði og það fyrirkomulag að láta þá vera baka til á sviðinu kom vel út. Að sýningu lokinni má full- yrða að Leikfélagi Vestmanna- eyja hafi enn einu sinni tekist mjög vel upp. Þeir sem að sýn- ingunni standa mega vera ánægðir með útkomuna. Sér- staklega er ástæða til þess að geta þáttar Ieikstjórans í sýn- ingunni. Greinilegt er að hann hefur náð frábærum tökum á viðfangsefninu og tekist vel að virkja hæfileika leikaranna. Útkoman úr þessu öllu saman er góð sýning, enn einn sigur í safn Leikfélags Vestmanna- eyja. —R.Ó. 1. MAÍ HÁTÍÐAHÖLD I tilefni 1. maí standa verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum fyrir hátíðahöldum sem hefjast í Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með dagskrá: 1. maí ávarp: Vilborg Þorsteinsdóttir. Náttsól skemmtir. Ræða: Jón Kjartansson. Tenórsöngvarinn Einar Gunnarsson syngur við undirleik Helgu Magnús- dóttur. — Kaffisala frá kl. 15:00 — Nefndin.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.