Eyjablaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Óskarsson (ábm.) Sveinn Tómasson Inga D. Ármannsdóttir Edda Tegeder Björn Bergsson Útgefandi: Alþýðubandalagiö í Vestmannaeyjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Rekum flóttann í dag, 1. maí, er rétt að minnast þess að þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum vorið 1983, var hún mynduð um þá stefnu að afnema vísitölubindingu launa. Með því að hætta að verðbæta launin, en halda áfram fullri verðtryggingu á lána- skuldbindingum fólks, tókst ríkisstjórninni að koma niður verðbólgu, en hitt stóð eftir að kaup hins almenna launamanns rýrnaði um þriðjung á örskömmum tíma. Þannig greiddi launafólk og það eitt niður verðbólguna, og mátti þola bótalaust eitt mesta kjararán í íslenskri sögu. Hinsvegar varð vel flestum Ijóst að þannig gat ekki gengið árum saman að verð á vöru og þjónustu auk lánsfjármagns hækkaði margfaldlega án þess að kaup hækkaði að sama skapi. Með þessum gérræðislegu lögum á vordögum 1983 um bann við vísitölubindingu launa, sem þó hafði verið forsenda kjarasamninga á vinnumarkaði um margra ára bil, fylgdi ríkisstjórn braskara og ríka fólksins eftir þessari stefnu sinni. Á undanförnum mánuðum hafa stjórnarherrarnir fengi að finna fyrir afleiðingum af þessari óheillastefnu sinni. Efnahagslífið á landsbyggðinni er í algerri upp- lausn, heimili fjölmargra launamanna berast í bökkum og fylgið hrynur af ríkisstjórnarflokkunum samkvæmt skoðanakönnunum. Og þá fyrst er komið að tungumáli sem þessir herrar skilja. Þá rann upp tímabil játninganna, — það voru sem sé mikil mistök að láta lánskjaravísitölu vaða áfram, meðan launin sátu eftir strax í upphafi stjórnar- tímabilsins, viðurkennir sjálfur forsætisráðherrann. Að sjálfsögðu er ríkisstjórnin ekki það skyni skropp- in, að hún átti sig ekki á því að gerræðislögin um bann við vísitölubindingu launanna gátu ekki staðist lengur. Pingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa því ákveðið að kippa þessum hornsteini stjórnarstefnunnar undan henni. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að falla frá banni við vísitölubindingu launa eftir 1. júní n.k. Verkalýðshreyfingin hefur alltof lengi átt undir högg að sækja. Mál er að linni og snúa vörn í sókn, og vinna aftur það sem tapast hefur á undanförnum tveim árum. Pað er hægt ef allir launþegar standa saman í órofa fylkingu, og þar er ósk mín og von á þessum baráttudegi að það muni takast. —S.T. AUGLÝSING um skoðun ökutækja Þann 19. apríl átti að vera búið aö færa til skoðunar allar bifreiðar með skrásetningar- númerið V-1800 og lægra. Umráðamenn ökutækja eru alvarlega áminntir um að færa bifreiðar sínar nú þegar til skoðunar, hafi slíkt verið vanrækt. Þegar hefur verið hafist handa um að taka óskoðaðar bifreiðar úr umferð. LÖGREGLUSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM Kristján Torfason Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum hamingjuóskir 1. maí ’85 Kaupfélag Vestmannaeyja * * Utvegsbanki Islands Sparisjóður Vestmannaeyja Skipaafgr. Friðriks Óskarssonar Olíufélagið Skeljungur Samtog Kjarni Reynistaður Skipaviðgerðir Skipalyftan Bensínsalan Klettur Vinnslustöð Vestmannaeyja ísfélag Vestmannaeyja Fiskiðjan h.f. Fiskimjölsverksmiðjan í Vm. Vestmannaeyjabær Eyjablóm Lífeyrissjóður Vestmanneyinga E.P.-innréttingar Flötum 25 Músík & myndir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Vídeóklúbbur Vestmannaeyja Eyjataxi/Áhaldaleigan Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar Stefánssonar Börkur Samtakamátturinn er mikilvægastur Framhald af 4. síðu — Þú sagðir áðan að hinn almenni launamaður væri nú nánast áhugalítill um sín kjara- mál. Hvers vegna er þetta svona? — Líklega er þetta svona vegna þess að fólk hefur það almennt betra nú en áður fyrr. En þrátt fyrir það að svo sé verður verkafólk sífellt að vera á verði og það má aldrei sofna í kjara- baráttunni. Verkafólk verður að láta í sér heyra, sækja fundi og sýna samstöðu því að á þann eina hátt næst árangur. — Hvað með bilið milli ríkra og snauðra, hefur það minnkað með árunum? — Pað er kannski erfitt að segja til um bilið. Á atvinnuleysis- árunum hér áður ríkti hins vegar raunveruleg fátækt á fjöldamörgum alþýðuheimil- um, því atvinnuleysið kom auðvitað harkalegast niður á verkafólki. Ég man t.d. eftir því að 1939, þegar ég kom hingað eftir síldarvertíð á Siglufirði, var enga vinnu að hafa hér. Allt það haust og fram á vetur fékk ég atvinnubótavinnu sem nam einni viku og við þau kjör var afar erfitt að búa. Nú í dag eru kjör verkafólks slæm og ríkisstjórn sú sem nú situr hefur margsýnt það og sannað að hún er andsnúin þeim sem við lægst kjör búa. Og ég held að kjörin eigi ekki eftir að batna meðan þessi ríkis- stjórn situr. — Hvernig voru samskiptin við atvinnurekendur á þeim árum sem okkur hefur hér orðið tíð- rætt um? — Pau voru auðvitað misjöfn. Ég skal segja þér dæmi um þetta. Ég var þrjár vertíðir með Þorsteini í Laufási á Unni. Hann seldi ýsu og smálúðu beint til Englands þar sem þessar tegundir voru ekki unnar hér. Af þessari sölu greiddi Þorsteinn okkur skip- verjum sanngjarnan hlut refja- laust. En þannig komu nú ekki allir fram. Á vertíð 1937 seldi kaupmaður nokkur hér í Eyjum ýsu, smálúðu og annað ,,dót” til Englands m.a. fyrir mig og nokkra aðra. í lok ver- tíðar kallaði hann á okkur til að gera upp. Við fengum að sjá reikninga og allt tilheyrandi. En viti menn, hlutur okkar var kr. 8,60. Við urðum undrandi því í raun réttri hefðum við átt að fá ekki minna en 50-60 kr. í hlut. Ég og félagi minn einn gengum út frá kaupmanninum án þess að taka við greiðslunni. Já, þannig gátu samskiptin verið misjöfn. — Þegar þú lítur um öxl og rifjar upp fyrir þér verkalýðs- baráttuna í gegnum tíðina, hverja telur þú þá hafa verið mestu sigra og ósigra verkalýðs- hreyfingarinnar? — Það er kannski ekki beint hægt að tala um ósigra í þessu sambandi. Öllu heldur má segja að oft hafi of lítið áunnist í hvert sinn gegnum tíðina. En stundum hafa líka unnist sigrar sem við njótum enn í dag. Ég tel t.d. að þegar verkalýðshreyf- ingin náði fram atvinnuleysis- bótum hafi hún unnið einn sinn stærsta sigur. Auðvitað þykir

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.