Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjuni 6. tölublað Vestmannaeyjum, 16. maí 1985 45. árgangur Dálítið um bankamál Að gefnum tilefnum að FYRIRSPURN JÓHÖNNU Fréttamaður sjónvarpsins var að vanda vel á verði fyrr í vetur á Alþingi, þegar Jóhanna Sigurðardóttir (krati), lagði fram fyrirspurn varðandi stærstu lántakendur í bönk- unum o.fl. í þeirri umræðu lét ég það m.a. í ljós, að ég gæfi ekki neinar upplýsingar um það, og var átalinn fyrir af Jóhönnu, Guðrúnu og áhuga- sömum „skríbent" í Dagblað- inu, sem ekki hafði áhuga á að kynna sér hvað hafði verið sagt, skrifaði hins vegar bjánalegar athugasemdir og útleggingar, sem hæfðu honum vel. Illa upp- lýstur blaðamaður á Þjóð- viljanum skrifaði lesendabréf, sem ekki tók því að ansa. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að bankaráðsmenn hafa ekki heimild til að gefa slíkar upplýsingar um viðskiptamenn bankans; í lögum um Útvegs- banka íslands nr. 12 frá 1961, segir svo í 17. grein: „Banka- ráð, bankastjórar og allir starfs- menn bankans eru bundnir þagnarskyldu um allt það, er snertir hagi viðskiptamanna bankans og þeir fá vitneskju um í starfi sínu." I lögum um aðra banka eru Fréttatilkynning Tímaritið Þroskahjálp 1. tbl. 1985 er komið út. Útgefandi er Landssamtök Þroskahjálpar. í ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróð- leik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Viðtal við Ragnar Gunnarsson, sál- fræðing, sem er fatlaður maður og býr í Danmörku. Ragnar segir á skemmtilegan hátt frá uppeldi sínu í Skagafirði og frá störfum sínum með foreldrum fatlaðra barna og námskeiðum með fötluðum. Halldór Júlíusson, forstöðu- maður Sólheima skrifar grein sem hann nefnir „Hugleiðing um stefnu og stefnumótun" og Hrafn Sæmundsson, atvinnu- málafulltrúi skýrir frá starfi SAFÍR-hópsins. En það er hópur aðstandenda fatlaðra í Reykjaneskjördæmi. Frásögn af málefnum fatl- aðra á Suðurlandi í grein sem nefnist „Rölt milli staða" og þýdd grein um frumumeðferð m.a. á börnum með Down's syndrome. Greinin birtist í þýðingu Elísabetar Kristins- dóttur. Þá eru fastir þættir á sínum stað s.s. „Af starfi samtak- anna". Tímaritið Þroskahjálp, sem kemur út fjórum sinnum á ári, er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Askriftarsíminn er 91-29901. samsvarandi ákvæði, og í frum- varpi um viðskiptabanka, sem liggur fyrir þinginu, er hvergi slakað á.í þessu efni. Þarna hafa menn það. Það gefur auga leið, að þing- menn í bankaráðum ættu síst og síðast allra að gefa upplýsingar um viðskiptamenn bankans og enn síður á Alþingi, því þeir sem setja lögin eiga ekki að brjóta þau á sjálfu löggjafar- þinginu. Þeir sem átelja þingmenn í þessari stöðu fyrir að gefa ekki slíkar upplýsingar, eru að krefjast lögbrota af þeim og þess að þeir sýni ótrúmennsku með að brjóta þagnarheit. UM „LAUNAAUKA" BANKASTJÓRA Um þennan þátt hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum und- anfarnar vikur, og óþarft að hafa um það mörg orð til við- bótar, nema um þátt kratanna í málinu; þeir hafa þóst vera sem helgar meyjar þetta varðandi - það fer þeim illa. Það er fyrst til að taka, að kratar komu þessum fríðindum á laggirnar á sínum tíma (1970) og í annan stað varð bankaráð Landsbankans fyrst til að samþykkja „launaaukann", þar sem krati sat á bekk og samþykkti athugasemdalaust. í mínum banka Ú.í. sam- þykktu allir bankaráðsmenn orðalaust það sama, nema ég var einn á móti. Ég get vel skilið sjónarmið hinna, en ég var einfaldlega annarrar skoðunar. En hvað skeður svo? Samkvæmt Alþýðublaðinu er fulltrúi krata í bankaráðinu, sem samþykkti launaaukann „alsaklaus" í málinu, vegna þess að hann flutti nokkrum vikum síðar tillögu á röngum forsendum, en sá eini sem sagði nei, er talinn „vilja halda í ó- sómann og sukkið" eins og blaðið kemst að orði. Það er ekki ólíkt krötunum að snúa öllu á haus. Samkvæmt Alþýðublaðinu var tillagan svohljóðandi: „Hinn 1. mars sl. samþykkti bankaráð Útvegsbanka Islands nýja skipan á greiðslum vegna bílastyrks bankastjóra Útvegs- bankans. Bankaráð telur sam- þykktina byggða á ófull- nægjandi uppiýsingum og því ótímabæra. Þess vegna sam- þykkir bankaráð Útvegsbanka Islands að nema úr gildi áður- nefnda samþykkt." Staðreyndin er hinsvegar sú, að allar upplýsingar voru full- nægjandi, svo tillagan var byggð á röngum forsendum, og því ósamþykkjanleg, og lagði ég fram bókun þetta varðandi. Mín afstaða hafði auðvitað ekkert breyst. Hafi samþykktin verið „tímabær", hvers vegna var hún þá „ótímabær" þrem vikum liðnum? Alþýðublaðið segir enn fremur (orðrétt): „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags (!) í bankaráði Útvegsbankans felldu tillögu fulltrúa Alþýðu- flokksins og vildu bara „fresta". Hvaða frestun var þetta? Bankaráðinu barst bréf frá bankamálaráðherra þar sem farið var fram á tvennt: í fyrsta lagi, að bankaráð gerði grein fyrir „Iaunaauka- málinu", og í öðru lagi, að fresta skyldi framkvæmd launaaukans. Var nokkur leið að neita þessum tilmælum ráðherrans? Það fannst mér ekki, síður en svo, enda hafði mín afstaða ekkert breyst, eins og fyrr segir. Alþýðublaðinu tókst hins vegar að snúa öllu við í svo vitlausri grein, að Jón Baldvin hefði getað verið höfundurinn. Um „hlunnindi" af þessu tæi má svo skrifa aðra grein efvill. Garðar Sigurðsson Hugleiðingar A hátíðis og baráttudegi verkafólks vöknuðu margar spurningar. Hverju höfum við áorkað? Hvernig er kökunni skipt? Eru stéttarfélögin óþörf? Hvað ber framtíðin í skauti sínu? Sjálfsagt svara menn hver fyrir sig og svörin verða jafnmörg mönnunum. Vissulega hefur hin róttæka barátta verkalýðsins skilað okkur mjög svo framávið. Nægir þar að nefna almanna- tryggingar og vökulög. Það er nöturleg staðreynd að á sama „Snót" með aðalfund Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Snótar, var haldinn 19. apríl s.l. Fundinn sóttu 55 konur. Eins og fram kom í skýrslu stjórnar, var mikil gróska í starfsemi félagsins árið 1984. Ymsar fyrirspurnir komu fram þegar reikningarnir voru ræddir, öllum spurningum var skilmerkilega svarað og voru reikningarnir síðan samþykktir einróma og athugasemdalaust. Tillaga stjórnar og trúnaðar- mannaráðs um konur til trún- aðarstarfa næsta kjörtímabil var samþykkt án breytingar- tillagna. Tvær konur báðust undan endurkjöri í stjórn félagsins, þær Sjöfn Ólafsdóttir og Ólöf Bárðardóttir, vegna anna og flutnings úr bænum, þeim voru þökkuð góð störf í þágu félags- ins. Stjórn Snótar næsta kjör- timabil skipa eftirtaldar konur: Formaður Jóhanna Friðriks- dóttir, varaformaður Vilborg Þorsteinsdóttir, ritari Kristín Helgadóttir, gjaldkeri Margrét Júlíusdóttir, meðstjórnandi Vigdís Rafnsdóttir. Trúnaðar- mannaráð skipa: Guðný Gísla- dóttir, Kristín Frímannsdóttir, Ása Friðriksdóttir, Matthildur Sigurðardóttir. Stjórn og trúnaðarmannaráð bar fram eftirfarandi tillögu um breytingu á félagsgjöldum: „Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Snótar, haldinn 19. apríl 1985, samþykkir að frá 1. maí 1985 verði félagsgjöld 1% af öllum launum. Hámarks- gjald skal vera kr. 2.800,- fyrir árið 1985 og tekur hækkunum eins og launaliðir. Endur- greiðsla umframgjalda fer fram á skrifstofu félagsins, þegar ársuppgjör liggur fyrir." Þessi tillaga var samþykkt með 38 atkvæðum gegn 14, einn seðill var auður. Atkvæða- greiðslan var leynileg. J.F. tíma og örorku- og ellilífeyris- þegar líða næringarskort þá er Nordölum og öðrum fyrir- mönnum þjóðarinnar rétt svo sem þrenn verkamannslaun á ári í bílastyrk. Vafalaust eru sultarólar á bílunum þeim í stað öryggisbelta. Já það er brýnt nú sem aldrei fyrr að verkafólk sé virkt í starfi sinna stéttarfélaga. Brýnt vegna þess að nú sem aldrei fyrr æðir íhaldið fram til árása á hagsmuni verkafólks. Hvet ég fólk sérstaklega til að íhuga árásirnar á heilbrigðis- kerfið, frjálsan samningsrétt og menntakerfið. „Þekkingin mun gera yður frjálsan" var sagt í upphafi aldarinnar og vissulega stendur sá boðskapur undir nafni enn í dag. Þekking á með- ferð og gæðum þeirrar vöru sem við meðhöndlum, þekking á sögunni, landinu og um- heiminum. Já og þekking á mannlegum samskiptum. Allt eru þetta meðal brýnustu hagsmunamála verkafólks til sjávar og sveita. Auðævin eigum við öll. Við skulum gera það að skallabjartri minningu að fámenn valdaklíka ráðskist með framtíð okkar og hags- muni, þar sem auðævi nátt- úrunnar eru. Já, að liðnum al- þjóðlegum baráttudegi verka- fólks má margt segja. í mínum huga er þó vonin um frið efst á blaði. Verkafólk þarf að berjast í æ ríkara mæli fyrir lífi og framtíð barnanna sinna. Já taka upp sið vitringanna á Betlehemsvöllum forðum og boða frið og frelsi á jörð. Hin kúgaða stétt þarf að rísa upp voldug og sterk og gera kjörorðin um frelsi, jafnrétti og bræðralag að veruleika. Þorfinnur Karlsefni. Af flokks- starfinu Dagana 12.-14. apríl s.l. gekkst Alþýðubandalagið á Suðurlandi fyrir ráðstefnu um atvinnumál. Ráðstefnan var haldin í Hveragerði og sóttu hana fulltrúar allra Alþýðubandalagsfélaga á Suðurlandi. Héðan úr Eyjum fóru 5 félagar á ráð- stefnuna.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.