Eyjablaðið - 06.06.1985, Page 1

Eyjablaðið - 06.06.1985, Page 1
EYJABLA Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 7. tölublað Vestmannaeyjum, 6. júní 1985 45. árgangur Undarleg uppákoma Eins og bæjarbúum er kunnugt, hefur meirihluti sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm staðið í vegi fyrir því, að hafnar verði byggingar verkamanna- bústaða hér í bæ, þrátt fyrir þá staðreynd að þetta er nálega eini möguleiki ungs fólks til að eignast þak yfir höfuðið. í krafti síns stóra meirihluta í bæjarstjórn hafa þeir marg- sinnis fellt tillögur okkar sem erum í minnihluta varðandi þessi mál. A bæjarstjórnarfundi 22. maí s.l. fluttum við fulltrúar Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks eftir- farandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að fela talsmanni núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar, Sigurði Jónssyni, að móta stefnu í Er áhugi fyrir bygg- ingu íbúða eftir lögum um verka- ntnnnn- bústaði Að undanförnu hefur mikil umræða verið í gangi um húsnæðismálin. Hefur í því sambandi m.a. verið rætt um hvort hér ætti að hefjast handa um byggingu íbúða eftir lögum um verkamannabústaði. Bæjaryfirvöld hafa nýlega sam- þykkt að fela stjórn verka- mannabústaða að kanna áhuga fólks fyrir kaupum á slíkum íbúðum. Athygli er vakin á auglýsingu hér í blaðinu um þetta. Rétt er að benda á að kaup- endur íbúða, sem seldar eru eftir lögum um verkamanna- bústaði þurfa að greiða út- borgun sem nemur 20% af söluverði en 80% eru lánuð til langs tíma. Sérstök athygli er vakin á því, að nauðsynlegt er að þeir sem áhuga hafa á kaupum á næstunni láti formann stjómar verkamannabústaða vita (sjá auglýsingu). Stjórn verkamannabústaða íbúðamálum bæjarins, og skal hún liggja fyrir eigi síðar en 15. júní. Talsmaður meirihlutans, for- seti bæjarstjórnar hefur marg- sinnis rætt um nauðsyn þess að mótuð verði stefna í íbúða- málum bæjarins þ.e. um leigu- íbúðir, íbúðir fyrir kennara, íbúðir fyrir hjúkrunarfólk, félagslegar íbúðir, veika- mannabústaði og íbúðir fyrir aldraða. Einnig hafa hinar ýmsu nefndir bæjarins ályktað um sama efni, það er um nauðsyn á stefnu í þessum málum. Við undirritaðir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar tök- um fram að margsinnis höfum við flutt tillögur um byggingu íbúða aldraðra, ásamt því, að í breytingartillögum okkar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1985, gerðum við ráð fyrir að hafist yrði handa með undir- búning að byggingu starfs- mannaíbúða við Sjúkrahúsið. Stefna Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags liggur þegar fyrir varðandi íbúðamál bæjarins. Andrés Sigmundsson, Þorbjörn Pálsson, Sveinn Tómasson.” Þegar tillaga þessi var kynnt, greip um sig mikið írafár í liði meirihluta bæjarstjórnar. Bragi í. Ólafsson kallaði tillöguna móðgun við bæjarstjórn og Georg Þór Kristjánsson sagði að flokksbróðir sinn Sigurður Jónsson væri ekki rétti maður- inn til að móta stefnu í þessum málum. Eftir mikið japl og jaml og fuður kom Georg með frá- vísunartillögu sem var sam- þykkt með 5 atkvæðum gegn 3, en Sigurður Jónsson sat hjá. Eftir stendur sem sé að full- trúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki þörf á stefnu í jafn mikil- vægu máli og íbúðamálin eru. —S.T. Fyrirspurn til Lífeyris- _ Mig langar til að beina þeirri spurningu til Lífeyrissjóðs Vestmanneyinga, hvernig útlánsskiptingsé s.l. 4 ár og þaó sem af er þessu. Hve mikið fengu einstaklingar? Hve mikið fengu fyrirtæki? Hvernig er skiptingin milli fyrirtækja eftir Og í lokin þetta: Hversu mörg stig á hver og einn stjórnarmaður í sjóðnum inni hjá Lífeyrissjóði Vestmann- Bijótum láglauna- stefnuna á bak aftur Ekkert lát er á skerðingu kaupmáttar launa. Kaup- mátturinn jókst aðeins í framhaldi af kjarasamning- unum á s.I. hausti, en þar sem engin kaupmáttartrygging var í þeim samningum, féll kaupmátturinn fljótt aftur vegna 12% gengisfellingar sein gerð var 20. nóvember s.I. Nú stefnir í að kaupmáttur launa verði um mitt þetta ár orðinn lægri en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir að þjóðartekjur hafa vaxið um 3% á síðasta ári og munu vaxa enn á þessu ári. Staðreyndin er sú að annaðhvort fær launafólk umtalsverðar og raunverulegar kjara- bætur eða stórir hópar eiga það á hættu að missa eignir sínar. Kaupmáttur launa Kjaraskerðingar núverandi ríkisstjórnar urðu til þess að kaupmáttur launa var á sein- asta ársfjórðungi 1983 orðinn nær fjórðungi lægri en að með- altali á árinu 1982. Að vísu hafði ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hafið verkið með því að skerða verðbætur um helming í desember,- 1982, en mestur hluti kjaraskerðingar- innar stafaði þó af aðgerðum ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Afnám vísitölu- bindingar á laun í maí 1983 er talin hafa orsakað að kaup- máttur launa rýrnaði um 8-9%. Við þá rýrnun bættist svo 12% gengisfelling 20. nóvember s.l. Kaupmáttur kauptaxta var á þriðja fjórðungi síðasta árs þ.e- .a.s. áður en kjarasamningarnir voru gerðir orðinn rúmlega 2% lægri en á fjórða ársfjórðungi 1983. Kaupmátturinn hækkaði síðan vegna kjarasamninganna um rúm 3,5%. Nú stefnir kaup- mátturinn hins vegar í að verða lægri en fyrir kjarasamningana. Að öllu óbreyttu mun hann rýrna um nær 3% milli annars- og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Þá verður hann orðinn rúmlega 5% lægri en hann var á Vesalings olíufélögin A dögunum óskuðu olíu- félögin eftir heimild Verðlags- ráðs til þess m.a. að hækka bensínlítrann úr kr. 26,70 í kr. 30,30 eða um 13,5%. Helstu rök olíufélaganna voru þau að rekstur þeirra væri með bull- andi tapi eins og einn íslensku olíukónganna komst að orði í þessu sambandi, og til þess að bjarga rekstrinum þyrfti auð- vitað að hækka bensínverðið. Þegar slík rök eru sett fram er fróðlegt að velta fyrir sér stöðu olíufélaganna eins og hún blasir við. Þá er einnig fróðlegt að bera þessa stöðu saman við stöðu alþýðuheimilanna í landinu sem sagt er að nú eigi við sérstaka rekstrarerfiðleika að glíma. Við þennan saman- burð kemur í ljós að viðbrögð alþýðuheimilanna eru nokkuð ólík viðbrögðum olíufélaganna þegar að þrengir. Alþýðu- heimilin draga saman seglin, þar neitar fólk sér um margt, jafnvel brýnustu nauðsynjar enda vart um annað að ræða undir ríkisstjórn þeirri sem allt frá upphafi ferils síns hefur lagt ofurkapp á að skerða kjör þeirra sem lakast eru settir. Olíufélögin hafa hins vegar anna háttinn á í sínu bullandi tapi. Þau fjárfesta nefnilega fyrir tapið. Þegar tapið er sem mest rísa upp bensínsölu- stöðvar eins og gorkúlur á haug. Og þessar bensínsölu- stöðvar eru sko hreint ekki neitt slor því þær Iíkjast fremur höllum en sölustöðvum. Nú er reyndar svo komið t.d. á Reykjavíkursvæðinu að bensínsölustöðvarnar eru glæstustu byggingarnar, jafnvel þótt Seðlabankahúsið sé þar með talið, svo glæstar að sagt er að sérstaklega sé farið með út- lenda ferðamenn í vettvangs- heimsóknir til að Iíta dýrð bensínsölubyggingarlistarinnar. Já, á sama tíma og fjárfest erí höllunum eru olíufélögin alltaf að tapa. En hvernig fær þetta staðist, eða fær þetta staðist yfirleitt? Svarið er auðvitað nei. Olíu- félögin eru ekki rekin með tapi eins og olíukóngarnir segja, heldur raka þau til sín auði nú eins og jafnan áður. En mikill vill meira og þess vegna verður að hækka bensínlítrann um 13,5% og það strax. —R.Ó. seinasta ársfjórðungi 1983, en þá hafði kaupmátturinn náðþví að verða með því lægsta sem hann hefur verið frá 1970. Heildar kjaraskerðingin frá árinu 1982 verður þá orðin nær þriðjungur. Það þýðir með öð- rum orðum að fjögra mánaða tekjur launafólks hafa verið hrifsaðar burt vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta má líka orða svo að þær vörur sem venjulegt launafólk var eina klukkustund að vinna sér fyrir 1982, muni taka það eina klukkustund og 26 mínútur að vinna sér fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs, ef nú fer fram sem horfir. Bábiljur láglaunastefnunnar Þeir sem telja núverandi kjaraskerðingu óhjákvæmilega Framhald á 2. síðu Nýiegt tilboð VST felur ekki í sér neina haldbæra kauptryggingu. Það á aö vera höfuðkrafa verkalýðs- samtakanna að kauptrygg- ing í einhverju nægilega styrku formi sé forsenda samninga. Á þingi ASÍ seint á síöasta ári var þessi krafa samþvkkt meö yfirgnæfandi meirihluta. Á grundvelii til- boðs VSÍ er ekki hægt að gera samninga nema ákvæði um kauptryggingu komi til. Allt annað festir einungis í sessi rýrnun kaupmáttar. Ákvæði um kauptryggingu þarf ekki aöeins að vera vatns og höggþétt. heldur verður það aö vera svo ein- falt og skýrt, að almenning- ur skilji það til fullrtustu. Krafan er kauptrygging.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.