Eyjablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLADID Ritnct'nd: Ragnar Óskarsson (áhm.) Svcinn T()masson Inga D. Ármannsdóttir Edda Tcgcdcr Björn Bergsson Utgefandi: Alþýöubandalagið í Vestmannaevjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Berjumst gegn fíkniefnum Brjotum láglaunastefnuna á bak aftur Framhald af 1. síðu segja að nauðsynlegt hafi verið að lækka verðbólguna og draga úr innflutningi. Launahækkan- ir eru samkvæmt þessum kokkabókum megindriffjöður verðbólgunnar. Það er því höfuðatriðið að stöðva launa- hækkanir. Lækkun raunlauna hefur augljóslega í för með sér að venjulegt launafólk hefur minna úr að spila. Eftirspum almennings eftir neysluvömm minnkar og þar með ætti inn- flutningurinn að minnka. En málið er ekki svona einfalt. Meginástæða aukningar verð- bólgu á árunum 1982 og 1983 var ekki hækkun launa, heldur miklar gengislækkanir, sem miðuðu að því að auka hagnað- inn í útflutnings- og samkepp- nisgreinunum hér á landi. Reynslan á undan förnum árum hefur auk þess sýnt okkur fram á að lækkun kaupmáttar launa ein og sér dregur ekki úr innflutninginum. Ástæðan er sú að kjaraskerðingin felur í sér fjármagnstilfærslu. til fjár- magnseigenda og þeirra sem hærri hafa launin, sem hafa ótal leiðir til að bæta sér upp skerð- ingu kaupmáttar kauptaxta, samanber „bifreiðastyrk” bankastjóra. Að undanfömu hefur hin persónulega tekju- dreifing breyst hinum lægra launuðu í óhag. Innflutningur- inn ber líka svip sinn af þessari staðreynd samanber mikinn lúxusinnflutning að undan- förnu. Væntanlega fyrir með- limi lúxusklúbbsins, en í honum eru einhverjir aðrir en þeir sem fá greidd laun samkvæmt um- sömdum kauptöxtum. Björn Bergsson. Víða erlendis er fíkniefnaneysla orðin þvílíkt vanda- mál að stjórnvöld standa nær ráðalaus gagnvart henni. Með hverjum degi sem líður fjölgar þeim sem ánetjast fíkniefnum og nú er jafnvel farið að líkja fíkniefna- neyslunni við farsóttir, svo alvarlegt er ástandið. Til skamms tíma var neysla ólöglegra fíkniefna hér- lendis nær engin. Á síðari árum hefur hins vegar orðið breyting hér á og nú fer fíkniefnaneyslan ört vaxandi. Fyrst var hér einkum um svonefnd cannabisefni að ræða en nú eru einnig komin á fíkniefnamarkaðinn önnur og mun hættulegri efni. Hópur fíkniefna- neytenda fer ört vaxandi og ef ekkert verður að gert má telja fullvíst að þróunin verði sú hin sama hér á landi og hjá nágrannaþjóðunum. Á undanförnum árum hefur tiltölulega lítið verið rætt um fíkniefnamál hér í Vestmannaeyjum. Ástæðan er án efa sú að ólögleg fíkniefni hafa varla eða ekki verið hér í umferð. Nú virðist þetta hins vegar vera að breytast og fullvíst er að nú þegar er eitthvað hér um neyslu ólöglegra fíkniefna. Að sjálfsögðu ber að varast að gera of mikið úr þeirri neyslu sem hér um ræðir því slíkt leiðir aðeins illt af sér. Á hinn bóginn ber einnig og ekki síður að varast að berja hausnum við steininn og neita að hér séu fíkniefnaneytendur því staðreyndirnar tala þar sínu máli. Mikilvægast er hins vegar að menn geri sér grein fyrir því raunverulega vandamáli sem við er að glíma og finni á því lausnir. En hvað er hægt að gera til þess að spoma gegn þeirri óheillaþróun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni? Hvað er unnt að gera til þess að forða fjölda ungmenna frá þeim ömurleika sem heimur fíkniefnanna ber í skauti sér? Við þessum spurningum eru kannski ekki til nein einhlít svör og víst er að ekki eru allir sammála um hvernig bregðast skuli við vandanum. Hitt er þó víst að fíkniefnaneyslan er samfélagslegt vandamál og varðar ekki einungis þá er fíkniefnanna neyta. Því ber sam- félaginu skylda til að leita allra leiða til vamar og úrbóta. Þær leiðir sem unnt er að velja til vamar og úrbóta eru auðvitað fjölmargar. Forvarnarstarf hvers konar hlýtur þó að teljast einn mikilvægasti þátturinn í þessu sambandi. Þannig er nauðsynlegt að auka fræðslu bæði til almennings og í skólum um skaðsemi fíkniefna. Hvað skólann snertir er afar mikilvægt að fræðslan sé fastur liður í skólastarfinu og unnin af þeim kennurum sem umgangast nemendur daglega. En forvarnarstarfið þarf einnig að ná til annarra félagslegra þátta. Þar skiptir uppbygging hvers konar æskulýðsstarfsemi miklu máli en einnig og ekki síður það umhverfi sem unglingum er búið. Ef umhverfið er félagslega þröngt skapast t.d. hættur á óheppilegum lífsháttum. Sé hins vegar búið vel að félagslegu um- hverfi horfir dæmið við á annan veg. í þessu sambandi er afar mikilvægt að unglingarnir sjálfir fái að hafa mótandi áhrif á félagsstarf sitt, eiga frumkvæði en vera ekki ætíð þiggjendur þeirra fullorðnu sem telja sig oft eina vita hvað unglingunum er fyrir bestu. Á næstu mánuðum mun á það reyna hvemig til tekst í baráttunni við þann vágest sem fíkniefnin eru. í þeirri baráttu má ekkert til spara því mikið er í húfi. —R.Ó. Tilboð Sjúltstæðisflokksins í leiðara í Fylki fyrir skömmu er rætt um ríkisstjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Er víða við komið og má segja að heldur fái stjórnarsamstarfið bága eink- unn þegar á heildina er litið. Leiðarahöfundurinn telur að ýmislegt mikilvægt í stjórnar- samstarfinu hafi mistekist, s.s. frumkvæði í sambandi við kjarasamninga o.fl. Þegar svo höfundurinn lítur fram á við og íhugar möguleika Sjálfstæðis- flokksins í því sambandi kemst hann að mjög athyglisverðri niðurstöðu. I leiðaranum segir orðrétt: „Með brostnum for- sendum mun Sjálfstæðisflokk- urinn leita eftir endurnýjuðu umboði þjóðarinnar til stjórnar landsins.” Ekki er nú markið hátt sett og einhvern veginn finnst manni að flokkur sem gerir þjóðinni slíkt tilboð geti vart talist fýsilegur kostur. Hitt er svo annað mál að sjaldan eða aldrei hefur málgagn Sjálf- stæðisflokksins á jafn hrein- skilinn hátt og nú birt hina raunverulegu stefnu sína. —R.Ó. Notkun vímuefna meðal unglinga Dagana 20. og 21. maí s.l. var haldin ráðstefna á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga undir yfir- skriftinni „Varnir gegn áfengis- og fíkniefnum”. Á ráðstefnunni voru flutt mörg fróðleg erindi um áfengis-og fíkni- efnamál og birtar ýmsar niðurstöður rannsókna á þessu sviði. M.a. var skýrt frá könnun sem Landlæknis- embættið, Krabbameins- félagið og Lungna- og berkladeild Heilsugæslu- stöðvarinnar í Reykjavík létu gera á notkun áfengis, tóbaks, Kannabisefnum, lyfja og sniffi 15-19 ára skóla- nema á íslandi. Könnunin var gerð í apríl 1984. Hér við hliðina birtast nokkrar töfliir úr könnuninni. HUNDRADSHLUTI ÞEIRRA SKÓLAUNCLINCA SEM NOTA HINA ÝMSU VÍHUC3AFA Mefla1ta1 15-20 ára Plltar Stúlkur F*ð Inga rá r Fíðlngarár 68 66 64 68 66 64 % X X X X X X T óbíik 31,1 23,8 25,9 39,4 30,5 28,6 42,4 Kannablsftfnl * 18,3 9,0 22,7 39,0 7,4 13,6 21,5 Llf * 7,1 7,1 10, 3 7,9 11,7 2,5 4,0 Snlff » 9,5 15,5 6,4 8,6 14,1 3,9 4,4 Afeng I 86,6 81,7 88,7 94,7 80,9 87,6 91,2 * Hér eru taldlr neð beðl þelr sea hafa prófað efnl n og uo ita þau. N0TKUN KANNAl) ISF.FNA , SK1PI EF1IR ALDRI 0C KYN i FíðInga rá r 68 66 64 Pi 1 trir S lú J kur Plltar Stúlkur P 1 11 a r S L tí 1 k u r f.kk l not.ið liass 91,0 92,6 77,3 86,4 61,0 78,5 N o L a ( 1 bass 9,0 7,4 22,7 13,6 39,0 21,5 NEYSI.A áFENCIS, SKII’T I IFTIR ALDRI 0C KYNI Feðlngarár 68 66 64 Plitar Stúlkur Plltar Stúlkur Plltar S túlkur Drekk a ckk1 18,3 19,1 11,3 12,4 5,3 8,8 lla f a drukklfl 81,7 80,9 88,7 87,6 94,7 91,2 Hel s tu ásl.rður þcss afl ungllngar d rekka ekkl voru e f 11 r f i indl : áfenc) I sneys I a er skaðlcg 26, 1 X Áfengl er vonl á hragðlfl 18, 6 X Drukklð fólk cr lrlfllnlcqt 17, 6 X llxttan á að vcrða alkólióllstl 11, 6 X Umjllngar elga ckk 1 að tlrekka áf eng I 8, 8 X rorclilrar mínlr vllja ckkl að ég drekkl áfeny il 5, 4 X l>að cr lia 1 l*r 1 s 1 egt að drckka 5, 2 X félaqarnlr drekka ekkl 4, 4 X rorclilrar mínir eru alkóliólis La r 2, 3 X Hcls tu ásteður þess að ungllngar n cy ta á f eng Is : Pað kemur manni í gott skap 36, 4 X Eg losna vlð felmnína 17, 5 X Arengl er gott á bragðlð 15, 1 X Télagar raínlr ncyta afengls 10, 8 X Haður glcymlr vandr.Tðum og le 1 fl I n d u m 9, 7 X l>að cr auðvclrlara afl ná samba nd I v 1 ð li I 11 kyn Ið 8, 2 X Haður vlll ekkl vera öðruvísl en lilnlr 1, 7 X Það er "tölf" að drekka 0, 5 X

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.