Eyjablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 „Kröpp eru kaup ef hreppi ek, kaldbak en læt akra.” Pá Vestmannaeyingar selja hús sín, til þess að flytjast til Reykjavíkur, mega þeir búast við því að láta gott einbýlishús fyrir svo sem 3ja herbergja kjallaraholu við Hverfisgötu, með stórfenglegt útsýni tii sorpíláta nágrannans ásamt því að geta fylgst náið með ráðandi skótísku á hverjum tíma. Héðan færi þessi skerbúi frá útsýni sem spannaði frá Dyr- hólaey til Mýrdalsjökuls, Eyja- fjallajökuls, Tindafjalla, Fljóts- hlíðar, Þríhyrnings, Heklu, Búrfells, Hestsfjalls, Lang- jökuls og Ingólfsfjalls. Fyrir Þakkir til félaga- samtaka Eins og fram hefur komið í blöðum bæjarins hefur félagsstarf aldraðra á Hraunbúðum verið með miklum blóma í vetur. Fleiri og fleiri eldri borgarar hafa tekið þátt í starfinu, sem fram hefur farið í vetur. Félagasamtök hér í bæ hafa af miklum myndarskap haldið uppi þessu starfi og lagt á sig mikið starf, þannig að það mætti takast sem best. Félagsmálaráð þakkar öllum félagasamtökum fyrir þeirra framlag í þágu aldr- aðra um leið og það væntir góðs samstarfs næsta haust. Félagsmálaráð. utan nærmyndina: Eldfell, afkáraleg kaup? Er þetta sókn- Helgafell, Sæfell, Dalfjall, Klif, in eftir vindinum? (Varla, ef við Heimaklettur. Hvar er verð- munum eftir Stórhöfða). mætamatið góðir hálsar? Hvað Erþettaafþvíaðallterbetra ræður því að fólk gerir svona hinum megin viðfjallið?Eðaer RÆSTINGASTARF Sparisjóður Vestmannaeyja auglýsir Iaust til umsóknar starf við ræstingar. Starfið veitist frá 15. júní n.k. Athugið: Stafið gæti hentað tveimur konum. Allar nánari upplýsingar veitir sparisjóðsstjóri í síma2100. „ . ____ Spansjoður Vestmannaeyja ES5|| Garðhúsgögn í úrvali Sömuleiðis útigrill og grillvörur í miklu úrvali. Opið á laugardag frá kl. 09:00-12:00. kaupfelag VESTMAN NAEYJA Vefnaðarvörur og búsáhaldadeild orsakanna að leita í því að Reykjavík er að bjóða fólki betri lífskjör en aðrir staðir. Staðreynd er það að gjaldeyris- þorpin hringinn í kringum landið bera skarðan hlut frá borði, en Seðlabankinn sankar saman afrakstri smástaðanna í formi gjaldeyris og útbýtir til þeirra sem kunna að gera sér mat úr sveita sjómanna og fisk- vinnslufólks, „og hafa sitt á þurru í sparisjóð”, eins og Ási heitinn í Bæ sagði. Þegar við gerum okkur grein fyrir því að auðurinn úr sjónum verður ekki algildur fyrr en hvítar, mjúkar og sigglausar hendur braskaranna hafa með- tekið hann, þá og þá fyrst skilst okkur af hverju uppgangur Reykjavíkur hefur verið svo mikill. Hann, þessi uppgangur brasksins, hefur skekkt svo gildismatið að staðurinn sem skapar auðinn er einskis met- inn, en hinn sem eyðir er hinn eini rétti, en allir hlutir og at- hafnir eru afstæðar og breyt- ingum undirorpnar og það mun sannast að seinna mun gildis- mat verða annað, þessum fagra stað til hagsbóta. Sig. Sig. frá Vatnsdal. TANGINN auglýsir: Aílt kjöt, smjör og ostur á gamla verðinu v: EUROCARD Greiðslukorta þjónusta Stjórn verkamannabústaða í Vestmannaeyjum auglýsir: Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 22. maí s.l. og samkvæmt lögum og reglugerðum um Byggingasjóð verkamanna og félagslegra íbúða, samþykkir stjórn verkamannabústaða í Vest- mannaeyjum að láta fara fram könnun á hús- næðisþörf í Vestmannaeyjum. Því auglýsist hér með eftir umsækjendum. Réttur til að kaupa íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. b) Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur 3 síðustu ár eigi hærri fjárhæð en 307 þús. kr. og 28 þús. kr. fyrir hvert barn. Nánari upplýsingar gefur formaður Kristjana Þorfinnsdóttir, Höfðavegi 4, sími 1485. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsinu og skrifstofum verkalýðsfélaganna. Stjórnin. Kynnið ykkur innlánsreikninga með ábót ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS — VESTMANNAEYJUM

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.