Eyjablaðið - 03.10.1985, Page 1

Eyjablaðið - 03.10.1985, Page 1
EYJABLA Útgefandi: Alþýðubandalagið ■ 8. tölublað Vestmannaeyjum, 3. október 1985 45. árgangur Enn hækka dagvistargjöldin 1. okt. s.l. hækkuöu dag- vistargjöld í Vestmannaeyjum um 10% og nú er svo komið að Hve margar klst tekur það verka- mann aö vinna fyrir 1 árs dagheimilis- gjaldi? -P -P -P -P -P -P -P CO CO (0 CO CO CQ co i—I rH i—I i—1 i—I i—I i—I ps ,x x a. .x p: C\l O 'J- ^ CvJ V- i-h o vo vo m o o vo vo m lp> u\ m lp, dagvistargjöld eru hér þau hæstu á landinu. í rauninni kemur þessi hækkun ekki á óvart því allt frá því að sjálf- stæðismenn komust til valda í þessum bæ hafa þeir séð um að hækka dagvistargjöldin reglu- lega og venjulega langt umfram launahækkanir. Til þess að átta sig betur á því hvað hér er um að ræða er fróðlegt að bera saman dag- vistargjöld sem hluta af launum í tíð núverandi bæjarstjórnar og þeirrar sem sat á árunum 1978- 1982. Á þeim árum tók það verkamann að meðaltali um 35 klukkustundir að vinna fyrir mánaðar dagvistargjaldi á dagheimili. Nú tekur það verkamanninn hins vegar 51 klukkustund að vinna fyrir þessu gjaldi. Með öðrum orðum, verkamaðurinn þarf nú að vinna 192 klukkustundir lengur á ári til þess að greiða dagvistargjald fyrir barn sitt en Nú í haust hóf Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum starf sitt í húsnæði Gagnfræðaskólans. Eyjablaðið óskar skólanum til hamingju með bætta aðstöðu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. MÁL TIL KOMIÐ Á fundi bæjarstjórnar 28. ágúst sl. urðu miklar umræður um Stjórn veitustofnana og deilt hart um störf hennar eða réttara sagt starfsleysi. For- maður bæjarráðs Arnar Sigur- mundsson gekk svo langt til að verja sína menn í nefndinni, að kenna okkur fulltrúum minnihlutans í nefndinni um hvernig komið væri. Eg vildi ekki una þessu og benti Amari á, að forseti bæj- arstjórnar, Sigurður Jónsson, hafði fyrr á þessum fundi séð ástæðu til að minna okkur minnihlutafulltrúana á að það væru þeir (Sjálfstæðismenn) sem réðu í bæjarstjórn og að það væru þessiFsömu sem réðu í Stjórn veitustofnana. í framhaldi af þessu fluttum við Guðmundur Þ. B. Ólafsson tillögu til bæjarráðs 23. sept. svohljóðandi: „Vegna umræðna á bæjar- stjómarfundi 28. ágúst sl., þar sem deilt var á Stjóm veitu- stofnana fyrir sofandahátt og fyrir að halda fáa fundi það sem af er árinu, leggjum við til við bæjarráð að það ákveði tvo fundi í maímánuði í Stjórn veitustofnana eftirleiðis. Við undirritaðir fulltrúar í Stjórn veitustofnana viljum minna á að við höfum ítrekað lýst yfir óánægju okkar hve sjaldan formaður Stjórnar veitustofnana sjái ástæðu til að boða til fundar í stjórninni og minnum á að síðasti fundur var haldinn 26. júlí sl.” Sveinn Tómasson Guðmundur Þ. B. Ólafsson Bæjarráð samþykkti að beina því til Stjómar veitu- stofnana, að hún ákveði fasta fundardaga á næsta fundi sínum. Stjórn veitustofnana hélt svo loksins fund 30. sept. sl. og þar var samþykkt tillaga okkar Guðmundar um tvo fundi í mánuði og verður næsti fundur 15. október n.k. S.T. hann gerði á tíma fyrrverandi bæjarstjórnar. Ög ef við höldum áfram samanburðinum kemur í ljós að verkamaður í Vestmanna- eyjum þarf að vinna liðlega 108 klst. lengur á ári heldur en t.d. starfsbróðir hans í Keflavík og 48 klukkustundum lengur en verkamaður í Reykjavík til þess að greiða dagvistargjöldin. Varla getur talist líklegt að stefna Sjálfstæöisflokksins í gjaldskrármálum dagvistar- heimila stuðli að jákvæðri íbúaþróun í Vestmannaeyju. Eða hvað? Til fróðleiks fylgir hér samanburður á dagvistargjöld- um dagheimila víðs vegar um land. —R.Ó. Hin óstöðvandi þróun í blaðinu Fréttum hinn 26. sept. s.l. mátti lesa grein eftir Arnar Sigurmundsson formann bæjarráðs þar sem hann gerir að umtalsefni blaðaskrif um fólksflutninga til og frá Vest- mannaeyjum. Öðrum þræði er greinin svar við grein Þorbjöms Pálssonar um fólksflótta úr Eyjum en einnig eru í henni vangaveltur um ástæður fólks- flutninga almennt og yfirleitt. Eitt atriði í grein Amars vakti sérstaklega athygli mína, eða þegar hann segir: „en við megum ekki gleyma því að auknir fólksflutningar til og frá byggðarlögum er þróun sem við getum ekki stöðvað.” Parna held ég að Arnari skjátlist og það hrapallega. Ég held nefni- lega að búsetuþróun fari ekki eftir neinu óbreytanlegu lög- máli eins og Arnar gefur í skyn, heldur þvert á móti. Ég held sem sé að þegar fólk velur sér búsetu vegi afar þungt hvaða kjör eru í boði á hverjum stað. Við skulum í þessu sambandi taka Vestmannaeyjar sem dæmi. ímyndum okkur ung hjón sem eru að hefja búskap. Þessi hjón eiga eitt barn sem þau vilja gjarnan að fái að dvelja á dagvistunarheimili. Þau hafa ekki eignast íbúð en hafa á því fullan hug þótt tekj- urnar séu kannski ekki nema í meðallagi. Þessi ungu hjón langar að setjast að í Vest- mannaeyjum en áður en þau taka lokaákvörðun athuga þau gaumgæfilega ýmsa þætti er varða búsetuna s.s. dagvistar- gjöld, heitaveitugjöld, mögu- leika á að eignast íbúð o.s.frv. Þau komast fljótlega að því að dagvistargjöldin eru eigin- lega þau hæstu á landinu. Það tekur annað þeirra tæplega 53 klukkustundir að vinna fyrir dagvistargjaldinu fyrir hvern mánuð en t.d. ekki nema 41 klst í Keflavík. Þá komast þau að raun um að hitaveitan hér er orðin alldýr og sífellt hærra hlutfall launa fer í að greiða hitaveitureikninginn. En hvað með möguleika á íbúð. Skyldu ekki vera mögu- leikar á að eignast íbúð á kjörum um verkamanna- bústaði? Nei, í þeim efnum er leiðin grýtt í Vestmannaeyjum. Þeir sem ráða ferðinni í bæjar- stjórn hafa nefnilega lítinn sem engan áhuga á að byggja íbúðir samkvæmt lögum um verka- mannabústaði. Þegar ungu hjónin hafa velt þessum málum fyrir sér komast þau að raun um að búseta í Vestmannaeyjum er ekki eins fýsileg og þau höfðu talið í fyrstu. Þau ákveða því að setjast ekki að í Vestmanna- eyjum. Hér að framan hefur verið tekið lítið dæmi sem ætti þó að geta sýnt að stefna bæjaryfir- valda getur haft úrslitaáhrif á búsetuþróun. Beiti bæjaryfir- völd sér fyrir því að gera búsetu fýsilega er ekkert að óttast, en ef ekki, þá er eins víst að þróun- in verði „óstöðvandi” og öll í þá átt er síst skyldi. Við skulum hins vegar vona að augu þeirra sem ráða ferð- inni í þessum efnum opnist í tæka tíð. —R.Ó. — Getraunin — • Hve mikið skyldi gjaldskrá Fjarhitunar hafa hækkað frá því meirihluti sjálfstæðismanna tók við völdum í þessum bæ 1982? • Hvaða sjálfstæðismaður skyldi hafa skrifað þessi orð í Fylki fyrir bæjarstjómarkosningarnar 1982: „Hvað hafa þessir háu herrar gert til þess að fá fólk til að flytjast til Eyja?” (f*að skal tekið fram að hinir háu herrar eru fyrrverandi meirihluti bæjarstjómar). Rétt svör sendist Eyjablaðinu, pósthólf 83, sem fyrst.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.