Eyjablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLADIÐ Ritnetnd: Ragnar Óskarsson (ábm.) Sveinn Tómasson Oddur Júlíusson Edda Tegeder Sigurður Sigurðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Hvað varð um breytingu til hins betra? Allir Vestmannaeyingar muna án efa eftir kjör- orðum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins frá síðustu bæjarstjórnarkosningum. Á síðum sjálfstæðisblaðanna, á götuhornum, á vinnustöðum og í kaffiboðum úti í bæ kepptust frambjóðendurnir við að hrópa kjörorðin „Breytum til hins betra”. Ákafinn var svo mikill að dagfarsprúðustu menn máttu vart vatni halda af hrifn- ingu. Og svo fór sem fór. Sigurinn stóri var í höfn og tímabil efnda hinna glæstu kosningaloforða tók við. Fólk beið eftir umbótunum, einn á þessu sviði og annar á hinu því öllum hafði verið lofað einhverju. Menn bjuggust satt að segja við því í sigurvímunni að sex- menningunum tækist að breyta bænum í einn allsherjar sælustað þar sem allt væri slétt og fellt og allir yfir sig ánægðir. En svo tók efinn að gera vart við sig í hugum fólksins. Ástæðan var sú að allar breytingar til hins betra létu á sér standa og þegar hinir nýju valdhafar voru búnir að koma sér „vel” fyrir var engu líkara en að kosninga- slagorðin hefðu með öllu gleymst. Og ekki nóg með það að kosningaslagorðin hefðu gleymst, einnig fór að skjóta upp málum sem í daglegu tali manna nefndust því virðulega nafni „klúðursmál”. Já, þannig hófst ferill hins styrka meirihluta sem nú situr að völdum hér í þessum bæ. Upphafið var sem sé ekki glæst, og það sem verra er, ástandið hefur síst lagast þau rúm þrjú ár sem liðin eru frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Lítum á nokkur dæmi. Eitt höfuðloforð þeirra sjálfstæðismanna og senni- lega það sem þeir lögðu mesta áherslu á í kosninga- baráttunni var að bæta allan rekstur hitaveitunnar og stöðva þær gífurlegu hækkanir sem fyrrverandi bæjar- stjórn hafði staðið fyrir á ferli sínum. Um efndir þessa loforðs þarf ekki að fjölyrða því þær þekkja bæjarbúar vel. Háir hitaveitureikningar eru reyndar ljósasti vottur þess á hvern hátt sjálfstæðismenn hafa svikið þetta mikla loforð sitt. Margir vilja meira að segja ganga svo langt í þessu sambandi að tala um mestu kosninga- loforðasvik allra tíma. Um það verður hins vegar ekki fjölyrt frekar hér. Sjálfstæðismenn töldu það eitt sinna meginverkefna að efla veg og virðingu bæjarstjórnar. Skyldi þeim ekki fara fækkandi sem telja að þessu markmiði hafi verið náð á þeim tíma sem liðinn er frá því er „virðulegir” frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins létu sér þessi orð um virðingu bæjarstjórnar um munn fara. Og margt fleira má nefna. í húsnæðismálum hafa sjálfstæðismenn að mestu brugðist og nú er svo komið að þau mál eru í hinum mesta hnút. Leiguíbúðum bæjarsjóðs fer fækkandi þrátt fyrir augljósa þörf fleiri íbúða. f*á er mönnum vonandi í fersku minni hverja útreið hugmyndir minnihluta bæjarstjórnar um átak í byggingu verkamannaíbúða fékk. „Verkamanna- bústaðakjaftæði” var m.a. sá stimpill sem þær hug- myndir fengu. Dagvistargjöldin hafa hækkað jafnt og þétt í stjórnar- tíð sjálfstæðismanna og fyrir skömmu sáu þeir sérstaka ástæðu til að hækka gjöldin mest hjá einstæðum for- eldrum, fólki sem öðru jöfnu bet minnst úr býtum fyrir daglegt strit sitt. Að þessu sinni verða ofangreind dæmi látin nægja. Þau sýna hins vegar að breytingin til hins betra hefur látið á sér standa og það svo um munar. Og það er ósennilegt að hún verði á þeim tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili. —R.Ó. Af lífeyrissjóðsmalum Fulltrúaráðsfundur Lífeyris- sjóðs Vestmanneyinga var haldinn hinn 15. sept. s.l. Samkvæmt reglugerð sjóðsins getur fulltrúafundur ekki gert endanlegar samþykktir, heldur aðeins gert tillögur til stjómar sjóðsins. Á þessum svokallaða aðalfundi sjóðsins fékkst sam- þykkt svohljóðandi tillaga að reglugerðarbreytingu um elli- lífeyri: Undirrituð stéttarfélög gera eftirfarandi breytingartillögur við reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Vestmanneyinga: 11. gr., um ellilífeyri orðist svo: 11.1. Hver sjóðsfélagi, sem orðinn er fullra 67 ára að aldri, á rétt á ellilífeyri úr sjóðnum. 11.2. Upphæð ellilífeyris er hundraðshlutfall af meðaltali grundvallarlauna næstu 60 mánuði áður en taka lífeyris hefst, og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda, sem sjóðsfélagi hefur áunnið sér margfölduðum með 1,8. 11.3. Heimilt er sjóðsfélaga að hefja töku ellilífeyris áður en hann nær 67 ára aldri, þó ekki fyrr en frá 65 ára aldri. 11.4. Haldi sjóðsfélagi áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur hafið töku ellilíf- eyris, skulu stig hans reiknuð á ný, er hann hefur náð 70 ára aldri, en reikna skal með sama meðaltali Iauna, sbr. 11.2., og gert var við fyrri úrskurð. F.h. Sjómannafél. Jötuns: Elías Björnsson (sign.). F.h. Vkf. Snótar: Jóhanna Friðriksdóttir (sign.) F.h. Verkal.fél. Vestm.eyja: Jón Kjartansson (sign.) Þarna eru fulltrúar stéttar- félaganna í stjórn sjóðsins að gera tillögu um að þeir sjóðs- félagar sem orðnir eru 65 ára geti hafið töku ellilífeyris. Undir liðnum önnur mál á fundinum kom fram eftir- farandi tillaga sem var sam- þykkt af öllum viðstöddum nema atvinnurekendum: Fulltrúafundur Lífeyrissjóðs Vestmanneyinga haldinn 15. sept. 1985 samþykkir að skora á stjórn Lífeyrissjóðs Vest- manneyinga að hefja greiðslur ellilífeyris til sjóðsfélaga sem orðnir eru 67 ára án skerðingar frá og með 1. janúar 1986. Flutningsmenn líta svo á að verði þessi tillaga samþykkt af fulltrúafundi þá sé hún bind- andi fyrir stjórnarmenn stéttar- félaganna í stjórn Lífeyrissjóðs- V estmanney inga. Parna er á ferðinni gott mál og verður gaman að fylgjast með hvaða afgreiðslu það fær í stjórn sjóðsins. Þarna er upp- lagt tækifæri fyrir Lífeyrissjóð Vestmanneyinga að ríða á vaðið og vera fyrstur til að lækka ellilífeyrisaldurinn. Það liggur í loftinu að verið er að undirbúa þetta hjá heildar- samtökunum, sbr. samþykkt á s.l. A.S.I. þingi þar sem sam- þykkt var að stefnt skuli að því að lækka ellilífeyrisaldur í 65 ár. Að endingu vil ég þakka Kristni Pálssyni skelegg svör við áður framkomnum spurn- ingum mínum til sjóðsins. Kveðja. —O. Gagngerar breytingar á Sparisjóðnum Á undanförnum vikum hafa farið fram gagngerar endur- bætur á neðri hæð húsnæðis Sparisjóðsins. Núverandi hús- næði Sparisjóðsins var tekið í notkun á árinu 1962. Á miðju síðasta ári hófust umræður innan stjórnar Sparisjóðsins um nauðsyn á endurbótum á hús- næði sjóðsins. Jafnframt var samþykkt að taka upp nútíma starfshætti í skráningu gagna og þjónustu við viðskiptamenn. Stjórn Sparisjóðsins kaus 3ja manna framkvæmdanefnd til að annast og sjá um undir- búning og framkvæmdir. Nefndin tók þegar til starfa og réð Gunnar Magnússon innan- hússarkitekt og Pál Zophonías- son tæknifræðing til að skipu- leggja og hanna húsnæði Sparisjóðsins. Undirbúningur framkvæmda hófst í vor í samræmi við hönnun og hófust fram- kvæmdir þann 11. ágúst s.l. Verktakar hafa verið: Trésmíði, Tréverk h.f. Raflögn, Geisli h.f. Pípulögn, Grétar Þórarinsson. Múrverk, Runólfur Dagbjartss. Múrbrot, Áhaldaleigan s.f. Málning, Huginn Sveinbjöms- son og fleiri. Margir aðrir komu til með ýmis verk. Innréttingar eru frá húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar h.f. Sigurjón Sigurjónsson var ráðinn af hálfu Sparisjóðsins vegna framkvæmda og aðfanga. Teknar hafa verið í notkun tölvuvæddar gjaldkeravélar. Næsta skref í tölvuvæðingu er beintenging við Reiknistofu bankanna, einnig var tekið tillit til þess við hönnun húsnæðisins að í framtíðinni yrði komið upp tölvuvæddri sjálfsafgreiðslu þ.e; tölvubanka. Ymsar aðrar nýjungar em fyrirhugaðar. Samhliða endur- bótum á starfsaðstöðu eykur Sparisjóðurinn hefur tekið stakkaskiptum, bæði utan og innan. Eyjablaðið óskar sparisjóðsfólki hamingju með breytingarnar. Sparisjóðurinn þjónustu sína og hefur framvegis opið í há- deginu virka daga. Opnunar- tími verður því samfelldur frá 9:15 til 16:00. Auk þess verður síðdegisopnun á föstudögum frá kl. 17:00 til 18:30. og öðrum Vestmannaeyingum til í framkvæmdanefndinni voru Benedikt Ragnarsson, sparisjóðsstjóri, Þorbjörn Páls- son frá stjórn Sparisjóðsins og Þorvarður Gunnarsson lög- giltur endurskoðandi Spari- sjóðsins.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.