Eyjablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Aðalfundur V erkalýðsfélags Y estmannaeyja Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja var haldinn hinn 29. sept. s.l. í skýrslu Jón Kjartanssonar formanns félagsins var víða við komið og eru hér að neðan birtir tveir kaflar úr henni. Verkmenntun fiskvinnslufólks Nú hefðum við átt að gleðjast yfir þessu samkomulagi, sem felur í sér eitt af baráttumálum okkar félags, þ.e.a.s. sérstaka fræðslu fyrir fiskvinnslufólk. En það vill nú þannig til að nefnd á vegum Sjávarútvegs- ráðuneytisins, hefur í nær tvö ár unnið að þessu verkefni og hafa þegar verið haldin s.k. grunn- námskeið fyrir fiskvinnslufólk víðs vegar um landið, sem hafa mælst mjög vel fyrir. Eg hefi átt sæti í þessari nefnd og er þegar búið að vinna mikið við að skipuleggja fram- haldsfræðslu á vegum nefndar- innar. Atvinnurekendur skip- uðu fremur atkvæðalítinn mann í þessa nefnd og hafa síðan viljað sem minnst af störfum hennar vitað. Ég var einnig skipaður í 10 manna nefndina, en hún hefur komið saman tvisvar sinnum. Aftur á móti skipaði 10 manna nefndin undirnefnd, sem fékk það verkefni að undirbúa til- lögur um fræðslu fyrir fisk- Á aðalfundi Vekalýðsfélags Vestmannaeyja hinn 29. sept. s.l. var kosið í stjórn og í önnur trúnaðarstörf félagsins. Stjórn: Formaður Jón Kjartansson. Varaformaður Sævar Halldórsson. Ritari Jónas Guðmundsson. Gjald- keri Jón S. Traustason. Með- stjórnendur Óskar Kjartans- son, Jóhann Grétar Ágústsson, Friðfinnur Gestsson. Varastjórn: Oddur B. Júlíus- son, Jakob Einarsson, Gunnar Davíðsson, Konráð Einarsson og Sigurður Georgsson. Trúnaðarmannaráð, aðal- menn: Ármann Bjamfreðsson, Fannberg Stefánsson, Gunnar Andersen, Jens Kristinsson, Leifur Georgsson, Magni Rósinbergsson, Sigurður Sveinsson og Ægir Hafsteins- son. Varamenn: Almar Hjarðar, Fannar Óskarsson, Finnbogi P. Finnbogason, Jakob Möller, Jón Pálsson, Rúnar Brynjólfs- son, Þorsteinn Guðjónsson og vinnslufólk og hefur hún haldið 4 fundi. Ég hefi því verið í dálítið pínlegri stöðu, að vera í tveim- ur nefndum, sem báðar eiga að vinna að sama verkefninu og hafa fram til þessa viljað sem minnst vita hvor af annarri. Atvinnurekendur vilja að sjálf- sögðu að sem minnstum tíma sé eytt í menntun fiskvinnslufólks og að sú menntun kosti þá ekkert. Mitt hlutverk hefur því verið að sætta þessi sjónarmið og á fundi í 10 manna nefndinni, sem haldinn var s.l. fimmtudag, var samþykkt tillaga frá mér þess efnis að fara þess á leit við Sjávarútvegsráðuneytið, að skipuð yrði 6 manna nefnd á þess vegum, sem í ættu sæti 2 fulltrúar frá ráðuneytinu, 2 frá Verkamannasambandinu og 2 frá Vinnuveitendasambandinu. Ég tel þetta nokkurn sigur vegna þess að með þessu er komið í veg fyrir að upp komi deilur milli þessara aðila, sem aðeins yrðu til skaða fyrir fisk- vinnslufólk. En þrátt fyrir að verk- Örn B. Tryggvason. Fulltrúar á þing Verka- mannasambands íslands, aðal- menn: Jón Kjartansson og Sævar Halldórsson. Vara- menn: Jón Traustason og Óskar Kjartansson. Endurskoðendur: Almar Hjarðar og Gunnar Davíðsson. Til vara: Jóhann Valdimarsson. Stjórn Sjúkrasjóðs: Jónas Guðmundsson, Jakob Einars- son og Oddur B. Júlíusson. Til vara: Leifur Georgsson, Jens Kristinsson og Jón Traustason. I fulltrúaráð Lífeyrissjóðs Vestmanneyinga, aðalmenn: Ármann Bjarnfreðsson, Jón Kjartansson, Jón S. Trausta- son, Jónas Guðmundsson og Sævar Halldórsson. Til vara: Gunnar Davíðsson, Magni Rósinbergsson, Oddur B. Júlíusson, Sigurður Georgsson og Ægir Hafsteinsson. Stjórn Alþýðuhússins: Jón S. Traustason og Oddur B. Júlíus- son. Til vara: Sævar Halldórs- son og Ármann Bjamfreðsson. menntun fiskvinnslufólks sé nú komin á góðan rekspöl, skulum við gera okkur ljóst að síðan á eftir að semja um málið við atvinnurekendur og það gæti kostað átök, ef eitthvað bita- stætt á að koma út úr þeim samningum. * A fiskiðnaðurinn nokkra framtíð fyrir sér? Þótt fiölmiðlar geri vanda- málum fiskiðnaðarins yfirleitt lítil skil og öll umfjöllun um þau mál yfirborðskennd og oft samin af mestu vanþekkingu, þá blandast engum hugur um að ríkisstjórnin hefur gefist upp á öllu sem heitir stjórn efna- hagsmála, sem sést best af því að íslenskur fiskiðnaður er nánast kominn að fótum fram, á sama tíma og alls konar brask og mang með varning og þjón- ustu gerir menn vellríka á skömmum tíma og má þar nefna sem dæmi bjórlíkiskrár, spilakassabúllur og vídeó- leigur. Fiskiðnaðurinn getur ekki greitt útvegsmönnum og sjó- mönnum það verð fyrir fiskinn, sem þarf til að veiðarnar séu arðbærar og eru útgerðarmenn í ríkum mæli að breyta togurum sínum í verksmiðjuskip eða landa fiskinum í gáma sem fluttir eru úr landi og aflinn seldur og unninn þar. Þessi þróun ásamt lágum launum í fiskiðnaðinum veldur því að verkafólk er að missa trúna á að nokkur framtíð sé í því að vinna í fiski. í sjávar- plássum víðs vegar um landið er fólk að yfirgefa eignir sínar, þó að það fái lítið sem ekkert fyrir þær, til að flytja á Stór- Reykjavíkursvæðið til að taka þátt í dansinum í kringum gull- kálfinn. Er unnt að snúa þessari þróun við? Frjálshyggjuliðið, sem ræður ferðinni í ríkis- stjórninni okkar og í yfirstjóm fjármála, hefur þegar sýnt hvernig það ætlar að stjórna landinu. Frelsi fjármagnsins er þess æðsta boðorð — fjandinn hirði þjóðarhag ef við fáum að græða í friði! Um síðustu helgi sótti ég ráð- stefnu á vegum Fiskiðnar, félagsskapur nemenda úr Fisk- vinnsluskólanum og annarra áhugamanna um fiskiðnað. Á þeirri ráðstefnu voru m.a. rædd fræðslumál og það sem kallað er tvífrysting. Tvífrysting er þekkt hér á landi, en hún felst einfaldlega í því að aflinn er fyrst frystur og síðan þýddur upp aftur, full- unninn og síðan frystur aftur. Þar flutti ungur maður frá Rekstrartækni fróðlegt erindi, þar sem hann tók dæmi af frystihúsi, sem hann nafn- greindi ekki, og þeim sveiflum sem verða á því hráefnismagni sem barst til hússins á einu ári, en hráefnið sem barst þessu húsi var frá 130 tonnum á mánuði og allt upp í 1200 á mánuði. Hann sagði að hrá- efnisskorti væri svarað með uppsögnum starfsfólks, en afla- toppunum með því að vinna allan aflann í s.k. roðfisk fyrir Bretlandsmarkað, en þær pakkningar væru meira en helmingi verðminni en neyt- endapakkningar á Bandaríkja- markað. Hann benti á að ef þetta hús hefði fengið aflann heilfrystan og geta þýtt hann upp og unnið eftir hendinni, hefði verið unnt að auka framleiðsluverðmætið um 30-40 milljónir, auk þess sem atvinnuleysi hefði þá orðið óþekkt á þeim vinnustað. Alda Möller matvælafræð- ingur skýrði frá tilraunum, sem rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins væri að gera um gæði tví- frysts fisks. Hún fullyrti að F ræðslustarfsemi Árlega skulu haldin nám- skeið um bónusvinnu í frysti- húsunum, nógu mörg til að öll frystihús eigi kost á að senda þangað fólk eftir þörfum. Frystihúsunum er skylt að senda á þau námskeið það bónustrúnaðarfólk, sem ekki hefur sótt slík námskeið áður og a.m.k. einn verkstjóra eða annan stjórnanda, sem stjómar bónusvinnunni, sé einhver sem ekki hefur sótt slík námskeið áður. Á námstímanum skal trún- aðarmaður fá laun sem svarar meðaltekjum hans eftir sömu útreikningsreglu og gilda í veikindatilfellum. Bónustrúnaðarmenn, sem sækja bónusnámskeið, en að öðru jöfnu vinna hlutastarf, fái rannsóknir þeirra bentu ekki til þess að tvífrystur fiskur væri verri en sá sem unninn var ferskur og í sumum tilfellum mun betri. Hún skýrði frá því að heil- frystur fiskur geymdist betur en fryst flök vegna innþornunar og að rannsóknir þeirra bentu til þess að geyma mætti heil- frystan fisk í allt að ár áður en hann er unninn. Á fundinum kom fram að íslensku sölusamtökin í Banda- ríkjunum bönnuðu tvífryst- ingu, en ég get upplýst fundinn um það, að mér væri vel kunnugt um að Danir hefðu til fjölda ára heilfryst allan sinn umframafla og ynnu hann síðan í blokk, sem þessir sömu aðilar keyptu athugasemdalaust. Ég hefi verið nokkuð marg- orður um þetta mál, þó að það eigi ef til vill ekki heima í skýrslu formanns um starfsemi félagsins, en ég tel að ef fisk- iðnaðurinn gæti þróast í þessa átt, gæti orðið bylting í atvinnu- málum fiskvinnslufólks. greitt eins og um heilsdagsstarf sé að ræða, meðan á námskeiði stendur. Fiskvinnslufyrirtækin beri allan kostnað af námskeiðum þessum. Auk framangreindra nám- skeiða, skal halda fræðslufundi í hverju fiskvinnslufyrirtæki í vinnutíma tvisvar á ári og skal starfsfólk halda óskertu kaupi á slíkum fundum. Öllu starfsfólki, sem vinnur við ákvæðisvinnu skv. samningi þessum, skal gefinn kostur á að sitja fundina, sem skulu vera nægilega margir, þannig að ekki séu fleiri en 30 starfsmenn á hverjum fundi. Lengd fræðslufunda skal miðast við þann tíma sem þarf til útskýringa og til að svara fyrirspurnum. Kosið í stjóm og í önnur trúnaðarstörf hjá Y erkalýðsfélagi Vestmannaeyja Nýir bónussamningar Á aðalfundi Verkalýðsfélags Vestmannaeyja hinn 29, sept. s.l. voru kynntir nýgerðir bónussamningar. Samningarnir eru víða- miklir og taka til margra þátta ák væðisvinnunnar. I samningnum er m.a. fjallað um fræðslustarf og segir þar m.a.:

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.