Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vesímannaeyjuni 9. tölublað Vestmannaeyjum, 17. október 1985 45. árgangur Sóun í stað sparnaðar Óáran í landsstjórninni Það blæs ekki byrlega í lands- stjórninni fremur en fyrri daginn; allt ku vera í hers höndum, „ráðstafanir" yfir- gengnar, gangandi yfir og fyrir- hugaðar. „Viðnám gegn verð- bólgu" er enn á döfinni; menn taka varla eftir slíku, svo kunnuglega lætur það augum og eyrum. Þrátt fyrir allar þær heitstrengingar í gegnum tíðina er árangurinn ekki beisnari en það að krónan frá 1973 er orðin að einum eyri. Alvarlegast er þó, að dýrtíðin er spenntasti strengurinn í hörpu efnahags- kerfisins; maturinn dýrastur af öllu — nema kannski pening- arnir, sem kosta nú svo mikið að enginn venjulegur rekstur getur staðið undir þeim ofur- kjörum — og einstaklingarnir sem skulda venjulega í íbúðar- húsnæði, eru í raun komnir í skuldafangelsi. Fjórði hver fisktittur sem slitinn er upp úr kvótanum fer í afborganir og vexti af erlendum lánum, sem tekin hafa verið til eyðslu, og raunar einnig til hvers kyns fjárfestinga. Þær hafa hins vegar ekki allar verið af skynsamlegra tæinu; óhemju fjármunir liggja í yfirstandandi virkjunarframkvæmdum, sem engin þörf er á rafmagninu frá. Hönnunarkostnaðurinn einn við svokallaða Fljótsdalsvirkj- un er meira en 600 millj. króna. Sú virkjun, ef gerð verður, kæmist kannski í brúk upp úr aldamótum. Menn hafa verið að smíða hús í þjónustu- greinum, sem meira en nóg er af fyrir; fjárfest er í landbúnaði, Um félagslegar íbúðir Eins og flestum er kunnugt þá ákvað meirihluti bæjar- stjórnar af sínum alkunna rausnarskap s.l. sumar að byggja og kaupa 18 íbúðir á vegum verkamannabústaða, á árunum 1986 til 1990, en mitt í þessari erfiðu fæðingu gerist það að tveir fulltrúar meiri- hlutans í bæjarstjórn lögðu fram tillögu um að leita eftir samstarfi við stéttarfélögin í Vestmannaeyjum um byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða. Nú er það svo að þessir sömu fulltrúar meirihlutans hafa margsinnis lýst sig andvíga byggingu íbúaðrhúsnæðis á félagslegum grundvelli, þess vegna fær maður lítið samhengi í þennan tillöguflutning. Stjórn Verkamannabústaða í Vest- mannaeyjum hefur marg ítrek- að á þessu kjörtímabili sex- menninganna þörfina fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á félagslegum grundvelli, en því miður þá virðist sem meirihluti bæjarstjórnar beri ekki gæfu til að samþykkja tillögur frá stjórn Verkamannabústaða sem minnihluti bæjarstjórnar hefur tekið heils hugar undir. í lögum um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðarbyggingar segir orðrétt: Hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna er að annast lán- veitingar tii félagslegra íbúða- bygginga með það að markmiði að bæta úr húsnæðisþörf lág- launafólks. Félagslegar íbúðir teljast skv. lögum þessum: a. Ibúðir í verkamannabústöð- um sem byggðar eru eða keypt- ar á vegum stjórna verka- mannabústaða og ætlaðar eru til sölu handa láglaunafólki sem fullnægir skilyrðum þeim sem sett eru í þessum kafla laganna. b. Leiguíbúðir sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum og ætlaðar eru til útleigu við hóflegum kjörum handa lág- launafólki eða öðruni þeim sem þarfnast af félagslegum ástæð- um aðstoðar við húsnæðis- öflun. c. Leiguíbúðir sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum og/ eða ríkisins eða af félags- samtökum og ætlaðar eru tíl útleigu við hóflegum kjörum fyrir námsfólk, aldraða og ör- yrkja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja væri það opin leið ef áhugi væri fyrir hendi, að leysa húsnæðis- þörf aldraðra með því að sam- þykkja að byggja íbúðar- húsnæði fyrir aldraða, sölu- og/ eða leiguíbúðir eftir lögum um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúaðrbyggingar. Benda má á til áréttingar að aldraðir eiga sama rétt og aðrir til að kaupa eða leigja sér íbúðir sem byggðar eru á vegum Verkamannabústaða í Vest- mannaeyjum. —Elías Björnsson. sem á að dragast saman; skip eru smíðuð sem enginn getur keypt né rekið, hlaða á sig hundruðum milljóna á ári. Fragtskipaflotinn a.m.k. þriðj- ungi of stór. Er von að vel fari? Ut úr ógöngum Það er augljóst að við svo búið má ekki standa og gefur auga leið, að meira verður að afla raunverulegra verðmæta svo úr megi rekja þeim vanda sem við er að glíma. Og það er hægt. Er nokkur hemja, að meir en helmingur vertíðar- aflans er annars flokks og neðar — allt oní óæti? Kæmi mest allur afli 1. flokks í gegnum vinnslu og í mest arð- gefandi vöru, ykist söluverðið um milljarða. Áð því verður að stefna og beita til þess þeim aðferðum sem til þarf. Hvers kyns nýting á því sem nú er hent, getur orðið fóður fyrir hinar nýju greinar, fiskeldi og loðdýra; ef allt fer þar sem vonir standa til eru þar mikil verðmæti til viðbótar. Svo mætti lengur telja. Það er alkunna, að rétta má vog með öðrum hætti en bæta í þá skálina, sem léttari er; það má nefnilega líka létta á hinum megin: Það má og á að spara. Það er talið, að selur, einkum útselur eigi mestan þátt í orma- fjölda í fiski. Ef við losnuðum við meginhluta ormanna, gætum við hagnast um til að mynda 800 milljónir á ári. Það svarar til 100 þúsunda króna á hvern mann í fiskvinnslu. Það munar um minna. Ekki hefur enn verið unnt að koma í gegn- um þingið frumvarpi um sel- veiðar, sem gæti dregið úr þessum ósköpum. Selurinn þarf líka að éta. 30.000 tonn af sel éta hálfa milljón tonna á ári. Raunsæi Það er á miklu fleiri sviðum hægt að benda á möguleika til að auka tekjur þjóðarbúsins og draga úr þeirri sóun sem við- gengist hefur. En menn skyldu gera sér grein fyrir því að árangur nýrrar og markvissrar atvinnustefnu skilar sér ekki daginn eftir að menn hafa fundið hinn rétta kúrs. Öll slík viðleitni tekur tíma; við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er langtíma verkefni; hver sem segir fólk- inu að lausn og árangur bíði bak við næsta leyti, gefur gylli- vonir. f þessum efnum sem öðrum verðum við að beita ís- köldu raunsæi — loftkastala- smíð hefur sjaldan gefið mikið afsér. —G.S. — Getraunin — > Hver skyldi hafa rítað þessi orð í Fylki fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1982? a) „Meirihlutinn flýtur sofandi að feigðarósi á mjúkum svæflum afskiptaleysis og sjálfumgleði" b) „Stefnt er að stórkostlegri hækkun hitaveitu- gjalda" (Það skal tekið fram að sami maðurinn ritaði báðar klausurnar). ~> Hve mikið skyldi bæjarsjóður Vestmannaeyja hafa greitt í dráttarvexti það sem af er þessu ári? (Merkið X í viðeigandi reit) I 9.000 ¦ 90.000 ¦ 900.000 ¦ 9.000.000 kr. — Rétt svör sendist Eyjablaðinu sem fyrst, pósthólf 83. — Allir bæjarbúar vita að í tíð síðustu bæjarstjórnar var hafist handa um að koma skolpinu út fyrir Eiði. Óskammfeilni Sigurður Jónsson forseti bæjarstjórnar stingur niður penna í síðasta Fylki og skrifar þar heljar mikinn leiðara undir fyrirsögninni „Margt hefur vel tekist á kjörtímabilinu". Ég nenni ekki að tíunda allt það sem forsetinn gumar af í þessum leiðara, en þar tínir hann fram ýmsar framkvæmdir sem hafnar voru á síðasta kjör- tímabili, og eignar þær hinum „sterka" núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Heldur SJ. virkilega að bæjarbúar séu búnir að gleyma hverjir hófust handa um að koma skolpinu út fyrir Eiði? Heldur S.J. að bæjarbúar séu búnir að gleyma hverjir hófu framkvæmdir við hinn iiýja Hamarsskóla? Heldur S.J. að bæjarbúar séu búnir að gleyma hverjir hófu framkvæmdir við íbúðir alclr- aðra? Nei, aldeilis ekki Sigurður Jónsson. Bæjarbúar vita að hafist var handa um allar þessar þörfu framkvæmdir á árunum 1978-1982. það eina sem í upptalningu Sigurðar Jóns- sonar er nýtt af nálinni eru starfsmannaíbúðir fyrir starfs- fólk Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar. Og hvaðan skyldi nú sú tillaga hafa komið? Jú, hún kom frá okkur þremur full- trúum minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Sigurði Jónssyni hefði verið nær að láta niðurlagsorðin í leiðaranum hljóða á þá leið að þeir (sjálfstæðismenn) hafi borið gæfu til að halda áfram þeim framkvæmdum sem hann minnist á, heldur en að tala um að sjálfstæðismenn hafi haft frumkvæði, því það hafa þeir alls ekki haft. Það má því heita furðuleg óskammfeilni af forseta bæjar- stjórnar að bera svona á borð fyrir bæjarbúa og honum vart sæmandi. —S.T.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.