Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLADID Ritneínd: Ragnar Óskarsson (áhm.) Sveinn Tómasson Oddur Júlíusson Edda Tegeder Siguröur Sigurðsson Utgefandi: Alþýöubandalagiö í Vestmannaevjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Alþýðubandalag gegn ihaldi Því hefur stundum verið haldið fram að íslenskir stjórnmálaflokkar séu allir eins og í raun skipti því litlu máli hverjir þeirra stjórni landinu. Hér er á ferðinni fullyrðing sem er langan veg frá því að vera rétt. Að vísu má segja að ekki sé t.d. mikill munur á íhaldi og framsóknaríhaldi eins reyndar núverandi ríkisstjórn hefur best sannað. Hins vegar er grundvallarmunur á stefnu íhaldsflokkanna og stefnu Alþýðubandalagsins og það er einmitt sá munur sem sannar að flokkarnir eru ekki eins og því skiptir miklu máli hver þeirra hefur afgerandi áhrif á stjórn landsins. I þessu sambandi skulum við bera saman nokkur stefnumál Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins sem eru höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmáium. # Alþýðubandalagið hefur ætíð lagt áherslu á að tryggja launafólki mannsæmandi laun og kaupmáttur launa hefur reyndar ætíð verið hæstur þegar Alþýðu- bandalagið hefur setið í ríkisstjórn. Hver skyldi stefna Sjálfstæðisflokksins hins vegar vera gagnvart launafólki? Líklega birtist hún einna best í reynslu þeirri sem íslendingar hafa haft af núverandi ríkisstjórn. Kaupmáttur launa hefur nefnilega hrapað jafnt og þétt allt frá því að hún komst til valda, og nú eftir tveggja ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjórn er svo komið að venjuleg íslensk heimili búa við afar þröngan kost. # Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu án þess þó að hún íþyngi fjárhagslega þeim sem hennar njóta. I þau skipti sem Alþýðubandalagið hefur farið með heilbrigðismál hefur náðst allverulegur árangur á þessu sviði. Hver skyldi stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu sam- bandi vera? Jú, hún miðar að því að láta þá sem helst þurfa að njóta heilbrigðisþjónustunnar greiða hana fullu verði, en þarna er einkum um þá að ræða sem öðru jöfnu bera minnst úr býtum fjárhagslega. # Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á að allir nem- endur njóti jafnréttis til náms án tillits til búsetu og efnahags. Einnig á þessu sviði hefur Alþýðubandalagið náð verulegum árangri þegar það hefur átt þess kost. Hver skyldi stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu sam- bandi vera? Forsmekknum höfum við nú þegar kynnst er stofnaður var einkaskóli í Reykjavík nú í haust. Sjálfstæðisflokkurinn vill nefnilega færa rekstur skóla til einkaaðila í sem mestum mæli. Með því leggur flokkurinn grunn að misrétti nemenda til náms. Fjár- hagur fólks á sem sé að ráða því hvernig menntun þeir fá, dýra eða ódýra og í fullu samræmi við markaðs- lögmálin. Áfram mætti halda og tína til ýmis stefnumál þessara tveggja höfuðandstæðinga íslenskra stjórnmála. Niður- staðan verður ætíð sú sama. Hún sýnir annars vegar að Alþýðubandalagið hefur sem sitt höfuðmarkmið að styrkja stöðu þeirra sem vinna hörðum höndum fyrir daglegu brauði, að tryggja rétt þeirra sem minna mega sín fyrir yfirgangi peningaaflanna í landinu. Það eru einmitt peningaöflin sem ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum og þau geta aldrei, eðlis síns vegna, gætt hagsmuna alþýðu manna. Þess vegna má það ekki gerast að þúsundir launa- fólks fylki sér um Sjálfstæðisflokkinn því hann er það afl sem vinnur gegn hagsmunum þess. Og það er einungis með því aö efla Alþýðubanda- lagið til áhrifa að launafólk getur vænst öflugs málsvara gegn fjandsamlegri íhaldsstefnu Sjálfstæðisflokksins. —R.Ó. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi Um s.l. helgi var aðalfundur Alþýöubandalagsins á Suður- landi haldinn að Reykholti í Biskupstungum. Héðan úr Eyjum sóttu 6 fulltrúar fund- inn. Auk venjulegra aöalfundar- starfa setti kosningaundir- búningur vegna komandi sveitarstjórnakosninga sterkan svip á fundinn. Garðar Sigurðsson alþingis- maður flutti ræðu þar sem hann gerði að umtalsefni stjórnmála- ástandið í landinu og stöðu Alþýðubandalagsins í því sam- bandi. Kristinn Jóhannsson forseti bæjarstjórnar á Neskaupstað flutti fróðlega tölu um undir- búning vegna sveitarstjórna- kosninganna og ræddi sérstak- lega þá reynslu sem Norð- firðingar hafa af áratuga meirihlutastjórn sósíalista. A fundinum voru síðan rædd fjölmörg önnur mál er varða Suðurlandskjördæmi og skip- uðu atvinnumál stóran þátt í þeirri umræðu. Fundurinn ákvað að viðhafa forval vegna næstu Alþingis- kosninga í samræmi við þær reglur sem samþykktar hafa verið um forval Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi. Ný stjórn var kosin á fund- inum og hana skipa nú: Elín Jónsdóttir, horlákshöfn, for- maður. Kolbrún Skarphéðins- dóttir, Stokkseyri, varafor- maður og gjaldkeri. Margrét Guðmundsdóttir, V-Skafta- fellssýslu, meðstjórnandi. I stjórnmálanefnd kjör- dæmisráðs voru kosnir tveir fulltrúar úr Vestmannaeyjum, þeir Garðar Sigurðsson og Guðmundur Jensson. Þá hlutu þessir tilnefningu í miðstjórn Alþýðubandalags- ins: Ragnar Óskarsson, Vest- mannaeyjum, Sigurður R. Sigurðsson, Selfossi, Elín Oddgeirsdóttir úr uppsveitum Árnessýslu. I uppstillingarnefnd vegna Alþingiskosninga var Sveinn Tómasson kosinn fulltrúi Eyja- manna. Aðalfundurinn tókst í alla staði vel og mikill og góður baráttuhugur ríkti. Hver man ekki eftir fögru kosningaloforðunum: HREINN BÆR OKKUR KÆR. Hvað varð um þau loforð?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.