Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 RAGNAR OSKARSSON: Enn um náttúrulögmál Undanfariö hefur farið fram nokkur umræða um búsetu- þróun hér í Vestmannaeyjum. í þessari umræðu hafa menn lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að héðan virðast vera að flytja fjölskyldur en fáar koma í staðinn. Þá hafa menn ekki verið á eitt sáttir um hvað veldur brottflutningi þessum og hafa komið fram um það atriði ýmsar kenningar. Sumir telja að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eða öllu heldur aðgerðarleysi hennar gagnvart landsbyggð- inni skipti hér mestu máli. Aðrir telja að bæjarstjórn Vest- mannaeyja eigi fyrst og fremst sökina. Þá telja enn aðrir að flutningar fólks héðan séu í rauninni eins konar náttúru- lögmál sem enginn ræður við. Tvær fyrri kenningarnar hljóta að vega þyngst þegar þessi mál eru metin og ef saman fer aðgerðarleysi stjórnvalda þ.e. ríkisstjórnarinnar og að- gerðarleysi bæjarstjórnarinnar er ekki nema von að illa fari. í síðasta Eyjablaði gerði ég þessi mál að umtalsefni og benti á að há hitaveitugjöld, há dagvistunargjöld og erfiðleikar með að afla sér húsnæðis hlyti að hafa áhrif hvað búsetu varðar en þannig er þessu inn í það mynstur atvinnulífsins sem fyrir er velur þann kost að búa annars staðar. Og þarna er í raun komið að kjarna málsins. Það er sem sé nauðsynlegt að stuðla að fjölbreyttara atvinnu- lífi hér en nú er raunin á. í því sambandi hlýtur bæjarstjórn að gegna lykilhlutverki. Henni ber þess vegna að hafa frumkvæði að því að af stað sé farið og að þeir möguleikar til nýsköpunar í atvinnulífi Vestmannaeyinga sem fyrir hendi eru séu nýttir. Því miður hefur meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja ekki trú á að koma megi á fót fjölbreyttara atvinnulífi hér, það sýnir áhugaleysi hennar í þeim efnum það sem af er kjör- tímabilinu. í ljósi þessara stað- reynda er það í sjálfu sér ekkert óeðlileg að í.þ.m. sumir innan meirihlutans skuli líta á það sem náttúrulögmál að fólk fari héðan. Þeir sem skilja ekki or- sakirnar átta sig nefnilega ekkert frekar á afleiðingunum. Við þurfum endilega að fá meiri léttan iðnað, ásamt fiskvinnslunni. einmitt farið hér. En það er ekki einungis hita- veitan, dagvistunargjöldin og möguleikar á húsnæði sem ræður úrslitum, í.þ.m. ekki hjá öllum. Þar kemur annað til, nefnilega möguleikar á atvinnu. Atvinnulíf hér í Eyjum hefur löngum verið afar einhæft og því miður virðast ekki ætla að verða breytingar þar á á næst- unni. Þetta þýðir auðvitað að fólk sem fellur ekki að öllu leyti Þeir eru svo manneskjulegir í samskiptum Ég man eftir því skömmu fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar að einn af þeim sem nú situr í bæjarstjórn fyrir íhaldið sagði að þeir sem réðu ferðinni þá væru svo ómann- eskjulegir í stjórnun bæjarins. Hann sagði að þegar menn kæmu á bæjarskrifstofumar fengju þeir oft ekkert nema ónotin og að þetta væri alls ekki hægt, svona væri ekki hægt að koma fram við fólk. VESTMANNAEYJABÆR Tilboð óskast Vestmannaeyjabær leitar eftir tilboðum í efri hæð húseignar- innar Sólhlíð 26 ásamt bílskúr. Tilboðum skal skila í lokuðu um- slagi merkt „Sólhlíð 26 — tilboð” fyrir 28. október n.k. á skrifstofu undirritaðs, sem veitir nánari upp- lýsingar. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 9$) Aðalfundur Herjólfur h.f., Vestmannaeyjum heldur aðalfund fyrir árið 1984 í Hallarlundi, fimmtudaginn 31. október 1985, kl. 20:30. Fundarefni: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Önnur mál. Reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 23. október n.k. —Stjórnin. Ég er að rifja þetta upp nú vegna atviks sem gerðist um daginn. Það var þannig að maður sem ég þekki og er orðinn gamall fékk bréf sem bæjarstjórinn skrifaði honum. í bréfinu var verið að rukka hann um gatnagerðargjöld sem hann hafði aldrei verið rukkaður um fyrr. En það var ekki nóg að hann væri rukkaður um gatna- gerðargjöldin, hann var einnig rukkaður um vanskilavexti sem voru orðnir langtum hærri en upphaflega skuldin. Málið var þó ekki búið. Neðst í bréfinu tilkynnti bæjar- stjóri honum að ef hann ekki borgaði skuldina yrði sendur á hann lögfræðingur. Þessi hegðun bæjarstjórans finnst mér fyrir neðan allar hellur. Hún er bæði ómann- eskjuleg og dónaleg. Ég veit vel að sá sem fékk rukkunina hefur aldrei verið vanskilamaður við bæjarfélagið og hann á ekki skilið svona framkomu. Hvað skyldi bæjarstjórnar- fulltrúinn sem ég gat um í upphafi annars vilja segja urn málið? Ætli honum finnist að þeir sem nú ráða ferðinni, og þá líka hann sjálfur, séu ekki yfir sig manneskjulegir þegar þeir senda út bréf af þessu tæi? Og hvað skyidi bæjarbúum finn- ast? —Launamaður. Kjartan ráðinn til Víðis Kjartan Másson, sem sælla minninga stýrði ÍBV aftur upp í I. deild í sumar, hefur verið ráðinn sem þjálfari Víðis í Garði næsta sumar. Er óhætt að segja að Kjartan sé akkúrat rétti maðurinn fyrir þetta lið, því það sem fleytti því áfram í sumar var krafturinn og dugn- aðurinn, en það er einmitt aðalsmerki þeirra liða sem hafa verið undir stjórn Kjartans. Óska ég Kjartani góðs gengis með nýja félaginu. —ÞoGu. Við viljum enn minna viðskiptavini okkar á að greiða sem allra fyrst gjaldfallin iðgjöld (sérstak- lega þau eldri). Munið Eurocard og Visa þjónustuna. 11LU111 TRYGGINGAR Umboðið í Vestmannaeyjum Sími 2550 Aðalfundur Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 1984 verður haldinn í matstofu félagsins, laugardaginn 19. okt. n.k. kl. 18:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf —Stjórnin Frá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og V erslunarmannaf élagi Vestmannaeyja Opnunartími sameiginlegrar skrifstofu Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Verslunarmanna- félags Vestmannaeyja verður alla virka daga októbermánaðar frá kl. 09:00-16:00. ATVINNA Skipalyftan h.f. vill ráða til vinnu strax járniðnaðarmenn, verkamenn og bílstjóra. Upplýsingar gefur Kristján Ólafsson á staðnum. SKIPAIYFTAN HF

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.