Eyjablaðið - 31.10.1985, Page 1

Eyjablaðið - 31.10.1985, Page 1
EYJABLA L Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 10. tölublað Vestmannaeyjum, 31. október 1985 45. árgangur Merk Á þessu ári hafa farið fram miklar umræður um íbúðir fyrir aldraða. Nú í lok desember verður 2. áfangi væntanlega tilbúinn til notkunar. í þessum áfanga er um söluíbúðir að ræða, en því miður eru þessar íbúðir allt of dýrar og þess vegna eru það tiltölulega fáir sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að eignast slíka íbúð. Það er því nauðsynlegt að byggja leiguíbúðir handa því fólki sem hefur minni fjárráð. Þess vegna lögðum við full- trúar minnihluta bæjarstjórnar fram tillögu á bæjarráðsfundi s.l. mánudag. TILLAGA Við undirritaðir, fulltrúar minnihluta bæjarstjómar minnum á tillögu okkar er við fluttum í bæjarstjórn miðviku- daginn 31. júlí s.l. varðandi byggingu verkamannabústaða. Þar lögðum við til, að á tíma- bilinu 1986-1990 verði byggð- ar og keyptar 38 íbúðir. Jafn- framt gerðum við sérstaklega Um Jón Eftirfarandi rákumst við á í Helgarblaði Þjóðviljans: ,,Jón Helgason kirkju- málaráðherra greindi frá því í ræðu sinni við setningu kirkjuþings, að brennivínið væri búið að drepa allt það Guðlega í íslendingum. Þá varð þessi vísa til: Á Kirkjuþingi kynnti Jón klúður sinna þegna. Drottinn hefur flúið Frón fylliríis vegna.” tillaga ráð fyrir, að byggt verði raðhús með sex íbúðum í. Óþarfi er að taka það fram, að tillaga okkar minnihluta- manna var felld af fulltrúum Sj álfstæðisflokksins. Á þetta er nú minnt vegna sérstakra funda bæjarfulltrúa og fulltrúa stéttarfélaganna hér, þar sem kannaður var áhugi þeirra á frekari byggingum íbúða fyrir aldraða. Hefur komið fram hjá fulltrúum stéttarfélaganna að áhugi þeirra beinist fyrst og fremst að bygg- ingum verkamannabústaða, fyrir aldraða. Að höfðu samráði við full- trúa stéttarfélaga, gerum við bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar, að tillögu okkar, að hafist verði handa um undirbúning og byggingu tveggja raðhúsa með sex íbúð- um hvort. Skulu byggingar- framkvæmdir við fyrra húsið hefjast eigi síðar en í mars 1986, með fjórum sambýlis- og tveim einstaklingsíbúðum. Hafist skal handa um byggingu seinni áfanga, eigi síðar en í nóvember 1986, með fjórum einstaklings- og tveim sam- býlisíbúðum. íbúðirnar skulu byggðar samkvæmt lögum um byggingu verkamannaíbúða. Húsin skulu staðsett á svæðinu sem ætlað er íbúðum fyrir aldr- aða. íbúðirnar skulu vera leigu- íbúðir og njóta sömu þjónustu og aðrar íbúðir aldraðra frá Hraunbúðum. Andrés Sigmundsson Sveinn Tómasson Þorbjörn Pálsson Bæjarráð samþykkti að vísa tillögunni til stjórnar Verka- mannabústaða og fela stjóminni að sækja um 12 íbúðir skv. lögum um verkamannabústaði. —S.T. — Getraunin — • Hver skyldi hafa ritaö þessi orð í Fylki fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1982: a) „Það veit enn betur að stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn nú þýðir lægri hitagjöld og meiri framkvæmdir”. b) „Það er trú mín að hitaveita Vestmannaeyja geti með bættum rekstri látið sér nægja hækkanir sem verðbólgan veldur og jafnvel á næstu árum farið að lækka verð sitt til enn meiri hagsbóta fyrir bæjarbúa.” • Hve mikið skyldi gjaldskrá Fjarhitunar hafa hækkað frá því Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta í Bæjarstjórn Vestmannaeyja? (Setjið X í viðeigandi reit) ■ 3% ■ 30% ■ 300% Rétt svör sendist Eyjablaðinu sem fyrst, pósthólf 83. Snemma beygist krókurinn Undirstaðan brestur Yfirbyggingin ridar til falls 1 dollar Nú í byrjun vetrar kostar einn Bandaríkjadollar um það bil 42 krónur. hann kostaði það sama í byrjun ársins. Gengið er fast á dollaranum en Evrópu- gjaldmiðlar hafa hækkað og surnir mikið svo sem eins og pundið, sem í ársbyrjun var um það bil 1 dollar og 10-15 sent, en er nú ca. 1 dollar og 43 sent. Þar sem við seljum megnið af okkar sjávarafurðum til USA og raunar annarra einnig fyrir dollara, en kaupum mest af okkar vörum í Evrópumyntum, sígur að þessu leyti til ógæfu- hliðarinnar. Ekkert er nú þetta í saman- burði við þau ósköp sem dynja á fiskvinnslunni í þeirri verð- þenslu, sem verið hefur á þessu ári með gengið fast. Eigum við til dæmis að gera ráð fyrir að í byrjun ársins hafi það kostað fiskvinnsluna 35 kr. að vinna, flytja og selja fisk í Ameríku fyrir 1 dollar, 42 krónur. Jákvæður munur 7 kr. pr. dollar. Með meira en þriðj- ungs verðþenslu innanlands, ætti einn dollar að kosta nú um það bil 47 krónur. Neikvæður munur að minnsta kosti 5 kr. pr. dollar. Ef fyrri talan er of Iág hlyti sú seinni að hækka enn. Utkoman er sem sé sú, að vinnslan getur alls ekki framleitt söluvöm í Ameríku fyrir 42 kr. pr. dollar. Viðskipti af þessu tagi geta menn ekki stundað til lang- frama. Undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar er rekinn með halla; útgerð og vinnslu hefur á undanförnum árum verið búin þau skilyrði, að sjávarútvegur- inn hefur verið rúinn um a.m.k. 5 milljarða kr. Það er furðulegt, að stjóm- málamenn skuli ýmist ekki hafa vit á að búa undirstöðu- atvinnuveginum viðunandi skilyrði eða þjarma svo að honum vísvitandi, að stefnir í stöðvun og jafnvel hrun. í stað nýsköpunar, uppbyggingar og styrkingar í sjávarútvegi eru höfuðgreinar hans nú að ljúka við að éta síðustu leifarnar af höfuðstólnum og meir en það. Stjórnarstefnan Upp á þessa þróun hafa ráðamenn horft aðgerðar- lausir, eða svo gott sem. Sjálf- gengi hins frjálsa peningakerfis er heilög kýr og ásamt alfrjálsri verslunarálagningu stýrir það Á fulltrúafundi Lífeyrissjóðs Vestmanneyinga sem haldinn var í september s.l. var sam- þykkt tillaga þess efnis að skora á stjórn Lífeyrissjóðs Vest- manneyinga að hefja ellilíf- eyrisgreiðslur til þeirra sem orðnir eru 67 ára frá og með 1. janúar 1986 án skerðingar (í staðinn fyrir 70 ár komi sem sagt 67 ára). Þetta er góðra gjalda vert og sýnir að einhverjir álíta þetta apparat lífeyrissjóð en ekki eingöngu lánastofnun eða stofnun sem verslar með pen- inga launþega. Það er búið að halda einn fund í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmanneyinga síðan þessi tillaga var samþykkt á fulltrúa- ráðsfundinum og það virðist vaxtastiginu, sem er gildur þáttur í verðþenslunni. Fram- leiðsluatvinnuvegirnir þola ekki mjög jákvæða raunvexti, því þeir geta ekki látið aðra greiða þá fyrir sig. Það væri gaman að vita hversu margir sjálfstæðismenn í fiskvinnslu eru ánægðir með stjórnvisku af þessu tagi, og það augljósa ráð- leysi og skilningsleysi, sem forusta flokks þeirra með Þor- stein Pálsson í broddi fylkingar, sýnir bardúsi þeirra við að reyna að halda framleiðslunni á floti. Fari svo sem horfir, að sjávarútvegurinn fái skell, verður það skellur allrar þjóð- arinnar. —G.S. vera algert hernaðarleyndar- mál hvað þar gerðist. Vonandi hefur stjórnin ekki sest á tillöguna, því á maður bágt með að trúa á fulltrúa launþega í stjórninni. Að mér skilst, þá voru flutn- ingsmenn að tillögunni vara- formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og varafor- maður Snótar og þess vegna hlýtur það að liggja ljóst fyrirað fulltrúa þessara félaga í stjórn Lífeyrissjóðsins sem eru for- menn félaganna hljóta að vera fylgjandi málinu. Þá eru það fulltrúar atvinnurekenda og fulltrúi sjómanna sem eftir eru. Hvað gerá þeir? Vonandi bera þeir gæfu til að samþykkja til- löguna. —Launamaður. Hvað nú?

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.