Eyjablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Athugið breytt símanúmer Framhaldsskólinn: Skrifstofa og kennarastofa ... 1079, 2499 Verknámssalur................. 1078 9. bekkur G.Í.V............... 1948 Stjórn verkamannabústaða í Vestmannaeyjum auglýsir til sölu 3ja herbergja íbúð að Áshamri 75. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar. Nánari upplýsingar gefur Kristjana Þorfinns- dóttir í síma 1485. —Stjórnin. AFSLÁTTUR pumn' af Puma íþróttavörum og Arena sundfötum fyrst um sinn. Opið á laugardögum frá kl. 9-12 fyrir hádegi. V. kaupfelag YESTMAN NAEYJA Vefnaðarvörudeild MUNIÐ slátursöluna Allra síðasta söluvika Gerið góð matarkaup Kæfukjöt á aðeins 65,- kr. kg. —VERIÐ YELKOMIN— IHALDIÐ LAUG íþróttir Framhald af 1. síðu Næsta turnering hjá yngri flokkunum er 1. og 2. febrúar n.k. —ÞoGu Meistaraflokkur af stað um helgina 2. og 3. deildarkeppnin fer aftur af stað um helgina. Þór leikur hér heima á laugar- daginn við Gróttu. Leikurinn hefst kl. 13:30. Týr bregður undir sig betri fætinum um helgina. Leikurvið Völsung á Húsavík á föstudag og Þór á Akureyri á laugardag. Er liðunum óskað góðs gengis um helgina. —ÞoGu Auglýst eftír öskubíl Fyrir all nokkru var ákveðið að keypt skyldi sorpbifreið til bæjarins. Kostar sá eins og sæmilegur fólksbíll, eða með tollum og öllu saman hálfa milljón króna. Mun bíllinn vera kominn til landsins. Nú vildi ég gjarnan vita, hvað dvelur orminn langa? Hvers vegna kemur bíll- inn ekki til bæjarins? Það skyldi þó ekki vera að mennirnir sem fyrir kosn- ingar 1982, þorðu, vildu og gátu gert allt fyrir ekkert, setji fyrir sig að snara út fyrir tollum. Já, breytum til hins betra sögðu þeir. — O.J. Kosningaárið 1982 verður lengi í minnum haft. Sann- leikurinn er sá að sjálfstæðis- menn náðu hér meirihluta út á svik og pretti. Áróðurs- maskínan var sífellt látin glymja: „Breytum til hins betra, breytum til hins betra”. Inni í þessum slagorðum voru fögur fyrirheit sem höfðuðu til flestra. Þeir lofuðu m.a. að koma á betri fjármálastjóm og að auka virðingu bæjarstjómar. Fjármálastjórnin er þannig á bænum að það sem af er árinu hafa verið greiddar 10 milljónir í dráttarvexti. Þeir hafa nú víst blessaðir í seinni tíð getað herjað út fyrir útborgun launa og símakostnaði. Og virðing bæjarstjómar, skyldi hún felast í stjómun bæjarstjórnarfunda þar sem meira að segja atkvæða- greiðslur verða að einum alls- herjar skrípaleik. Og skyldi virðing bæjarstjórnar felast í því að nánast enginn veit hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir? íhaldið laug 1982, góðir hálsar. Forleikur þeirra kosninga var mikið sjónarspil en eftirleikurinn var óvand- aður. Vinstri sinnar verða að vori að hegna íhaldinu fyrir lygina, svikin og klúðrið. OJ. Frá innheimtu RAFVEITU Vestmannaeyja Allir útsendir orkureikningar eru fallnir í ein- daga. Þeim sem eiga ógreidda reikninga er bent á að gera skil hið fyrsta og forðast þar með frekari innheimtuaðgerðir og kostnað sem þeim fylgja. Lokunargjald er kr. 614,-. Rafveita Yestmannaeyja YESTMANNAEYJABÆR Orkusparnaðar ÁTAK Fyrirhugað er að halda orkusparnaðarsýningu á vegum Iðnaðarráðuneytisins dagana 22.-24. nóvember n.k. í Vestmannaeyjum. Þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að kynna vöru sína og/eða starfsemi á sýning- unni hafi samband við Ólaf Guðnason hjá Fjar- hitun Vestmannaeyja eða Ragnar Gunnarsson hjá Teiknistofu Páls Zophóníassonar. —Bæjarstjóri. Allt má hækka en ekki launin Ég man eftir því þegar nú- verandi ríkisstjórn var mynduð fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Mér fannst einhvern veginn eins og hún ætlaði sér að vinna kraftaverk og þess vegna var ekki nerpa sjálfsagt að svara kalli hennar um hjálp til að koma góðum málum til leiðar. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem sætti mig við tímabundna kjaraskerðingu til þess að bæta ástandið í landinu sem Stein- grímur fyrrverandi formaður minn sagði að væri mjög dökkt þá. Mér fannst sem samvinnu- og lýðræðissinna ýmislegt við aðferðina að athuga en ákvað eftir vel athugað mál að sætta mig við orðinn hlut enda átti kjaraskerðingin að vera tíma- bundin meðan þjóðin væri að vinna sig út úr vandanum. En nú eru liðin hvorki meira né minna en tvö ár og hálft ár frá því að þetta allt saman gerðist og ennþá hef ég ekki orðið vitni að því að þessi tíma- bundna kjaraskerðing væri á leið með að taka enda eins og formaðurinn minn fyrrverandi lofaði mér og fjölmörgum öðrum daglaunamönnum sælla minninga. Mér hefur aftur á móti virst að ríkisstjórnin sé að festa þessa tímabundnu lág- launastefnu sína í sessi. Alla vega hef ég ekki orðið var við að það standi til að breyta stefnunni gagnvart okkur. Um verðbætur á laun má ekki minnast því þá segja ráða- mennirnir að allt fari fjandans til. Við eigum að hafa biðlund svolítið lengur því einhvem tíman lagist allt. Ég er þó ekki viss um að við getum haft biðlund öllu lengur því við höfum einfaldlega ekki efni á því. Launin verða ein- faldlega að hækka, það er heila málið. Eða hvers vegna geta launin ekki alveg eins hækkað eins og t.d. vöruverðið, vext- irnir, húsaleigan og allt þetta sem alltaf er að hækka? Mér er spurn, og það er mörgum spum og okkur er mál að fá svar. —Launamaður.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.