Eyjablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Yngri flokkarnir voru á fleygi ferð um helgina, en þá var fyrsta turneringin af þrem. Þrátt fyrir að getan væri mis- jöfn, skein ánægjan út úr hverju andliti. Árangurinn var upp og ofan, en í heildina litið var útkoman nokkuð góð fyrir okkur Eyjamenn. 3. flokkur kvenna Stelpurnar léku hér í Eyjum. Týr gerði sér lítið fyrir og vann alla leikina með miklum glæsi- brag. Hafa þær mikla yfirburði. Þórsstelpurnar stóðu einnig fyrir sínu þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið hagstæð að þessu sinni. Staðan í þessum riðli hjá Eyjaliðunum er þessi: Týr 10 Fram 8 Stjarnan 6 Þór 4 Valur 2 KR 0 Týr vann Þór í Eyjaslagnum 11-3. 3. flokkur drengja Leikið var í Reykjavík. Týr olli nokkrum vonbrigðum því þeir eiga að geta gert miklu betur. Þórarar töpuðu öllum leikj- unum að þessu sinni. Staðan í þessum riðli hjá Eyjaliðunum er þessi: KR 8 Bæjarráðsmenn í þungum þönkum á fjölmiðlafundinum Gunnar Kári Magnússon: Sögur Munchausen Staksteinar er þáttur sem Morgunblaðið heldur sérstak- lega úti til að telja kjarkinn í hrelldar íhaldssálir sem slysast hafa til að reka augun í mál- gögn annarra flokka og e.t.v. rekist þar á eitthvað sem ekki sé alveg í anda hinnar svarbláu söguskoðunar Moggans. Er þá yfirleitt sá hátturinn hafður á að skrifin sem um ræðir eru tekin úr öllu sem heitir sam- hengi og borin fram sem til- hæfulaust rugl, skellt sér á lær og ekki skilið í því af hverju mennirnir séu svona ódann- aðir. Hafa margar ágætis- greinar fengið þessa með- höndlun og verið fólki að- hlátursefni, hvort sem það hefur lesið greinina í frum- útgáfu eða ekki. Formerkin fyrir hlátrinum eru að sjálf- sögðu misjöfn. Þó kemur það fyrir að Stak- steinaritstjórar þurfa ekki að beita skærunum til að koma inn æskilegum áhrifum á íhalds- sálirnar. Það er sammerkt með þeim greinum að höfundar þeirra eru búnir að taka ómakið af Staksteinum. Þannig var þar næstsíðasti leiðari Fylkis birtur óstyttur, þó var bætt við nokkrum smjatt- setningum svona til að undir- strika hversu vel Staksteina- höfundum féll þessi Munchausensaga í geð. Og við hlógum öll, en með ólíkum for- merkjum ... —G.KJVI. Yeistu? # Að það sem af er þessu kjörtíma- bili hefur meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Vest- mannaeyja ekkert sinnt uppbygg- ingu félagslegra íbúðabygginga. # Að undir stjóm meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja var ekkert tillit tekið til félagslegra aðstæðna þegar úthlutað var íbúðum aldr- aðra við Eyjahraun. # Að vegna stefnu meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja í húsnæðismálum er sumt fólk neytt til þess að búa í allsendis ófullnægjandi húsnæði, jafnvel heilsuspillandi. # Að þessi stefna meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja bitnar verst á tekjulágu fólki og öðrum sem minna mega sín í samfélaginu. Þessari stefnu verður að breyta! Þessari stefnu vill Alþýðubandalagið breyta Fjölmiðlafundur á vegum bæjaráðs Ármann 6 Týr 4 Víkingur 2 Þór 0 Týr vann Eyjaslaginn 31-13. 4. flokkur drengja Leikið var á Akranesi. Bæði Eyjaliðin stóðu sig frábærlega vel. Tróna þau nú á toppnum. Þór er með fullt hús stiga, en Týr tapaði aðeins einum leik, fyrir Þór. Þór 8 Týr 6 ÍBK 4 ÍA 2 UBK 0 Þór vann Eyjaslaginn eins og áður sagði 11-6. 5. flokkur drengja Bæði Eyjaliðin eru þarna í meðalmennskunni, unnu tvo leiki og töpuðu tveim. Staðan í þessum riðli er: Valur 10 FH 8 Týr 4 Þór 4 Haukar 4 UMFN 0 Týr vann Eyjaslaginn 11-3 Framhald á 3. síðu Mánudaginn 21. okt. s.l. boðaði bæjarráð til fjölmiðla- fundar í Ráðhúsinu. Fundur þessi var að sögn formanns bæjarráðs haldinn til þess að kynna í fjölmiðlum helstu framkvæmdir sem unnið hefur verið við undanfarið og einnig þær sem framundan eru. Að lokinni kynningu í Ráð- húsinu var farið í heimsóknir í Framhaldsskólann, Hamars- skólann og í íbúðir aldraðra við Eyjahraun. Þessar stofnanir voru skoðaðar og stjórnendur þeirra skýrðu frá því starfi sem þar fer fram. Er lokið var heimsókn á fyrr- greinda staði var að nýju haldið í Ráðhúsið og þar svöruðu bæjarráðsmenn, skrifstofu- stjóri og bæjarstjóri spurning- um fjölmiðlamanna. Einkum var rætt um verklegar fram- kvæmdir bæjarins s.s. gatna- gerð, byggingu skóla og fram- kvæmdir við byggingu íbúða aldraðra. Spurningum rigndi yfir þá bæjarráðsmenn og svöruðu þeir af bestu getu. Hér verður ekki gerð efnisleg grein fyrir öllum þeim málum sem fjallað var um á fundinum enda fjallar Eyjablaðið um bæjarmálin að staðaldri á síðum sínum. Það er mat Eyjablaðsins að fundurinn hafi í flestum grein- um tekist nokkuð vel og að slíkir fundir bæjarráðs með fjölmiðlum eigi fullan rétt á sér annað kastið en ekki aðeins um það leyti er kosningar nálgast. Það var hins vegar nokkur galli á fundinum að einungis var unnt að koma með fyrirspumir um þau mál er bæjarráð var fyrirfram búið að ákveða og í því sambandi má nefna að ekki var gert ráð fyrir að rædd yrðu atvinnu- og félagsmál svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta stendur þó vonandi til bóta. —R.Ó. Konur fjölmenntu í Alþýðuhúsið á Kvennafrídaginn Kvennafrídagurinn 24. okt. síðastliðinn tóku margar konur í Vestmanna- eyjum sér frí frá störfum. Á þriðja hundrað konur á öllum aldri mættu í Alþýðuhúsið kl. 2 e.h. Voru konur með dagskrá um jafnréttisbaráttu og ríkti mikil eining á fundinum. Launamálin voru í brenni- depli og kom skýrt fram að á síðustu 10 árum hefur Iítið áunnist í þeim efnum. Eru kjör kvenna jafnvel lakari í dag en fyrir 10 ámm samanborið við karlmenn. Annars einkenndi léttleiki samkomuna og voru þar lesnar smásögur, greinar og ljóð. Einnig barst smellið skeyti frá áhafnarlimum Halkions. Konur sem léku í Saumastofunni í fyrra sungu lög úr Ieikritinu og tóku fundarkonur vel undir. Kaffi og meðlæti var á boð- stólum. Það eina sem skyggði á þennan dag, var sá dónaskapur sem Forseta íslands var sýndur er henni var boðið upp á að undirrita lög sem þvinguðu flugfreyjur til að hætta verk- falli. Dagur þessi endaði með mikilli gleði á Gestgjafanum þar sem konur hertóku staðinn og skemmtu sér fram eftir nóttu. —G. St.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.