Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 1
EYJABLAÐID Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 11. tölublað Vestmannaeyjum, 21. nóvember 1985 45. árgangur Timburmenn frjálshyggjunnar Nú er mánudagur þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr við völd runninn upp. Eftir gengdarlaust helgarfyllerí sem lauk þannig að allir ráðherrar vöknuðu upp í nýjum stólum og einn stóllaus. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um í- haldshluta stjórnarinnar. Hinir íhaldsmennirnir eru löngu búnir að opna sig í báða enda og tryggja sig þannig fyrir vind- sperringi sem getur feykt mönnum úr stólum og em- bættum. Frjálshyggjan er loksins kominn á sinn rétta stað, í öskutunnuna og frummæl- endur hennar éta nú ofan í sig gífuryrði hinnar köldu peningahyggju og væla á hverju götuhorni þar sem stuðnings er aö vænta hinu dauðvona Haf- skipi. Þessir menn eru ekki einu sinni menn til að fara tígulega á hausinn. En mér er spurn, hvar er allur stuðningurinn við fram- sæknu ungu mennina sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér? Hvar er allt þetta einkaframtak? Var Hafskip dæmi um slíkt, eða var það dæmi um framagosa með sam- bönd til að rýja hina opinberu lánastofnun, Útvegsbankann, innúr skinninu? Hver borgar svo fyrir sam- kvæmið. Gestirnir sjálfir? Ónei, ég og þú. Og ég veit ekki með þig, en ég kaus ekki þessa fíra og mér er illa við að standa reikningsskil gerða þeirra. Gunnar Kári Magnússon Gunnar K. Magnússon: Nei hættu nú! Ég er einn af þeim Vest- mannaeyingum sem er svo óheppinn, eða heppinn, eftir því hvernig á málið er litið, að hafa foreldra mína annars staðar á landinu. Þetta hefur bæði kosti og galla í för með sér. Maður losnar við hnýsnar tengdamæður sem eru ágætar í bláma fjarlægðarinnar, en aftur á móti vantar oft þægilega barnapíu fyrir yngstu börnin. Stærsti gallinn er samt sá, að í tilraunum til að viðhalda fjöl- skyldutengslunum þá hlaðast upp símareikningar sem eru ekki heiðarlegum skattborgara bjóðandi. Það lyftist því heldur betur brúnin á kalli þegar Mogginn gat þess í þingfrétt að tlutt hefði verið tillaga af Al- þýðubandalagsmönnum þess efnis að nú þegar yrði drifið í því að lækka kostnað landsíma- samtala. Þau kostuðu 10 siiimim meira en innanbæjar- samtöl, en þyrftu ekki að kosta nema helmingi meira að dómi flutningsmanna. Magnús H. Magnússon, sem situr, eða sat a.m.k. á þingj á þessum tíma, Iýsti fylgi við þessa tillögu. En sá ráðherrann sem hafði með símamál að gera, var ekki alveg sammála (ekki spyrja hvaða ráðherra það er, ég er alltaf að ruglast á stólum og mönnum). Það var nefnilega svo dýrt að koma þessu bíl- símakerfi í gagnið! Hæstvirtur ráðherra vill sem sagt að meginþorri þjóðarinnar sem sjálfsagt aldrei hefur látið sér til hugar koma að kaupa bílsíma og veit varla af því að slík tæki fyrirfinnist, borgi þessi herlegheit í formi 8 sinnum hærri símreikninga en þörf erá. Svo voru þeir að handtaka ein- hvern mannræfil fyrir okur! Veistu? Að frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum í maí 1983 • hafa laun hækkað um 67,6% • hefur eitt kíló af ýsuflökum hækkað um 191,3% • hefur eitt kíló af eggjum hækkað um 204,6% — Þessi dæmi sýna betur en margt annað hvern hug ríkisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins ber til launafólks. — Fyrsti snjórinn. Orkuöflun Fjarhitunar Vm. Snemma á þessu ári fól stjórn veitustofnana veitustjóra að gera úttekt á orkuöflun Fjar- hitunar. Þessi samantekt lá fyrir fundi stjórnarinnar 15. október s.l. I skýrslunni kemur fram sú Fróm ósk Fyrir ekki Iöngu meðan Fylkir, sem er málgagn Sjálf- stæðisflokksins í Vestmanna- eyjum, var og hét, þá var í blaðinu fastur póstur sem hét Skírnir. Var í þeim þætti farið í kirkjubækur og tekin upp nöfn þeirra barna sem skírðust og getið var um foreldra. Veit ég um marga sem fer líkt og mér að sakna þessa dálks úr Fylki. Þeirri frómu ósk er hér komið á framfæri að blaðið geri hér bragarbót á. Slíkt yrði talið merkilegt innlegg í komandi kosningabaráttu. —O. Aðalfundur Eyverja Aðalfundur Eyverja er nú nýlega afstaðinn. í samræmi við það að Sjálfstæðisflokkurinn segist ósjaldan vera fulltrúi kristindóms í íslenskum stjórn- málum, þá höfum við hlerað að yfirskrift fundarins hafi verið: „Friður sé með yður'*. A.m.k. tökum við ekki mark á dreifi- bréfi sem okkur barst skömmu fyrir fundinn og bar yfír- skriftina „Upprætum klíkuna*'. I bréfinu a tarna fer svo lítið fyrir bróðurkærleik að þeir sem alla jafna staffa í þágu friðar og kærleika geta varla átt þar hlut að máli. —o. alvarlega staðreynd að end- ingartími reita á virkjunar- svæðinu sem voru virkjaðir í október 1984 og í byrjun árs 1985 er ekki nema um 1 ár, en fyrstu virkjuðu reitir entust í 4 til 6 ár. í ljósi þessa alvarlega ástands leggur veitustjóri til að lögð verði áhersla á byggingu miðlunargeyma, til þess að jafna út álagssveiflur á hraun- veituna. Það ætti að létta mjög stjórn á hraunveitunni og þar með auka Iíftíma hennar. Gróft áætlað kostar 2.000 m3 geymir um 9-10 millj. króna. Slíkur tvískiptur geymir hefði 1000 m3 forða af heitu vatni eða 45 Mwh. Með slíkum geymi mætti einnig nýta umframafl hjá Rafveitu Vest- mannaeyja til kyndingar raf- ketils, en þar er um að ræða umtalsverða orku. Til þess að þetta geti orðið þyrfti helst strax næsta sumar að leggja 30 kv kapal frá Raf- veitunni upp að dælustöðinni við Löngulág. Stjórn veitustofnana sam- þykkti á þessum fundi að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði hugað að virkjun nýrra svæða svo sem á norðuröxl Eld- fells, en þar er einmitt vitað um talsverðan hita, sem trúlega mætti virkja án mikils til- kostnaðar. Þar sem Ijóst er að óðum styttist sá tími sem við getum nýtt hitann úr hrauninu, verður að bregðast við í tíma og gera viðeigandi ráðstafanir eins og fram kemur í úttekt veitustjóra. —S.T. Trausta samninga Um áramótin eru núverandi kjarasamningar lausir og fram- undan er harðvítug samninga- lota. Þegar kröfur eru meitl- aðar verða menn að horfa til þess að núverandi ríkisstjórn er búin að gera ísland að lág- launalandi. Hún er búin að inn- leiða meiri fátækt en hér hefur verið til um áratugaskeið. í ljósi þessara staðreynda er óhjá- kvæmilegt annað en að ná fram raunverulegum kauphækkun- um. Til þess eru allar efnislegar forsendur. Launafólk ætlast til þess nú sem aldrei áður að um- samdar hækkanir hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu. Það verður að gerast. —O. — Getraunin — Hver skvldi hafa ritað þessi orð í Fvlki fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1982? „Þinn eiginn launaseðill, heimilisrekstur og budda, sem aldrei hefur verið léttari, hitaveitu- gjald, vatnsskattur, rafmagnsreikningur, gjalda- og skattbyrði sannar þér nú betur en nokkurn tíma ádur að kosningar geta verið kjarabarátta, bæði á þing og í bæjarstjórn."

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.