Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ Allt frá upphafi hefur sú vitund fylgt manninum að einhver vœri Drottinn til. Átrúnaður og tilbeiðsla hefur verið og er enn með ýmsu móti. í bókinn Rómarveldi segir sagnfrœðing- urinn Will Durant, að það sé mesta krafta- verkið hvernig kristin trú breiddist út, með undraverðum hraða og árangri, á fyrstu árum kirkjunnar. Og þó að nú sé langt um liðið, þá hefur það ekki breyst, að frum- skylda kirkjunnar er að boða fagnaðar- erindið öllum mönnum. Ekki með yfirgangi né hroka eins og því miður þekktist áður fyrr. Heldur með umburðarlyndi og kœr- leika en þó af fullri einurð. Það er því miður furðu rótgróið hjá mörgum að sjá kirkju sögunnar ýmist sem skáldaða horbykkju eða mannýga illhyrnu. Og til eru þeir sem telja að allt sem aflaga hefur farið hjá hvítum mönnum á síðustu öldum sé kirkjunni að kenna og kristin- dómi. Slíkt er auðvitað fjarri öllu sanni. Þar koma frekar til pólitískir stórlaxar sem með sporðakasti og gusugangi hafa afvegaleitt menn og þjóðir. Kirkjan í dag nýtur álits flestra vegna boðskapar, í orði og verki, um mannúð, réttlœti og umburðarlyndi. Einnig vegna friðarbaráttu og einingarviðleitni. Kirkjan styður trúfrelsi. Viðurkennir rétt manna til að velja og hafna. Þetta breytir ekkiþvíað kirkjan prédikar. Vegnaþess að kristiðfólk er þess fullvisst að Guð hafi opinberað sig með einstœðum hœtti íJesúfrá Nazaret. Við segjum: Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs. Og við höldum jólin hátíðleg til þess að minnast þess þegar Jesúsfœddist í Betlehem. Þá urðu þáttaskil. Guð gerðist maður. Okkar vegna svo að við mœttum skilja ogsjá hver Guð er oghvað hann vill með lífokkar. Guð sendi son sinn til hjálpar ráðvilltu mannkyni, sem rásar fram og aftur í leit að hinni týndu paradís. Konungurinn Kristur var ekki kominn til að brjóta undir sig lönd og þjóðir. Hann var ekki stríðshetjan, sem átti að endurreisa Israelþeirra Davíðs og Salómons. Nei, hann var friðarhöfðingi, Tilgangur hans var að gefa líf og hjálpa ráðvilltum á réttan veg. Við skulum hafa hugfast að jólin eru ekki aðeins upprifjun á gamalli sögu, heldur minna þau okkur á hvað Drottinn Guð er enn að gerafyrir sköpun sína. Erum við ekki sek um þá vanrœkslu að líta á jólin sem einangrað fyrirbæri. Við segjum gleðilegjól og syngjum að frelsari séfœddur. En látum síðan eins og ekkert hafi gerstþegar kominn er þriðji í jólum. Við værum nær réttum skilningi á jóla- helginni ef við sœjum í henni staðfestingu á áframhaldandi kœrleika Guðs, sem enn er að starfi. Þá verða jólin ekki aðeins falleg venja og minning um löngu liðinn atburð, heldur hvatning til að lifa dag hvern með þeim Drottni sem á jólum fœddist. Dögum oftar berast fréttir af válegum atburðum bæði nær og fjœr. Við vitum um þá ógn sem vofir yfir mannkyni. Vitum, að mögulegt er að eyða öllu lífi í tortímingar- stríði. Þvíerþað ekkert undarlegt að margur stendur ráðþrota og sér lítið vit í tilverunni. Kirkjan á erindi við alla, beygða og kvíðafulla, með þann boðskap að kœrleik- urinn er hatrinu sterkari og það er Guð sjálfur, sem í upphafi skapaði himinn og jörð, sem mun enda þessa sögu. Pólitískir stórlaxar eru enn á kreiki og ráð þeirra og gerðir ekki alltaftil heilla. Kirkjan leggur mikla áherslu á ábyrgð hvers og eins. Að allir reyni að brjóta tilmergjar vandamál stór og smá, en láti ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Jólin eru prédikun. Við, sem viljum trúa því að sá sem á jólum fœddist boði okkur orð lífs og sannleika, getum ekki fœrst undan þeirri skyldu að halda á lofti merki hans. Ef Guð gaf okkur það sem honum var kœrast okkur til hjálpar, þá eigum við að vera tilbúin til að þjóna honum. Hvernig svo sem lífi og stöðu okkar er háttað þá getum við öll lagt okkur fram í þeirri þjónustu. Og verkefnin blasa hvar- vetna við. Kirkjan hefur sögu að segja. Fagnaðar- erindi að flytja ráðvilltu mannkyni. Hún boðar okkur að frelsari sé fæddur. Þessi vitnisburður á að hljóma millifjalls ogfjöru. Ekki aðeins á jólum heldur árið um kring. Og þessi boðskapur á að hafa áhrif á líf okkar og starf. Hann á að gefa okkur þrótt og þrek til að taka saman höndum og leiða það góðafram íhverju máli. Hann á að gefa vonlausum nýja von og ráðvilltum mark og mið að stefna að. Kristur, sem fœddist á jólum, sýndi kœr- leika sinn með því að láta lífsitt svo að við mættum lifa. Hann kallar okkur til þjón- ustu. Hann kallar okkur til að berjast góðu baráttunni og ganga fram í endurnýjuðum krafti til heilla fyrir okkur sjálf og aðra. Guð gefi ykkur gleðileg jól. —KJARTANÖRN. Guðsþjónustur í Landakirkju um jól og áramót AÐFANGADAGUR: Aftansöngur kl. 18:00 Náttsöngur kl. 23:30 JÓLADAGUR: Hátíðarmessa kl. 14:00 ANNAR í JÓLUM: Skírnarmessa kl. 14:00 GAMLÁRSDAGUR: Aftansöngur kl. 18:00 NÝÁRSDAGUR: Hátíðarmessa kl. 14:00 X >:-!y?i ¦:5>>*í^^g§S5 - •_ Vestmannaeyingar! Um leið og við tilkynnum gjaldendum breyttan opnunartíma skrifstofunnar, til að auðvelda þeim að standa í skilum með greiðslu þinggjalda og annarra opinberra gjalda, óskum við skilvísum gjaldendum og öðrum bæjarbúum gleðilegra jóla og góðs og farsæls komandi árs. Skrifstofan verður opin í samræmi við ofan- greint þannig: Föstudaginn 27. desember til kl. 17:00. Mánudaginn 30. desember til kl. 19:00. Þriðjudaginn 31. desember til kl. 14:00. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum EYJABLAÐIÐ óskar Vestmannaeyingum gleðilegra jóla, árs og friðar

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.