Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 7

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 7
EYJABLAÐIÐ IVIyiid af „Hrófunum" og setningu tveggja árabáta. Geirseyri nær og þrætueplið inikla „Svarta húsið" fjær, en það var eign Gunnars Ólafssonar. óleyfilegri og óverjandi snatt- ferð með tvo stjórnargæðinga." Ekki fyrsta og ekki síðasta för slíkra erinda — en betur tekist til um ferðalok. Eyja- menn neyddust til að selja Þór 1926, en var síðan við gæslu við Eyjar á vertíðum samkvæmt samningi. Nú var saga hans öll og margt um rætt. Skyggnst um í plássinu „Kreppan er skollin á konur og menn" stendur í Spegils- kvæði. Erfið ár fóru í hönd. Samt voru Eyjaskeggjar hressir í skapi. Sungið um Ramónu í hverju húsi. Búðarlokur raul- uðu Ramónukvæði um leið og þeir afgreiddu „kúnnana". Islandsbanka lokað. Það var eitt áfallið. En unga fólkið söng: „íslandsbanki rann á rassinn" o.s.frv. Firma GJ. Johnsen varð gjaldþrota og Eilífðinni lokað. Bæjarstjórn skorar á ríkisstjórnina (sem hún hafði litlar mætur á) að senda fé til Eyja svo útgerðin stöðvist ekki. Bæjarkassinn tómur sögðu menn, því ekkert innheimtist. Lá við vöruþurrð í sumum verslunum. Þá er leið á áratuginn þann arna voru íbúðarhús auglýst unnvörpum til sölu á nauð- ungaruppboðum og slíkt tíðk- ast enn. En tölurnar voru lægri þá. Til dæmis Brekastígur 4 vegna skuldar ríkisgjalda kr. 18,45, Bræðraborg vegna 77 króna en Reykir vegna 268 króna skuldar. Fiskur féll í verði, hríðféll. Á vertíð 1929 seldu menn línuþorsk á kr. 1,30 stykkið, 1930 var hann boðinn á 50 aura. Á vertíð 1932 keypti skrifari þessa þáttar 150 stór- þorska, kostuðu 30 krónur. Bátarnir á höfninni, flest ár 80-90, lágu tígulegir við festar. Ekki voru þeir þó stórir í þá daga. 1930 voru 20 vélbátar minni en 10 tonn, flestir 10-15, nokkrir 20-39. Á fyrsta áratug mótorbát- anna voru 18 smíðaðir í Eyjum og tíu þeirra smíðaði Ástgeir í Litlabæ. Þó bátarnir væru ekki stærri en þetta strönduðu þeir oft í innsiglingunni. Höfnin var svo grunn áður en grafskipið kom. — Tilkomumikið var að standa á Skansinum og horfa á báta- flotann þegar tímamerkið var gefið (blússið). Flóinn ljósahaf. En brátt voru bátarnir allir horfnir út í nóttina — á miðin. Við landskarfar fjölmennt- um á Skansinum þegar bátanna var von. Stórfengleg sjón þegar bátarnir lögðu á Leiðina um það bil ófæra. Nú fer fólk á annan Skans. Bílarnir í bænum voru 50 árið 1930, 46 vörubílar, 4 fólksbílar. Ég man þó ekki nema tvo, bíl Sigurjóns Jóns- sonar og Carlsons færeyings. Um bíl Carlsons urðu heiftar- legar deilur í blöðum hér. Eg held að bæjarbúar hafi sjaldan fengið sér leigubíl, margir aldrei. Það hafa þá einna helst verið vertíðarmenn við skál sem leyfðu sér svoddan lúksus. Þá þótti mikið sport að fara í drossíu „kringum Fellið". Kannski einu sinni á ári. Það kostaði 5 krónur. — Utgerðarmenn þurftu stund- um að fá sér vörubíl, sem þá voru flestir hálft annað tonn. Bæði við „uppkeyrslu" úr bátum við löndun og svo „út- keyrslu" á vöskuðum fiski á vorin. Þá hef ég séð mestan hamagang við vinnu. Úr palla- krónum þurfti að aka fiskinum á handvögnum út í sund þar sem bíllinn beið. Menn voru vart einhamir. Bílarnir þóttu svo dýrir, tóku 5 krónur á tímann, sem seinna var lækkað í 4,50. Nú eru bílarnir í bænum skv. Hagtölum 1350 (7 farþega og færri). Þá koma um 200 vöru- flutningabílar, stórir og ekki stórir. — Fjósin í bænum voru sérlegt fyrirbæri. Þau voru um allan bæ, ekkert síður við aðalgötur eins og Vestmannabraut. Fjós- in voru að húsabaki og „sjener- uðu" öngvan mann eins og þá var sagt. Mannmörg heimili þurftu að hafa kú eða kýr, svo mjólk væri til heimilisins og kannski afgangur til sölu. Mjólkurskortur var gífurlegur. Á sumrin mátti sjá kýr reknar um götur bæjarins á leið í haga. — Á þessum árum var Rúntur- inn hjarta bæjarins. Hver man hann nú? Rúnturinn var svona: Bárustígur - Miðstræti Kirkjuvegur - Vestmannabraut að Bárustíg. Hringnum lokað. Fólk fór mest á Rúntinn á land- legudögum, frekast seinnipart dags og var á röltinu fram eftir kvöldi. Þarna gengu ungir menn og stúlkur, hring eftir hring. Það var rómantík í þessu. Þó er ég alls ekki viss um að varanleg kynni hafi tekist þó unga fólkið „liti svona kringum sig" einsog sagt var. Vinnukonurnar voru margar á Rúntinum á fimmtudögum. Þá var vinnukonufrídagur. Nú er þessi starfsstétt horfin í ald- anna skaut. Um lokin héldu vinnukonur heim og þeirra var saknað. Þar um er þessi vísa eftir Halldór Gunnlaugsson lækni: Ósköp sé ég eftir þessum meyjum sem undir lokin hverfa burt úr Eyjum. Þótt flestar þeirra fái minna en vilja fíkjublaðið sitt þær eftir skilja. Búðirnar í bænum Þær voru margar og virtust á traustum grunni standa. Fram, Bjarmi, Drífandi, Gunnar og Co. Drífandi var þó farinn að riða til falls. Hin félögin sem ég nefndi urðu líka að leggja upp laupana í kreppunni. Ég kom oftast í Tangabúð- ina; var þar í reikningi. Gunnar stansaði sjaldan í búðinni, pummaði og fór inn á kontór. Þó Tanginn væri stórt fyrirtæki var Gunnari lítið gefið um nýj- ungar og umsigslátt. Hann skrifaði oft í Víði, var ritfær vel en nokkuð meinlegur í orðum. Kannski ekki við alþýðuskap og ekki dáði hann svokallaða ist ég ísleifi og Guðmundi Gíslasyni. Svo kom Steingrímur Ben. með pöntunarfélag og afhenti úr skúr heima hjá sér. Svo varð þessi forretning honum ofviða sem aukastarf. Þá var Neyt- endafélagið stofnað. Ég var ekki tíður gestur í fínu búðunum, svo sem Jacobsen. Georg Gíslason verslaði þar sem Axel skó er nú. Hann seldi m.a. tilbúin herraföt; fást nú hvergi í bænum. Georg var íþróttamaður á yngri árum. Afi hans var Árni Diðriksson. Hann var merkismaður, bóndi og formaður, bjó í Stakkagerði. Hann var bróðir Þórðar Mormónabiskups sem Laxness hefur gert frægan í sögu sinni Paradísarheimt. Páll Oddgeirsson rak í mörg ár herra- og dömuverslun, fyrst í Þingholti að ég held. Þetta var fín verslun og angaði af parfum. Páll vildi hafa fallegar og bros- Einn óþekktur vélbátur fyrri einhverjum hátíðisdegi. tíma liggur við ból á höfninni á heldri menn. Einn kjarnakarla nítjándu aldar. A fyrri árum var Jóhann Þorkell oft í Tangabúð og var þá ræðinn við karlana, enda orðinn þingmaður. Lítið held ég hann hafi starfað þar eftir að hann komst á þing. Á Tanganum var margt fastra starfsmanna. Þarna í búðinni svifu þær um Rósa og Ása, rétt eins og prinsessur sem enginn þorði að snerta. Isleifur Högnason og fleiri stofnuðu Kaupfélag verka- manna 1931. Það byrjaði fremur smátt á Þorvaldseyri. Þar voru mest matvörur og þóttu ódýrar. Ég var oft sendur frá Skuld út í „Bolsabúð" til að kaupa eitt og annað. Þá kynnt- Þessi mynd er tekin ofan af Heimakletti yfir höfnina og allt til Suðureyja. mildar stúlkur í verslun sinni; það mundi laða að viðskipta- vini. Þetta dugði þó ekki til að verslun hans héldi velli. Páll auglýsti oft í blöðum, til að mynda svona: „Mikið úrval af vefnaðarvöru. Verðið er ó- heyrilega lágt." Páll reisti stórt verslunarhús við Bárustíg, og þá um Ieið hurðarás um öxl. Húsið kostaði 24 þús. kr. Kreppan fór harðn- andi, dugði ekki til þó vörur Páls væru vandaðar, fólk gat ekki keypt. Páll var reffilegur maður. Hann var áhugamaður mikill um ræktun og vann sjálfur mikið að því að rækta land sem hann hafði á leigu. Páll var einn aðalhvatamaður að því að reist var minnismerki um drukkn- aða, hrapaða og þá sem fórust í flugslysum. Þá samdi Páll Minningarrit í tilefni afhjúp- unar listaverks Guðmundar frá Miðdal við Landakirkju. Um tíma verslaði Ólafur Ingvarsson í Viðeyjarkjallara. Hjá honum kostaði hangiketið kr. 1,80 kg, saltket 1,20 og nýtt dilkaket sama. Verkamaður var þá eina klukkustund að vinna fyrir 1 kg af dilkakjöti. Seinna verslaði Soffía Þórðardóttir í Viðey. Svo var stofnað hlutafélag um verslun þeirra hjóna og byggt versl- unarhús að Vestmannabraut 47. Maður Soffíu var Ásgrímur Eyþórsson. Hann var líka í út- gerð og fleiru. Hann var móðurbróðir Jóh. Gunnars Ólafssonar, þáv. bæjarstjóra. Verslun þessi hefur líklega ekki þolað fjárfestingu í húsbygg- ingu. Þar varð að loka búð og hætta að höndla. — í Þingholti var um tíma hús-

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.