Eyjablaðið - 23.12.1985, Page 8

Eyjablaðið - 23.12.1985, Page 8
8 EYJABLAÐIÐ Myndin er af „Gúttó” á Mylluhól, elsta samkomuhúsi hér í Eyjum, eins og það leit út eftir að Sigurður Sigurfinnsson hafði aukið við það og stækkað. Norðan við húsið eru Eyjabúar að hlusta á norskan söngkór sem hingað kom rétt fyrir 1930. Gúttó var rifið 1936 og Samkomuhúsið byggt á rústum þess. Mynd af happaskipinu Gissuri hvíta VE 5 sem smíðaður var í Reykjavík og kom hingað til Eyja 1926. Hann var mældur 18,40 tonn. gagnaverslun sem hét Sigurðs- son & Gránz. Þar versluðu fél- agarnir Sigurður á Lögbergi og Karl Gránz, báðir ágætir smiðir. Þeir voru alkunnir grín- istar. En húmorinn dugði þeim ekki á verslunarsviðinu. Gár- ungar í bænum kölluðu fyrir- tæki þeirra „Puðrerí og Redd”. Annar talaði um að puðra hinu og þessu af, hinn að redda hlut- unum. Einar er mestur í Eyjum meiri en Gunnar og Co. Enginn á meira af meyjum og enginn fær meira úr sjó. Á þessa leið var ort um Einar í Vöruhúsinu eftir að hann hóf hraðfrystinguna. í Vöruhúsinu var mikil verslun um lokin. Mátti sjá mannös daglangt. Þar var opið eins lengi og einhver kom að kaupa. Ég fór yfir götuna til Einars. Ekkert mál að fá 25% afslátt. — Fjögur kaupfélög voru stofn- uð 1930-40. Kaupfélag verka- manna 1931, dó 1950. Endur- fæddist ásamt Neytó í Kaup- félagi Vestmannaeyja sama ár. Kaupfélag alþýðu, stofnað 1932, almennt kallað Krata- búð. Reisti húsið Skólaveg 2. Óeining kom þó upp meðal jafnaðarmanna og stjórnin rekin frá völdum. Félagið dó 1938. Kaupfélag Eyjabúa, stofnað 1932 (í nóvember). Byggði hús við Bárugötu sem Kf. verka- manna keypti síðar og stækkaði að mun. Félagið var bráðkvatt á öðru starfsári. Neytendafélag Vestmanna- eyja var stofnað 1936. Keypti verslunarhús sem Páll Odd- geirsson átti áður. Endur- fæddist ásamt Kf. verkamanna í Kaupfélagi Vestmannaeyja 1950. Prjár konur ráku vefnaðar- vöruverslun hér í ntörg ár, frú Ingibjörg Theódórsdóttir, frú Anna Gunnlaugsson og Ingi- björg Tómasdóttir, best þekkt sem Imba Tomm. Mér er sagt að þessar þrjár kaupkonur hafi haft eingöngu vandaðar vörur í verslunum sínum. Þá hafði Imba Tomrn fæðissölu nokkur ár og kenndi á orgel. — Sérverslanir voru ekki margar. Vínbúðin var á Þing- völlum nokkur ár. „Svarti dauði” (brennivín) kostaði 7 krónur. „Fleira er matur en feitt kjöt”. Annað nautnameðal eftirsótt var neftóbak. Það var selt á nokkrum stöðum. mest í 50 aura skömmtum. Karl sem Jón hét seldi í skúr sem var á svipuðum slóðum og verslunin Brimnes. Þar sat hann frá morgni til kvölds og skar sitt tóbak. Annar var á Vestmanna- brautinni nálægt Garðsauka. Þá voru dæmi þess að fullorðnir menn lítt færir til erfiðisvinnu, voru ráðnir hjá verslunum til að skera tóbak. Einn slíkur skar fyrir Kratabúðina. Hann fékk 2 krónur á rjólbitann. Var talið dagsverk að skera tvo rjól- bita. — Á þessum árum var Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti apótekari. Sumir í Eyjum kölluðu hann Sigga slembi eða Sigga abó. Sigurður var ágætt skáld, en annað hvort var, að hér fannst mönnum lítið til um ljóð hans eða vissu ekki af þeim. Var víst ekki við alþýðu- skap. Ég sá Sigurð oft en talaði aldrei við hann. Hann mun hafa verið vel efnaður á velmektar- dögum sínum hér en bjó í Reykjavík síðustu æviárin snauður að fé. — Sigurður var ntikill áhugantaður um björg- unarmál og átti sinn stóra þátt í því að Þór var keyptur til Éyja. í apótekinu fékkst í þá daga fleira en síðar varð. Lengi var auglýsing í bæjarblaði. Þar segir að Apótek Vestmannaeyja selji m.a.: Ö1 og sódavatn, kaffi, kökudropa, suðuáhöld, tóbak- vindla, hitageyma, politúr, þerripappír, spil margar teg- undir. — Ekki hafði ég séð bakarí íyrr en ég kom til Eyja. Mikið var um heimabakstur en brauðin keypt í útsölubúðunum. Þær voru nokkrar í bænum og gengu líka undir nafninu bakarí. Fastur siður var að strákar lögðu saman í bollukaup handa öllu heimilisfólkinu á bolludag. Stelpur höfðu þá farið í fleng- ingarferð einhvern tíma nætur. Voru þá stundum útbúnar gildrur handa þeim að falla í. Dæmi þar um að eitt sinn var settur fullur vatnsbali fyrir enda stiga sem lá niður í kjall- ara þar sem piltar sváfu. Tvær saman paufuðust þær í brúna- myrkri niður stigann og ofaní balann. Varð þá mikið bomsaraboms eins og prestur- inn sagði og háir skrækir. Jón Waagfjörð hafði útsölu frá brauðgerð sinni í Skuld. Jón nefndi fyrirtæki sitt Félags- bakarí, en almennt var það kallað Vogsabakarí. í kjallar- anum á Þrúðvangi var útsala (líklega frá Magnúsarbakaríi). Þar kom ég stundum þegar ég var að koma frá fiskbreiðslu á vorin og var þyrstur. Þá var drukkið maltöl eða sítrón. Kona nokkuð við aldur var þar við afgreiðslu, mjög alúðleg í framkomu. Var mér sagt að kona þessi héti Hólmfríður og væri móðir Sigurðar Óla og þeirra systkina. í Iokin nokkur dæmi um verð ánokkrumbakaravörum 1934: Vínarbrauð 13 aura, snúðar 12, rjómakaka 16, skonrok 60 aurar 1/2 kg, kringlur 60 aurar 1/2 kg. Á rúgbrauði, normal- brauði og franskbrauði var sama verð, 50 aurar brauðið. Þá voru þessar þrjár tegundir brauðs allsráðandi. Menningar- og skemmtistöðvar í landlegum var lítið við að vera, amk. höfðu sjómenn þá frí. Var þá tækifæri til að sletta úr klaufum, kannski eftir langa törn, og fara á opinbera staði eða heimsækja kunningjana. Var þá við hæfi að byrja dag- inn á því að halda til Bifrastar, til Árna rakara Böðvarssonar, í klippingu eða rakstur, sérílagi ef ball var „forút”. Klipping kostaði Iengi 2 krónur og rakstur 50 aura. Þá voru líka fáeinir klipparar sem praktíser- uðu í heimahúsum. Meðal þeirra var Benedikt, faðir Steingríms í KFUM. Prísinn hjá þeint var 50 aurar og kom sér vel í blánkheitunum. Rakara- stofa Árna var eiginlega frétta- stofa áður en útvarp varð al- mennt. Árni var fréttafróður, hress í máli. Hann fór seinna í útgerð og fiskvinnslu. I húsi KFUM var sjómanna- stofa, lesstofa. Þar var líka útvarp sem 1930 og næstu ár var ekki í hverju húsi. Margir höfðu ekki efni á slíkum „lúksus”. í KFUM réð Stein- grímur húsi, svo Einar á Odds- íþróttavöllurinn „inn í Botni”, sem gerður var í sjálfboðavinnu á kreppu- og atvinnuleysisárunum á 4. áratugnum

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.