Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 9

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 9
EYJABLAÐIÐ stöðum og síðast Sigurður í Hraungerði fjölda ára. í KFUM voru haldnir bæjar- stjórnarfundir nokkur ár. Fremur fáir sjómenn komu í stofuna, hins vegar þó nokkrir unglingar úr bænum. Þar kynntist ég m.a. Fúsa í Gíslholti og Bjarna á Lágafelli. Stundum kom séra Sigurjón Árnason. Spjallaði hann þá við okkur stráka og var þá hinn glaðasti. En úti á götu sá hann okkur varla. Hann kunni víst best við sig í þröngum hóp. Líklega hefur sr. Sigurjóni ekki verið gefið að ná auðveldlega sam- bandi við sóknarfólk sitt. Sjómannastofan mun hafa verið opnuð í byrjun vertíðar og þá auglýst „Sjómannastofan er opin kl. 10-10 og eiga allir karlmenn þar frjálsan aðgang að blöðum, bókum og töflum stofnunarinnar. Útvarpskvöld eru mánudaga og fimmtudaga og þá öllum velkomið að hfusta." Á fyrstu árum mínum í Eyjum var Gúttó á Mylluhól aðalsamkomustaður bæjarbúa. Var fundahús, leikhús, dans- hús, sjúkrahús (taugaveiki 1923) og þar voru fyrst sýndar kvikmyndir. Gúttó var tekið ofan 1936 og Samkomuhúsið reist á rústum þess. Það þótti glæsilegt hús nýbyggt og kallað Höllin. Templarar lögðu fé í hallarbygginguna og salur var þeim helgaður. Myndir af helstu mönnum IOGT prýddu einn vegginn. Þær hurfu þó er tímar liðu fram, því ekki þótti skemmtilífið alltaf í anda gú- templara. I Gúttó sá ég nokkrar leik- sýningar, Sundgarpinn, Karl- inn í kassanum og Skugga- Svein 1935. Hann var sýndur kvöld eftir kvöld við hrifningu áhorfenda. Jóhannes Long lék Skugga-Svein, Ási í Bæ Gvend smala, Stefán Árnason sýslu- manninn og Árni Gíslason bóndann. Og ekki má gleyma Litlabæjarbræðrum. Mér var skemmt. Og best man ég enn svipinn á honum Jóni Hafliða- syni sem Iék Jón sterka þegar hann sagði: Sáuð þið hvernigég tók hann, piltar? Nú er Skugga-Sveinn orðinn kerling og heitir Skugga-Björg. Virðist ófyrirleitið fólk geta vaðið ofaní verk látinna höf- Leikendur í sjónleiknum „Ævintýri á gönguf ör" sem var síðasta leiksýning í gamla Gúttó 1936. Leikarar frá vinstri: Magnea Sjöberg, Jóhannes Sigfússon, Sigurður Scheving, Friðrik Sig- fússon, Ásdís Jesdóttir, Valdimar Ástgeirsson, Arni Gíslason, Jónheiður Scheving, Loftur Guðmundsson, Anna Jesdóttir og Oddgeir Kristjánsson, en þau tvö síðastnefndu sáu um hljóm- Iistina. unda og fær jafnvel lof að launum. Ævintýri á gönguför var lfk- lega síðasta leiksýning í Gúttó. Það var 1936. I Samkomuhúsinu sá ég m.a. Hnefaleikarann og Frænku Charleys. Einhverntíma var Saklausi svallarinn á fjölunum og enn er verið að sýna hann á ýmsum stöðum. Ég fékk ofnæmi fyrir Svallaranum, meðal annars vegna þess að ég álpaðist til að handskrifa „stykkið" fyrir ung- mennafélag í Arnessýslu. Fyrir það verk fékk ég 5 krónur. Minnist ég varla að hafa unnið leiðinlegra verk. Eg gekk í bæjarbókasafnið. Það var á lofti Drífandapakk- hússins í tveim litlum herbergj- um. Við aðkomnir áttum að hafa ábyrgðarmann. Af aula- skap skrifaði ég sjálfur undir ábyrgðarplaggið. Hallgrímur Jónasson bókavörður tók við því. Hann horfir á blaðið góða stund, svo á mig. Fannst bóka- verðinum ég kannski eitthvað grunsamlegur? Hann afgreiðir mig samt athugasemdalaust. Lesstofukompa var inn af út- lánaherberginu. Þar sat ég oft áður en ég kaffærðist í vinnu. Fátt var þar gesta. Steinþór Sigurðsson skáld og Helga kona hans, Sigurðardóttir apótekara, komu oft. Þau sátu þá til kl. 10 og lásu í Politiken. Hallgrímur kennari flutti úr bænum 1931. Tólf árum seinna tókum við hjónin þátt í Ferða- félagsferð og var Hallgrímur fararstjóri. Hann horfði á mig nokkra stund. Þá allt í einu dettur mér í hug fyrsta ferð mín í Bókasafn Vestmannaeyjabæjar. Svo segir Hallgrímur: Mér finnst eins og við höfum þekkst áður. Eftir Gúttó voru böllin í Samkomuhúsinu og Alþýðu- húsi. Kom ekki oft í þær veiði- stöðvar, enda vankunnandi í fótamennt og félaus. Kaffihús var um tíma í Nýja Bíó-kjallaranum. Lá orð á að þar risu öldur stundum hátt, en þó allt í góðsemi eins og í höllinni á Glæsivöllum forðum. Kuði við Formannabraut var skemmtistaður. Þar kom ég aldrei. Þar var bæjarbókasafnið seinna. Einhver slæðingur var þar stundum sem ég kann ekki skil á. Þriðji og fínasti staðurinn var Tunga (Hótel Berg). í Víði segir frá honum sumarið 1930: Magnús Bergsson hefur opnað kaffihús í Tungu. Er þar einn salur fagurlega skreyttur af málurunum Einari Lárussyni og Helga Bergmann. Ljós eru mörg og falleg. Húsgögn öll logagyllt. Á öðrum stað segir í auglýs- ingu: Jazzinn spilar framvegis á sunnudögum kl. 9 1/2 til 11 1/2 og á miðvikudögum kl. 9-11 eh. Á þessum árum voru kvik- myndir á mínu áhugasviði. En þá skorti oft skotsilfrið. Bestu eða betri sæti í Nýja Bíó kostuðu ef ég man rétt kr. 1,75, en afar virðulegt þótti að sitja í 1. og 2. bekk. Á fyrstu árum þöglu mynd- anna var brúkaður grammó- fónn í hléum. Bensi skóari var yfirplötusnúður og var litið upp til þessa starfs Benedikts. Seinna var farið að leika á píanó. — Oft voru auglýstar alþýðu- sýningar. Þær voru ódýrar. Eftir að farið var að sýna í Samkomuhúsinu var stundum svo setinn bekkurinn, að raðað var lausum stólum í salinn niðri. Þótti heppni að fá þar sæti því þau kostuðu ekki nema 50 aura. Eg átti uppáhaldsleikara eins og aðrir í þá daga. Þeir voru Martha Eggert, Deanna Durbin, Chaplin, Litli og stóri og maðurinn sem lék Tarzan apabróður. Skemmtikraftar úr höfuð- staðnum komu um og eftir lok til þess að taka toll af lágu kaupi kreppukynslóðarinnar. Bjarni Björnsson leikari kom ár eftir ár og var mikill aufúsugestur. Ég hef heyrt og séð fjölda skop- leikara en mér finnst Bjarni hafa verið mestur listamaður á því sviði. Bar einn uppi heilar kvöldskemmtanir með undir- leikara og fólkið fékk aldrei nóg af þessum töframanni. Mynd af Brúarfossi sem var eitt fyrsta skip Eimskips sem lagðist við Básaskersbryggju, sennilega árið 1932. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum auglýsendum og velunnurum blaðsins viðskiptin á árinu sem er að líða. EYJABLAÐIÐ

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.