Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 11

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 11
EYJABLAÐIÐ 11 Guniiar Kári Magnússon: Aramót á Halanum 1976 Ég man það vel. Það er ekki alltaf sem ég man það svona vel. Eingöngu um áramót stendur þessi atburður mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, því þá hefur enn eitt árið liðið frá því þessi atburður gerðist, og þá stígur hann fram úr djúpi hugar míns til að taka á sig kristaltæra mynd. Þrítugasti og fyrsti desem- ber, síðasti dagur ársins 1976. Skuttogarinn Páll Pálsson, Halinn, tíu stiga frost, vindur og hafís. Við vorum búnir að vera á veiðum síðan þriðja í jólum og höfðum staðið í beit hátt á annan sólarhring. Nú er það í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að staðnar séu langar vaktir á þessum minni togurum. Bæði er að þeir eru fáliðaðri en stærri togararnir þó þeir fiski jafnt á við þá, og þó að það fiskist mikið þá er það allra hagur, háseta jafnt sem útgerðarinnar, að fiskurinn komist sem fyrst í kassa, slógdreginn og ísaður. Ytri kringumstæður voru sem sagt ekkert óvenjulegar. Áhöfnin var samhent og kunni vel til verka. Ég var háseti þarna um borð. Gallinn var bara sá að ég hafði ekki á sjó komið í hálft ár er ég fór í þennan túr. Vetrinum hefði ég eytt við kennslu upp í Breiðholti og var því orðinn frekar lélegur til líkamlegrar erfiðisvinnu. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem ég fór út á sjó um jól eftir haustsetu á skóla- bekk svo ég var engu kvíðinn. Við settum strax í fisk. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að hinir togararnir settu í meiri fisk. Ekki þar með sagt að við hefðum fengið lítið. Nei, þegar við vorum með 15 tonn voru topparnir með 20 tonn en þar fannst okkur að við ættum h'ka heima. Alla aðgerðina, frá því að hún byrjaði og þangað til tími var kominn til að hífa aftur, bar kokkurinn í okkur fréttir af öðrum skipum sem voru með þetta frá fimm til tíu tonnum meira en við eftir hvert hal. Það fór gífurlega í taugarnar á okkur þetta skýrslusnakk. Nú var vitað að margir skipstjórar lugu eins og þeir voru langir til um afla í hverju hali, en svona munur var of mikill, fannst okkur. Sólarhringur leið. Kyrrsetu- líf mitt var farið að segja óþægilega til sín. Hægri hand- leggurinn var orðinn dofinn og ég fékk verki í hann um leið og ég bar hann að þorskkverk. Bakið var aumt og ég fékk krampa í fæturna um leið og ég beygði tærnar. Eftir þennan sólarhring við aðgerðarborðin fór ég oní lest og var við ísingu og niðurröðun á fiski eftir það. Það var ekki jafn einhæf hreyfing og auðveldara var að hætta að hugsa um yfirburði hinna togaranna þar niðri. Það hækkaði jafnt í lestinni þrátt fyrir það að við fengjum ekki jafn mikið og hinir togaramir. Samt nagaði það mig og reyndar okkur alla að við skyldum vera svo aftarlega á merinni. Allir höfðu sínar út- skýringar á málinu: Við vorum ekki með skrúfuhring, trollið Það var bara della þó að aðrir en hann hefðu sagt mér frá því að hann yrði eins og karfi um leið og hann hefði káfað á inn- yflum í nokkurn tíma. Allt var óréttlátt og taugatrekkjandi. Vélarhljóðið átti til með að breytast upp úr þurru og skera í hlustirnar þó enginn annar virtist taka eftir því. Nokkrir húsið og biðum eftir að trollið kæmi upp. Við reyktum síga- rettur og pípur sem við héldum á milli soðinna handanna undan gúmmívettlingunum. í ljós kom að vaktin, sem ég var á, slapp við að taka trollið í þetta sinn þar sem enn var korter til vaktaskipta. Við skeyttum því þó engu og vorum Aflaskipið Páll Pálsson ÍS 102 frá Hnífsdal, sem greinarhöfundur var á þegar sagan varð til Tvískiptur pokinn rennur upp skutrennuna var gamalt, bobbingarnir mis- þungir, eða trollið var vitlaust benslað á lengjuna. Þannig gengu pælingarnar endalaust. Enginn hugsaði raunsætt út í það að við lágum vel fyrir ofan meðallag í afla og togveiðar eru enn sem komið er mikið byggðar á heppni. Óánægjan grasseraði í okkur og þó mest í mér. Sífelldar fréttaskýringar kokksins og óskapleg þreyta gerðu mig að sinnulausri vél þar sem gremjan yfir árangrinum var það eina sem fengið gat mig til að skipta skapi. Svona leið tíminn. A miðnætti aðfaranótt þess 31. var ég löngu hættur að hugsa. Allar mínar gerðir voru byggðar upp á vana og bæri eitthvað út af, ef einn þorskur var of stór til að passa í kassa eða þess háttar, þá þurfti ég að stoppa í smátíma til að fá það inn sem væri að áður en ég gat gert nokkuð í því. Ég var með stöðugt suð fyrir eyrunum og augun voru hætt að láta að stjórn og fixeruðu sig á hluti sem þau áttu ekkert með að einblína á. Þarna sat t.d. hann Sigurgeir Hrólfur á kassa og reykti eins og ekkert hefði í skorist þó að blautur fiskurinn bunaði niður rétt við fætur hans. Ég vissi að hann var með hita og hafði staðið einna Iengst í aðgerð af okkur öllum og að ég hafði engan rétt til að ein- blína á hann eins og glæpa- mann. En éggerðiþaðfyrirþví. Helvítis kokkurinn, kjaftatæfan sú. Alltaf þegar hann blístraði kom bræla. Af hverju kom hann ekki í aðgerð líka, þegar vélstjórarnir gerðu það. Ég hafði enga trú á að hann fengi exem af því að koma við fisk. þarna í lestinni virtust gera sér far um að skella niður fiski- kössunum óþarflega hátt, og helvítið hann Grímsi var alltaf að reka ísskófluna í tærnar á mér. í huganum hugsaði ég upp lævísar aðferðir til að klekkja á honum. „Hífa", var kallað í gegnum hátalarakerfið. Öll vinna hætti samstundis í lestinni og fallegur þorskurinn hélt áfram að þeytast af færibandinu án þess að nokkur skipti sér af. Sú regla var höfð á, þegar staðnar voru frívaktir, að þeir sem áttu að vera á vakt, ef allt værí með felldu, fóru á dekk þegar híft var og tóku trollið. Við vorum orðnir svo ruglaðir á tímanum að við vissum ekki hverjir þyrftu að fara upp og út á deíck og hverjir ekki. „Mér er alveg sama", sagði Grímsi, „mér veitir ekki af köldu lofti til að fríska mig upp." Með það fór hann og við hinir fylgdum á eftir. Nóttin var dimm og snjó- flyksur þutu framhjá. Samt var enginn kuldi merkjanlegur í andrúmsloftinu og skipið vaggaði þægilega á bárunni. Blíðan og rólegheitin á skipinu, þrátt fyrir mikið frost og storm, stafaði af hafísnum sem bæði dró til sín kuldann og lægði öldurnar. Allt rann til fyrir augum mínum eins og í draumi. Dekkið var baðað flóðljósum svo að bleytan og krapið endurkastaðist og stakk í augun. Ferskleikinn á öllu var þrúgandi. Andlit úlpu- og sjó- klæddra skipsfélaga minna hurfu í skuggann af hettunum þar sem við hímdum blautir og þreyttir upp við skorsteins- kyrrir uppi á dekki, fegnir ferska loftinu og reykinga- pásunni. Toghlerarnir komu upp og grandörunum var kúplað inn á spil. Þegar mikið er af fiski í trollinu heyrir maður það strax á því hvernig grandararnir rúllast inn. Ef hljóðið er létt á rúllunni sem þeir snerta er upp úr togrennunni er komið, þá er mikið í. Hljóðið heyrðist varla. Við sem ekki höfðum vaktina heyrðum það og þyrptumst út að skutrennunni. Bobbinga- lengjan og höfuðlínan, en það er fremsti hluti netsins, skröltu upp rennuna og á sinn stað í bogann er var fram við spil. Stroffu og krók var brugðið á miðhluta netsins og híft f ram að stýrishúsi. Síðan voru tveir gilsar, en það eru tveir hífingar- vírar, settir á netið og byrjað var að draga trollpokana tvo með aflanum í um borð. Við sáum að trollið var sprengfullt. Það veltist á þungri bárunni eins og ofvaxin eistu og okkur var ómögulegt að sjá hvernig við myndum nokkurn tíma ná þessu inn. Við vissum þó af gamalli reynslu að þegar pok- arnir komu í rennuna rann fiskurinn ofar í trolli til þess síðan að renna til baka er pokarnir væru komnir upp á dekk og rýmkaðist til aftur. Byrjað var að draga þá inn fyrir. Við heyrðum að það byrjaði að braka í talíum og trissum óvenju snemma. Það þýddi að fiskurinn var mjög kýldur í pokunum og meira í en virtist í fljótu bragði. Svo stóð allt fast. Slakað var á vírunum og stroff- urnar teknar af og húðum vafið um netið þar sem það kæmi til

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.