Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 12

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 12
12 EYJABLAÐIÐ ARAMOT A HALANUM 1976 Óskum öllum Vestmannaeyingum GLEÐILEGRA JÓLA og farsœls komandi árs SANDFELL HF útgerðarvörur Söngleikurinn Oklahoma frumsýndur í Eyjum Framhald með að takast saman undan stroffunum. Aftur var híft í vírana og hægt hægt byrjuðu pokarnir að síga upp rennuna. Þeir voru strengdir til hins ýtrasta og það byrjaði að braka og bresta í öllu netinu. Við vorum eins og hengdir upp á þráð. Allt, talíur, vírar og net, virtist að því komið að bresta þá og þegar. Pokarnir voru nú hálfir upp á dekki og hálfir í rennunni. Þá stökk ég upp á netið. Enn þann dag í dag veit ég ekki af hverju. Kannski var það vegna hinna skipanna er voru fyrir ofan okkur í þessum túr, ef til vill var það vegna þreytunnar og hugsunarleysisins er henni fylgdi. Pað var kannski út af þessu hvoru tveggja eða auð- valdsfíkninni, ég veit það ekki. En þarna lá ég á strengdu netinu og reyndi að halda því saman, vita vonlaust fyrirtæki að sjálfsögðu. Það tók mig nokkrar sekúndur að átta mig á að þetta var nokkuð sem hlyti að enda illa og ég stóð upp og ætlaði að hoppa niður á dekkið aftur, er ég fann að allt gaf eftir undir mér. Síðan leið líf mitt fram hjá mér á örskoti uns ég lenti í sjónunt ásamt þorskinum og fór á bóla kaf. Er mér skaut upp aftur vissi ég frá skipinu og sá að pokarnir möruðu í hálfu kafi steinsnar frá, enn fullir af fiski. Ég sökk aftur og snéri að skipinu er mér skaut upp á ný. „Geriði eitt- hvað!” öskraði ég, því ég fann að ég var að dragast niður og undir skipið. „Della”, þetta var það eina sem mér kom í hug fyrir hræðslu. Ég var að sökkva aftur er ég sá björgunarhring koma fljúgandi með línu og öllu hringað inn í hann. í kafi teygði ég upp hendina og gat skotið mér upp einu sinni enn. Um leið kom annar hringur, og var línan úr honum sett föst upp í skipið. Ég buslaði nú alveg við skutrennuna og man það eitt að mér þótti dallurinn aldrei hafa verið stærri. Nú var togað í línuna og rann hún gegnum hendur mínar við- stöðulaust. Sívafði ég henni þá um vinstri hönd og vonaði að þeir slitu hana ekki af mér í hamaganginum við að ná mér um borð. Hins vegar máttu þeir gjarna brjóta hana. Síðan varég dreginn upp í rennu eins og trollpokinn áður og fannst það ganga seint og líklegast myndu þeir nú slíta af mér handlegg- inn. Þá var rennt niður til mín grönnum stálvír og mér sagt að grípa um hann líka. Fór með hann eins og línuna að hann rann úr höndum mér eins og hann ætti þar ekki heima og greip ég því til þess ráðs að bíta í hann. Þannig var ég dreginn upp fastur á handlegg og kjafti, volandi og bölvandi af hræðslu. Er upp kom á dekk var ég borinn fram í íbúðir og settur í sjóðandi heita sturtu og skilinn þar eftir. Ég þvoði mér öllum og nuddaði eftir bestu getu með vinstri handlegginn úr umferð. Síðan fór ég niður í klefa og fór í hrein föt og fékk mér kaffi og sígarettu. Þá var mér litið í spegil. ég var grænn. Eg hökti upp í brú eins og skömmustulegur skólastrákur. Þar uppi var allt á fleygiferð. Búið var að ná inn pokunum og sagði helvítis kokkurinn mérað þeir hefðu náð úr þeim 25-30 tonnum. Verið var að slá undir nýju trolli og enginn virtist hafa tíma til að tala við mig, svo ég fór niður aftur. Við vorum komnir með full- fermi um morguninn og þá um kvöldið drakk ég mig hauga- fullan á ísafirði. En ég gleymi aldrei þessari veiðiferð, né mönnunum sem tóku þátt í henni. Gunnar K. Magnússon. Sendum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum bestu óskir um Gleðileg jól farsælt nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári ás>búti»n ^eitingaþtiöfö birbjubeai 21 girni 1420 Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir söngleikinn Okla- homa eftir Rogers ogHammer- stein þann 26. des. n.k. (annan dag jóla). Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Að þessari sýningu hefur L.V. unnið síðustu mánuði með aðstoð afbragðsmanna. Ólafur Gaukur hefur annast útsetn- ingu tónlistar, og er það trúlega í fyrsta skipti sem tónlist viðsvo stórt verk er skrifuð á svo stuttum tíma eða 3 mánuðum. Ólafur Gaukur hefur einnig æft hljómsveitina. Söngleikurinn Oklahoma fjallar um kúreka og bændur sem ekki alltaf eru á eitt sáttir. Astin kemur þar líka mikið við sögu. En yfirleitt er gott að búa i Oklahoma, þar ræður ríkjum dans, söngur, glaumur og gleði. Hlutverk í leiknum eru 12 talsins — en um 40 manns koma fram í sýningunni auk 10 manna hljómsveitar, sem spilar ekki hvað minnsta rullu. Að sýningunni vinna að auki 20 manns. Leikmynd er það fyrsta sem leik húsgestur sér. Hún er í höndum Jóhanns Jónssonar. Dansana hefur Ingveldur Gyða Kristjánsdóttir samið og æft. Lýsingu sér Lárus Björnsson um. Hann hefur séð um lýsingu fyrir L.V. í allmörgum verkum. Guðni Guðmundsson frá Landlyst, nú organisti Bú- staðakirkju, hefurekki látiðsitt eftir liggja fyrir L.V. Hefur hann annast söng- og hljóm- sveitaræfingar. Oklahoma er eflaust stærsta verkefni sem L.V. hefur ráðist í. og má segja að það sé vel við hæfi að enda 75. afmælisár L.V. með svo veigantikilli sýningu. Með þessum orðum vill L.V. þakka þeim fjölmörgu aðilum sem greiddu götu L.V. og gerðu þessa sýningu mögulega. Þjóð- leikhúsinu þökkum við ein- stakan skilning og velvilja við þessa sýningu. —L.V. Eftirtalin fyrirtœki og einstaklingar óska bœjarbúum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Steingrímur Benediktsson Stefán Sigurjónsson, skósm. Pinninn Sjöstjarnan VE Erlingur VE Hafliði VE Óskum öllum Vestmannaeyingum GLEÐILEGRA JÓLA og farsœls komandi árs Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar Stefánssonar hf. Oskum öllum Vestmannaeyingum GLEÐILEGRA JÓLA og farsœls komandi árs þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Sigurjón Jónsson, lyfsali og tjölskyldu APÓTEK VESTMANNAEYJA ------------------------------\ EYJABLAÐIÐ RITNEFND: Ragnar Óskarsson (ábm.) Sveinn Tómasson Gunnar Kári Magnússon Edda Tegeder Oddur Júlíusson Sigurður Sigurðsson Utgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún hf. Vm. S____________________________________>

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.