Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 13

Eyjablaðið - 23.12.1985, Blaðsíða 13
EYJABLAÐIÐ 13 S. Guðmundsson: JAZZ I EYJUM H.G.-SEXTETTINN Margir prýðisgóðir hljóð- færaleikarar hafa dvalið í Eyjum, um lengri eða skemmri tíma. Flestir þeirra hafa leikið jazz fyrir dansi eða á „jam- sessionum", þar sem allir leika af fingrum fram. Haustið 1949 fluttist Haraldur Guðmundsson hingað til Eyja og hóf störf við iðngrein sína í prentsmiðjunni ,,Eyrúnu". Jafnframt stofnaði hann H.G. sextettinn sem síðar varð landsþekktur. Haraldur lék á trompet, mandólín og yfirleitt hvaða hljóðfæri sem var, t.d. var hann ágætis trommari. Æfingar hófust fljótlega og voru fyrstu meðlimir auk Haraldar, Guðni Hermansen, Gísli Bryngeirsson, Haraldur Baldursson, Alfreð Þórðarson og Sigurður Þórarinsson (Sissi) sem var og er mjög snjall trommuleikari. Skömmu síðar tók undirritaður við af Sissa og hélst sú liðsskipan fyrstu misserin. H.G. sextettinn hóf að leika í Samkomuhúsinu og mikið af lögunum voru útsett í jazzstíl sem þá var afgerandi á dans- leikjum. En þá var líka tekið til við gömlu dansana og leiknar syrpur af völsum, tangóum, rælum, polkum o.s.frv. Þetta var mjög góð blanda og ég veit að margur saknar gömlu dansanna í dag. Haraldur hafði stjórnað Mandólínhljómsveit Reykja- víkur og var frábær mandólín- leikari. Það hljóðfæri setti skemmtilegan blæ á gömlu dansana. Sumarið 1950 slóst hljóm- sveitin í för með Lúðrasveit Vestmannaeyja til Austfjarða og nú hafði bæst í hópinn góður vinur, Jón Helgi Steingrímsson, sem tók sæti Alfreðs Þórðar- sonar við píanóið. Við lékum á nokkrum stöðum fyrir austan og m.a. á útiskemmtun inn í Norðfirði. Þar voru þrjár harmónikkur þandar. Gamall bóndi úr sveit- inni kom til Haraldar og þakkaði honum með klökkum rómi. Hann hafði aldrei dreymt um að fá að sjá og heyra þrjár nikkur þandar í einu. Á Norðfirði skildu leiðir H.G. sextetts og Lúðrasveitar- innar og við héldum áfram til Akureyrar. Þar lékum við nokkur kvöld og slógum upp „jam-session" með Akureyr- ingum, sem jafnan hafa átt góða jazzleikara. Haustið 1950, í nóvember, héldum við til Reykjavíkur og lékum í útvarpið auk þess sem við lékum á jazzhljómleikum í Austurbæjarbíói. Gísli Brynj- ólfsson lék nú á gítar í stað Haraldar Baldurssonar. Var búið að æfa mjög vel fyrir förina og öll lög leikin eftir H.G. sextettinn leikur gömlu dansana á útiskemmtun austur á Norðfirði. Talið frá vinstri: Haraldur Guðmundsson mandólín, Sigurður Guðmundsson trommur, Gísli Bryngeirsson harmó- nikka, Haraldur Baldursson gitar, Guðni Hermansen harmónikka og Jón Helgi Steingrímsson harmónikka. nótum, auk þess sem einstakir meðlimir tóku „sóló". Allir voru klæddir í „smok- ing" með svarta slaufu og Grímur Þórðar var svo vina- legur að lána mér allt sitt fínasta púss. í Jazzblaðinu frá þessum tíma má m.a. lesa: „Næst til- kynnti kynnir komu hljóm- sveitar Haraldur Guðmunds- sonar, H.G. sextettsins frá Vestm.eyjum, og tjáði hann jafnframt, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hljómsveit utan af landi kæmi tií Reykjavíkur til að leika á jazzhljómleikum. Þetta var skemmtileg nýbreytni og ætti að reyna að fá fleiri hljómsveitir utan af landi til að taka þátt í hljómleikum, er kynnu að verða haldnir í fram- tíðinni." „Hljómsveitin lék aðallega „dixieland"-stílinn og vakti mikla hrifningu, enda marg- klöppuð upp." Jazzhljómleikarnir í Austur- bæjarbíói færðu okkur heim sanninn um að við gætum leikið jazz til jafns við hljómsveitir í Reykjavík. Um þessar mundir æfði Haraldur frábæran Jazzsöng- kvartett sem í voru: Ásdís Sveinsdóttir, Jakobína Hjálmarsdóttir, Hallgrímur Þórðarson og Erling Agústs- son. Kvartettinn kom fram á hljómleikum hér heima. í „Café Stjörnunni", talið frá vinstri: Sigurður Guðmundsson trommur, Gísli Bryngeirsson clarinett, Gísli Brynjólfsson gítar, Guðni Hermansen tenór sax, Árni Elfar píanó, Haraldur Guðmundsson trompet og Axel Kristjánsson bassi. Erling Ágústsson söngvari. H.G. sextett í Samkomuhúsi Vm., talið frá vinstri: Gísli Bryngeirsson clarinett, Guðni Hermansen tenor sax, Sigurður Guðmundsson trommur, Haraldur Guðmundsson trompett, Haraldur Baldurs son gítar og Alfreð Þórðarson píanó. Jón Þorgilsson söngvari. Veturinn 1951 tók hljóm- sveitin þá ákvörðun að hefja veitingarekstur í Alþýðuhús- inu. Var húsið innréttað að nýju og önnuðust verkalýðs- félögin, eigendur hússins, það verk, ásamt okkur. A meðan á lagfæringum stóð skeði sá sorglegi atburður að flugvélin Glitfaxi fórst á leið frá Eyjum til Reykjavíkur og með henni okkar kæri vinur Jón Helgi Steingrímsson ásamt mörgum öðrum samborgurum okkar. Þá ríkti sorg í Eyjum. Um miðjan vetur opnuðum við svo Alþýðuhúsið með pomp og pragt. En nú hét staðurinn Café Stjarnan. I stað Jóns heitins kom Árni Elfar á píanó og einnig Axel Kristjánsson á kontrabassa. Þá var H.G. sextettinn orðinn sex + einn. Café Stjarnan starfaði fram á vor 1952. Reksturinn gekk ekki alltof vel, en jazzinn þeim mun betur. Á þessum tíma léku margir góðir jazzleikarar í Samkomuhúsinu. Við komum oft saman og lékum af fingrum fram. Þá var sveiflan meiri- háttar, eins og sagt er í dag. Söngvari í Café Stjörnunni var Jón Þorgilsson og tókst honum afar vel upp í hægum rómantískum lögum. Þá starf- aði sem þjónn Erling Ágústs- son. Hann tók oft lagið með okkur. Hann var og er góður jazzsöngvari. Sumarið 1952 hélt sextettinn í ferðalag vítt og breytt um landið. Sú breyting varð á hljómsveitinni að Guðni Hermansen fór ekki með í landsreisuna, en í hans stað kom Höskuldur Stefánsson frá Neskaupstað. Við lékum 32 kvöld í röð. Byrjað var í Reykjavík og endað ferðalagið þar, eftir hringferð um landið. Eftir að ferðalaginu lauk leystist H.G. sextettinn upp. Sumir fluttust úr Eyjum en við nokkrir félagarnir byrjuðum að leika í Samkomuhúsinu um haustið. H.G. sextettinn lék ekki lengur nema í minningunni. Nú er Haraldur Guðmundsson lát- inn. Ég minnist hans og Jóns Helga með miklum hlýhug.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.