Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ ÚtcjefancLi: Alþýðu.k>ancLala.glc3 í Vestmannaeyjum 50. árgangur Vestmannaeyjum, 24. apríl 1990 2. tölublað Hvað er í boði? Guðmundur Jensson Margir halda því fram að eng- inn munur sé á stjómmálaflokk- um eða stjórnmálamönnum, þeir séu allir eins og því sama hver verður fyrir valinu í kjör- klefanum. Þetta er auðvitað alls ekki rétt, enda hafa um allan heim skapast skarpar andstæður stjórnmálaafla sem takast á um völd og áhrif. Hér á landi eru skarpastar andstæður milli Alþýðubanda- lags annars vegar og Sjálf- stæðisflokks hins vegar. Á þess- um tveim flokkum er grundvall- armunur sem oft hefur glögg- lega komið í ljós, bæði hér innan bæjar og einnig á landsvísu. Reyndar hefur Sjálfstæð- isflokkurinn þá sérstöðu að stefna hans breytist eftir því hvort hann er í meiri- eða minnihluta og einnig breytist stefnan stundum eftir því hver á hlut að máli. Kunnasta dæmið sem varðar okkur hér í Eyjum er að sjálfsögðu bygging verka- mannabústaða. Meðan Sjálf- stæðismenn voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili mátti alls ekki byggja verkamannabúst- Óvæntur liðsauki íhaldið hefur nú útbúið slagorð fyrir kosningarnar 26. maí í vor: „Aftur H- dagur". Greinilegt er að þeir eru sammála okkur um að þriðji maður á lista Alþýðu- bandalagsins Hörður Þórðar- son sé mjög verðugur fulltrúi inn í bæjarstiórnina. Sumum finnst að vísu þetta slagorð bera keim af bjartsýni, en víst er að ef menn sameinast um H-daginn er ekkert ómögulegt. Við Alþýðu- bandalagsmenn tökum heils hugar undir þetta slagorð og hvetjum jafnframt aðra til þess. aði, enda er það ekki í samræmi við stefnu flokksins. Á þessu kjörtímabili bregður hins vegar svo við að Sjálf- stæðismenn hafa skyndilega skipt um stefnu og eruð orðnir sérstakir fylgjendur slíkra bygg- inga. Það er grátbroslegt að hugsa til þess að flokkurinn skuli í þessu máli steypa sér svo gjörsamlega kollhnís þegar full- trúar hans loks koma auga á hve hagkvæmt og vinsælt þetta kerfi er. Annað þekkt dæmi sem okkur varðar er leyfisveiting Arnar- flugs-innanlandsflugs til áætl- unarflugs hingað. Sjálfstæðis- menn sem hingað til hafa talið sig sérstaka talsmenn frjálsrar samkeppni breyttu þá bara stefnu sinni af þvi að þeir voru hræddir um að samkeppnin myndi e.t.v. gera einn bæjarfull- trúa þeirra atvinnulausan. Með öðrum orðum, stefna þeirra er ekki ákveðnari en svo að ef hún rekst á hagsmuni einstakra flokksmanna þá breytist hún bara sjálfkrafa. Menn skulu því fara varlega í að treysta stefnu Sjálfstæðis- flokksins, því hún er oft jafnmik- ið á reiki og vindpokarnir á flugvellinum. Guðmundur Jensson • Á þessu kjörtímabili hefur verið byggð 21 íbúð skv. lögum um byggingu verkamannabústaða. 1 s mistök eiðslunni Nú á dögunum fékk Bæjar- sjóður Vestmannaeyja heldur betur að kenna á staðgreiðslu- kerfi opinberra gjalda. Vegna einhverra mistaka í ríkisbók- haldi kemur í ljós að útsvarstekj- urbæjarsjóðsáárinu 19891ækka um u.þ.b. 21 milljón miðað við það uppgjör sem Vestmanna- eyjabær hafði áður fengið í stað- greiðslukerfinu. Hér er um hrikaleg mistök að ræða, mistök sem á engan hátt var hægt að sjá fyrir hér innan bæjar, þótt sjálfstæðismenn reyni nú í áróðri sínum að láta líta svo út. Þessi mistök leiða til þess að á árinu 1990. mun ráð- stöfunarfé Vestmannaeyjabæj- ar verða u.þ.b. 40 milljónum kr. lægra en reiknað hafði verið með. Þessi mistök koma auðvit- að sem reiðarslag yfir okkur Vestmanneyinga og hafa nú þegar haft í för með sér erfið- leika fyrir greiðslugetu bæjar- sjóðs. Bæjarstjórn hefur rætt þá al- varlegu stöðu sem skapast hef- ur og samþykkt að grípa til ráðstafana í rekstri og fram- kvæmdum bæjarsjóðs til að mæta afleiðingum sem af þess- um mistökum hljótast fyrir Vest- mannaeyjabæ. í framhaldi af ofangreindu liggur það ljóst fyrir að grípa verður til samdráttaraðgerða nú þegar ef ekki á illa að fara fyrir fjárhag bæjarins, annað væri fullkomið ábyrgðarleysi. Vissulega er óþægilegt að taka slíkar ákvarðanir en þær verður einfaldlega að taka. Bæjaryfir- völdum ber skylda til að endur- skoða rekstrar- og framkvæmd- aáætlanir sínar. Þau hrikalegu mistök sem hér um ræðir eru eins og fyrr segir reiðarslag fyrir okkur Vest- mannaeyinga. Þau eru einnig reiðarslag fyrir fjölmörg önnur sveitarfélög í landinu. Því hlýtu það að vera krafa sveitarfélag- anna í landinu að fram fari.rann- sókn á þvi hvað olli þessum mistökum og hver beri ábyrgð á þeim. Það hlýtur einnig að vera krafa sveitarfélaganna í landinu að tryggt sé að slíkt gerist ekki aftur. RO Siðf erðisþrekið brást Til skamms tíma gerðu tekju- stofnalög ráð fyrir því að felldur væri niður fasteignaskattur af hvers konar félagsheimilum. Fyrir skemmstu tóku hins vegar gildi lög sem þrengdu heimildir sveitastjórna til þess að fella niður fasteignaskatt af þessu tagi. Þrátt fyrir nýju lögin ákvað bæjarstjórn að túlka undan- þáguákvæði þeirra eins vítt og stætt væri á. Af þeim ástæðum hafa á þessu ári verið felldir niður fasteignaskattar af félags- heimilum ýmissa félagasam- taka. Þegar gömlu tekjustofnalögin voru í gildi fékk Alþýðubanda- lagið í eitt eða tvö skipti felldan niður fasteignaskatt af félags- heimili sínu við Bárugötu. Þegar nýju lögin tóku hins vegar gildi, þótti Alþýðubandalaginu að sjálfsögðu allsendis fráieitt að fasteignaskatturinn væri felldur niður. Þess vegna sótti Alþýðu- bandalagið ekki um niðurfell- ingu fasteignaskatts fyrir árið 1990 og er reyndar búið að greiða hann að fullu. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að á dögunum gerðist það að Sjálfstæðisflokkurinn sótti um niðurfellingu fasteigna- skatts fyrir félagsheimili sitt, Ásgarð. Þetta gerðu þeir sjálf- stæðismenn þrátt fyrir það að fyrir lægi að verulega var búið að þrengja heimildir til niður- fellinga með nýju lögunum. í framhaldi af þessum nýju lögum áttu þeir sjálfstæðismenn auð- vitað að hafa það siðferðisþrek til að bera að sækja ekki um niðurfellingu. En siðferðisþrekið skorti, sótt vár um fulla niður- fellingu fasteignaskattsins. í bæjarráði var fulltrúa sjálfstæð- ismanna, sjálfum oddvitanum Sigurði Jónssyni, bent á að slík niðurfelling væri ekki í anda laganna, en allt kom fyrir ekki. Hann sótti málið stíft og reyndi af fullri hörku að knýja það í gegn. Þess vegna samþykkti meirihluti bæjarráðs að taka af öll tvímæli og hafna í eitt skipti fyrir öll niðurfellingu fasteigna- skatts til stjórnmálasamtaká. Mál þetta hefur auðvitað orðið Sjálfstæðisflokknum til hinnar mestu hneisu. En eftir stendur það að siálfstæðismenn verða að gera sér það ljóst að eftir lögum verða þeir að fara hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Og nú eiga þeir auðvitað að hrista af sér slyðruorðið og greiða fasteignaskattinn þegj- andi og hljóðalaust. R.Ó. Sjálf stæðismenn gegn uppbyggingu verkamannabústaða Á síðasta kjörtímabili er sjálf- stæðismenn fóru með meiri- hluta í bæjarstjórn höfnuðu þeir algerlega uppbyggingu verka- mannabústaða. Þessi stefna þeirra kom verulega þungt niður á láglaunafólki, einkum ungu fólki. Nú leggur Sjálfstæðisflokkur- inn upp í sína kosningabaráttu með þá stefnu að byggja ekki nýjar verkamannaíbúðir. Þetta eru staðreyndir sem Vestmannaeyingar þurfa að vita. Þetta er staðreyndir sem Vestmannaeyingar þurfa að hugsa vel um áður en þeir ganga aðkjörborðinuhinn26. maíívor. Höfnum stefnu sem snýst gegn uppbyggingu verka- mannaibúða. Höfnum stefnu Sjálfstæðisflokksins. Látum verkin tala. Veljum & AFL i SÓKN 26. maí

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.