Eyjablaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ 50. argangur Útcjef andi: Alþýðu.t>and.alagið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 9. maí 1990 4. tölublað i i Síðastliðinn sunnudag var sambýli fatlaðra vígt. Eyjablaðið óskar Vestmannaeyingum til hamingju með þessa glæsilegu byggingu. Orð og athaf nir sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í minnihluta: # Höfnin er lífæð okkar Vestmannaeyinga. Henni verður tvímælalaust að sinna. # Það þarf að gera stórátak í skólamálum. # Við verðum að fjölga íbúðum í verka mannaíbúðakerfinu. # Það er nauðsynlegt að lækka skuldir bæjarins og stofnana hans. Sjálfstæðismenn í meirihluta: # Það er engin ástæða til þess að vera að eyða peningum í að ramma við höfnina. # Barnaskólinn verður einfaldlega að bíða. Nemendur og kennarar þar verða bara að halda áfram að búa við alls ófullnægjandi aðstæður. # Ekkert verkamannabústaðakjaftæði hér. # Hvað með það þótt skuldirnar hjá okkur hafi hækkað um 350 milljónir á kjörtíma- bilinu 1982-1986. Alþýðubandalagið er f lokkur ungs fólks Alþýðubandalagið hefur mjög fastmótaða stefnu í málefnum ungs fólks, það sést sjálfsagt best á því hvað hefur verið gert í þágu þess á því kjörtímabili sem er að líða. Til dæmis hefur aðst- aða félagsheimilisins verið bætt til muna og opnunartími lengd- ur og er ekki annað að sjá en þeir krakkar sem stunda félags- heimilið séu mjög ánægðir með það. Ekki alls fyrir löngu var gerð könnun í 7. 8. og 9. bekk hér í Vestmannaeyjum og sýndu niðurstöður könnunarinnar að félagslíf meðal unglinga á þess- um aldri er mjög blómlegt, alla vega ef miðað er við Akranes og Kópavog, en þar voru gerðar hliðstæðar kannanir og sýndu niðurstöður að hlutfallslega mun fleiri krakkar stunda virkt félagslíf hér í Vestmannaeyjum en á þessum tveimur stöðum. Þetta er auðvitað mjög ánægju- legt og er það stefna okkar hjá Alþýðubandalaginu að halda Lessu við og bæta eftir getu, svo blómlegt félagslíf megi dafna hér í Eyjum um ókomna framtíð. Á þessu kjörtímabili hóf bær- inn að styrkja námsfólk sem getur ekki stundað nám sitt hér í Eyjum. Þetta er gert með því að greiða til þeirra fyrir hverja skólaönn, framlag sem ætlað er upp í greiðslu á húsaleigu. Þessu viljum við að sj álfsögðu halda áfram og vonandi verður færi á að hækka þessa styrki að einhverju leyti. Hvað vill unga fólkið sjálft? Okkur finnst mikilvægt að unga fólkið fái að hafa áhrif á stefnumörkun í sínum málum og mætti fá álit þeirra og vilja t.d. með könnunum og að það fái sína fulltrúa í sem flestar nefndir á vegum bæjarins. Eitt af því sem hlýtur að vera ofarlega á lista ungs fólks er að geta eignast sitt eigið húsnæði og koma sér vel fyrir. Alþýðu- bandalagið mun að sjálfsögðu styðja allt sem hjálpar ungu fólki að koma undir sig fótunum t.d. í gegnum verkamannabúst- aðakerfið. Það er staðreynd að þetta kerfi hefur reynst mörgu ungu fólki vel, sem annars hefði ekki átt möguleika á að eignast sitt eigið heimili. Hver er sinnar gæfu smiður! Það hefur margt verið gert fyrir ungt fólk á þessu kjörtíma- bili, en auðvitað má alltaf gera betur og mun Alþýðubandalag- ið svo sannarlega reyna það, en það er ek ki hægt nema með Verkamannabústaðakerf ið hefur reynst ungu fólki vel. ykkar stuðningi. Ég skora á ykkur unga fólkið að kjósa Ai- þýðuba*idalagið svo áhrif ykkar fái að móta sín á næsta kjörtím- abili, því munið, að hver er sinn- ar gæfu smiður. Drífa Gunnarsdóttir VEISTU? # Sjálfstæðismenn ætluðu að seilast ofan í vasa bæjar- búa og láta þá greiða fasteigna- skatt af félags- heimili sínu, Ás- garði. # Á síðasta kjör- tímabili þegar sjálf- stæðismenn fóru með meirihluta í Vestmannaeyjum var ekki rekinn nið- ur einn einasti metri af stálþili við höfnia. Þeirforystu- menn sjálfstæðis- manna sem fóru með ferðina leita nú að nýju til kjós- enda og biðja um kosningu. Þeir kjós- endur sem hyggj- ast kjósa Sjálfstæði- sflokkinn 26. maí verða að gera sér grein fyrir því að með því eru þeir að kalla á stöðnun við hafnarframkvæmd- ir í Vestmannaeyj- um. Látum verkin tala. Veljum <£ AFL i SÓKN 26. maí

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.