Eyjablaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Ritnefnd: Ragnar Óskarsson, ábm. Sveinn Tómasson, Guðmunda Steingrímsdóttir, Guðmundur Jensson, Drífa Gunr»arsdóttir. Prentvinna: Eyjaprent/Fréttir hf. Helstu áherslumál Alþýðubandalagsins Stefnu- skráin mótuð Kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 26. maí n.k. liggur nú fyrir. Hún verður kynnt í næstu Eyjablöðum. Þessa stefnuskrá hafa frambjóðendur Alþýðubandalagsins unnið með hliðsjón af þeirri umræðu sem fram hefur farið um bæjarmálin nú að undanförnu. Fjöldi bæjarbúa hefur gefið okkur frambjóðendum góðar og gagnlegar ábendingar, ábendingar sem við höfum síðan unnið úr. Niðurstaðan er síðan sú stefnuskrá sem fyrr getur. Það sem einkum einkennir stefnuskrána er trú okkar Alþýðubandalagsmanna á framtíð Vestmannaeyjabæjar. Við bendum á leiðir til þess að leysa þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru í bæjarfélaginu. Þessi verk- efni viljum við leysa á grundvelli lýðræðislegra vinn- ubragða, á grundvelli jafnréttis og félagshyggju. # í stjórn bæjarins leggjum við áherslu á aukið lýðræði og aukin áhrif bæjarbúa á ákvarðanatökur. Við leggjum einnig áherslu á hóflega gjaldastefnu og að áfram verði haldið að lækka skuldir bæjarsjóðs og stofnana hans. # í félagsmálum leggjum við m.a. áherslu á góða félagslega þjónustu. Þar þarf að halda áfram uppbygg- ingu þeirrar þjónustu sem hófst á yfirstandandi kjörtím- abili. # 1 heilbrigðis- og umhverfismálum viljum við m.a. beita okkur fyrir betri þjónustu sjúkrahúss og heils- ugæslu. Einnig að gert verði átak í umhverfismálum, t.d. að því er varðar mengunarvarnir og sorpeyðingu. # í fræðslu- og menningarmálum er megináherslan á því að halda áfram uppbyggingu skólanna, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Að hlúð verði að söfnum bæjarins og að mótuð verði menningarstefna þar sem lögð verði áhersla á sérkenni Vestmannaeyja. # í æskulýðs- og íþróttamálum leggjum við áherslu á að ungt fólk fái sem mest að hafa áhrif á stefnuna í málefnum er það varðar. Við viljum gott samstarf við íþróttahreyfinguna og félagasamtök ungs fólks. Við viljum stuðla að auknu félagsstarfi unglinga á öllum aldri bæði innan félagasamtaka, Félagsheimilis og innan skól- anna. # I atvinnumálum leggjum við áherslu á nauðsyn þess að skapa hér fjölbreyttara atvinnulíf með ýmsum hætti. # í samgöngumálum leggjum við áherslu á áframhald- andi uppbyggingu hafnarinnar. Að nýsmíði Herjólfs verði hraðað og að unnið verði að auknu flugöryggi á Vest- mannaeyjaflugvelli. # í málefnum kvenna leggjum við áherslu á aukin áhrif kvenna í stjórn bæjarins og að sérstaklega verði hugað að atvinnumálum þeirra. # í málefnum ungs fólks leggjum við m.a. áherslu á að unga fólkið sjálft fái aukin áhrif í stjórn bæjarins og að það fái sjálft að hafa afgerandi áhrif á sín mál. Á grundvelli þessar stefnumála gengur Alþýð- ubandalagið nú til kosninga. Á grundvelli þessar stefnumála treystum við því að bæjarbúar setji X við G-listann 26. maí n.k. R.Ó. vegna bæjarstjórnarkosninganna 26. maí Frambjóðendur Alþýðubandalagsins vegna komandi bæjarstjórnar- kosninga hafa að undanförnu unnið að því að móta helstu áherslumál sem Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir í næstu bæjarstjórn. Eyjablaðið kynnir í dag nokkur þessara áherslumála. Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga hafa að undanförnu unnið að því að móta helstu áherslumál sem Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir i næstu bæjarstjórn. Eyjablaðið kynnir í dag nokkur þessara áherslumála. Stjórn bæjarins Að áhrif bæjarbúa á stjórn bæjarins verði aukin með ýms- um hætti t.d. með: a) Almennum kynningar- og upplýsingafundum meðal bæjarbúa. b) Kynningu á nefndum bæjar- ins og störfum þeirra. c) Viðtalstímum bæjarfulltrúa. Félagsmál ★ Að dagvistarþjónusta verði aukin. Þar koma ýmsir mögu- loikar til greina svo sem einhver eftirtalinna. a) Að byggt verði nýtt daghei- mili. b) Að byggt verði við leikskól- ann Kirkjugerði. c) Að kannaður verði áhugi for- eldra eða annarra tiltekinna hópa til að stofna og reka dag- heimili eða leikskóla. ★ Að unnið verði að því að koma á fót skóladagheimilis- deildum við grunnskólana. ★ Að haldið verði áfram markvissri uppbyggingu öldr- unarþjónustu. Helstu áhersl- uþættir eru þessi: a) Að aldraðir hafi sjálfir mót- andi áhrif á stefnumörkun í öldrunarþjónustu. b) Að lokið verði við þjónustur- ými við Hraunbúðir. c) Að lögð verði áhersla á einbýli þegar vistrými við Hraunbúðir verður stækkað. d) Að heimaþjónusta aldraðra verði efld og öldruðum þannig gert kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. e) Að aðstoða aldraða við að stofna samtök til byggingar íbúða. f) Að stuðla að uppbyggingu sambýlis aldraðra. g) Að efla félagsstarf eldri borg- ara. ★ Að haldið verði áfram upp- byggingu félagslegs húsnæðis samkvæmt lögum um verka- mannabústaði, kaupleigu eða á annan félagslegan hátt. Slík uppbygging þarf að byggjast á könnun á þörf fyrir félagslegt húsnæði. ★ Að bæjaryfirvöld stuðli að sem bestri þjónustu við fatlaða. Heilbrigðis- og umhverfismál ★ Að þrýsta á stjórnvöld að tryggja rekstur Sjúkrahúss Vestmannaeyja svo unnt sé að nýta það að fullu. ★ Að þrýsta á stjórnvöld að bæta aðstöðuna við heils- ugæslustöð og sjúkraþjálfun. ★ Að unnið verði að því að koma sorpeyðingarmálum í við- unandi horf. ★ Að gert verði átak í mengun- arvörnum að því að varðar: a) Malbikunarstöð b) Fiskimjölsverksmiðjur c) Olíugeyma ★ Að áfram verði unnið að varanlegri gatnagerð. Að áfram verði haldið að fjariægja ónýt hús með það fyrir augum rð byggja að nýju á þeim lóðum sem við það fást. ★ Að unnið verði að uppbygg- ingu miðbæjarins og mið tekið af tillögum sem bæjarbúar leggja til í því sambandi. Sér- staklega skal hugað að mögu- leikum á byggingu íbúða ald- raðra. Málefni kvenna ★ Að áhrif kvenna í stjórn bæjarins verði aukin, bæði í áhrifastöðum, bæjarstjóm, ráð- um og nefndum. ★ Að sérstaklega verði hugað að atvinnumálum kvenna. Málefni ungs fólks ★ Að ungt fólk fái sjálft að móta stefnu í þeim málum sem að því snýr. Að áhrif ungs fólks í stjórn bæjarins verði aukin, bæði í bæjarstjórn, ráðum og nefndum. ★ Að áfram verði unnið að húsnæðismálum ungs fólks í tengslum við félagslega hús- næðiskerfið. ★ Að veittir verði styrkir til námsfólks sem stundar nám utan heimabyggðar, enda sé ekki unnt að stunda sambæri- legt nám hér heima. ★ Að ungt fólk eigi þess kost að stunda sem lengst nám í heima- byggð. ★ Að stuðlað verði að atvinn- uöryggi skólafólks yfir sumar- mánuðina. HAFIÐ AHRIF! Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í KREML er opin alla virka daga frákl. 17:00- 19:00 og 20:00 -21:30 Laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 13:00 - 17:00. KOSNINGASTJÓRN ALÞÝÐUBANDALAGSINS

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.