Eyjablaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Hel Alþ stuá lýðut iherslu )andal< mál agsi ns vegna bæjarstjórnarkosninganna 26. maí EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Ritnefnd: Ragnar Óskarsson, ábm. Sveinn Tómasson, Guðmunda Steingrímsdóttir, Guðmundur Jensson, Drífa Gunnarsdóttir. Prentvinna: Eyjaprent/Fréttir hf. Höfnum stöðnun. Byggjum upp Nú styttist óðum til kosninga. Ekki er nema rétt rúm vika þar til bæjarbúar ganga að kjörborðinu og gera upp hug sinn. Það er rétt rúm vika þar til kjósendur gera það upp við sig hvers konar meirihluta þeir vilja í bæjarstjórn Vestmannaeyja næsta kjör- tímabil. Valið er í raun tvíþætt. Bæjarbúar velja annars vegar um það hvort þeir vilja áfram treysta núverandi meirihlutaflokkum til þess að vinna saman eða hvort þeir vilja koma Sjálfstæðis- flokknum aftur í meirihlutaaðstöðu í bænum. Bæjarbúar velja um það hvort hér verði áfram haldið því uppbyggingastarfi sem núverandi meirihlutaflokkar hafa staðið fyrir á kjörtímabilinu eða hvort hér verði stöðnun eins og sú sem ríkti á meirihluta- kjörtímabili sjálfstæðismanna 1982-1986. Alþýðubandalagið gengur til þessarar kosningabaráttu með stefnuskrá sem miðar að áframhaldandi uppbyggingastarfi í Vestmannaeyjum. Höfuðandstæðingurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn, leggur upp í kosningabaráttuna með málefnafátækt að vopni og stefnir að því að ná meirihluta í bæjarstjórn með svipuðum meðulum og 1982. Það er nauðsynlegt fyrir bæjarbúa í þessu sambandi að rifja upp fyrir sér það meirihlutatímabil Sjálfstæðisflokksins, tímabil sem einkenndist öðru fremur af stöðnun, fálmkenndum vinnubrögðum og svartsýni á framtíð Vestmannaeyja. Það er nauðsynlegt fyrir bæjarbúa að átta sig á því að hvert atkvæði sem greitt er Sjálfstæðisflokknum er ávísun á skref til fortíðar. Það er einnig og ekki síður jafn nauðsynlegt fyrir bæjarbúa að vita að hvert skref sem greitt er Alþýðubandalaginu er ávísun á skref til framtíðarinnar, ávísun á skipulögð vinnubrögð og vilja til áframhaldandi uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Þess vegna hlýtur valið að vera X-G. Brýnt hagsmunamál í höfn Um nokkurt skeið höfum við Vestmannaeyingar staðið í baráttu fyrir því að fá nýjan Herjólf. Hér er um mikið sanngirn- ismál fyrir okkur að ræða, sanngirnismál sem því miður hefur dregist allt of lengi. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð kom fram greinilegur vilji til þess að leysa þetta hagsmunamál okkar á raunhæfan hátt. Sett var í gang skipulögð og fagleg undirbúningsvinna sem nú er að skila raunverulegum árangri. Á fundi sem fjármálaráðherra hélt h ér á dögunum lýsti hann því yfir að í þessum mánuði yrði gefin heimild til þess að bjóða út nýjan Herjólf. Þessi yfirlýsing ráðherrana er afar kærkomin og með henni má segja að þetta brýna hagsmunamál okkar Vestmannaeyinga sé komið í höfn. Nú verður ekki aftur snúið. R.Ó. ALDREI AFTUR ÍHALDIÐ í dag heldur Eyjablaðið áfram kynningu helstu stefnumála Alþýðubandalagsins vegna bæjarstjórnarkosninganna. Atvinnumál 9 Að bæjaryfirvöld hafi frum- kvæði að því að auka fjölbreytni í atvinnumálum. Efna þarf til hugmyndasamkeppni í þessu skyni. • Að líefnaiðnaður verði settur á stofn í Vestmannaeyjum. 9 Að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að atvinnuöryggi sé tryggt með sem bestum hætti. 9 Að efldar verði nýjar atvinnu- greinar svo sem ferðamannaiðn- aður. 9 Að efla atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfsorku. 9 Að stuðlað sé að samvinnu verkalýðshreyfingarinnar og at- vinnurekenda við uppbyggingu atvinnulífs. 9 Að felld verði tímabundið niður aðstöðugjöld af nýjum at- vinnugreinum sem ekki eru í samkeppni við þær sem fyrir Fræðslu- og menningarmál 9 Að verknám og bóknám verði metið til jafns. 9 Að áfram verði haldið upp- byggingu Barnaskólans og Hamarsskólans og nemendum og kennurum búin fullnægjandi aðstaða. 9 Að unnið verði áfram að frek- ari stækkun Framhaldsskólans og nemendum og kennurum búin fullnægjandi aðstaða. 9 Að Stýrimannaskólinn verði efldur þannig að hann geti á- fram gegnt sínu mikilvæga hlut- verki í menntun sjómanna. 9 Að fullorðinsfræðsla verði efld við Framhaldsskólann og tekið verði upp fjarnám. Sérstaklega verði hugað að greinum er snerta framleiðsluatvinnuveg- ina en einnig lögð áhersla á þjónustugreinar svo sem ferð- amannaiðnað. 9 Að aukin verði tengsl atvinnu- lífs og skóla. 9 Að skipuleg endurmenntun verði tekin upp í samráði við verkalýðshreyfinguna. 9 Að haldið verði áfram upp- byggingu Bóka- Byggðar- og Náttúrugripasafns. Stofnað verði náttúrustofa í tengslum við Náttúrgripasafnið. 9 Að mótuð verði menningar- málastefna þar sem lögð verði áhersla á séreinkenni Vest- mannaeyja. Æskulýðs- og íþróttamál 9 Að ungt fólk hafi afgerandi áhrif á stefnuna í æskulýðs- og íþróttamálum. 9 Að hlúð verði að hvers konar félaga- og klúbbastarfsemi sem lætur æskulýðsmál til sín taka. 9 Að efla samstarf við íþrótta- hreyfinguna um uppbyggingu íþróttamannvirkja. 9 Að unnið verði að því að efla æskulýðsstarf fyrir börn og ung- linga sem ekki taka þátt í hefð- bundnu æskulýðsstarfi. 9 Að efla starfsemi Félags- heimilis og auka félagsstarf í skólunum í samræmi við áhuga- mál og óskir nemenda. 9 Að finna leiðir til þess að efla félagsstarf meðal unglinga á aldrinum 16-18 ára. í því sam- bandi verði leitað eftir hug- myndum þessara aldurshópa. 9 Að leita leiða til þess að ungt fólk fái sumaratvinnu. I því sam- andi má nefna sérstakt átak í umhverfismálum. Samgöngumál 9 Að unnið verði áfram að dýpk- un hafnarinnar og í henni skapaðar þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til þess að höfnin geti annað fiskiskipa- flotanum, vöruflutningum og farþegaflutningum. 9 Að áfram verði haldið römm- un innan hafnarinnar og við- legupláss aukið. 9 Að unnið verði að auknu öryggi í innsiglingunni og kann- aðir kostir og gallar þess að stytta norðurhafnargarðinn. 9 Að ekki verði farið út í bygg- ingu hafskipabryggju utan garða nema fyrir liggi nákvæmar rannsóknir um kosti og galla. 9 Að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir smíði nýs Herjólfs svo fljótt sem verða má. 9 Að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir auknu öryggi á Vestmanna- eyjaflugvelli með því að þar verði komið upp fullkomnum flugöryggistækjum. Fjármál 9 Að fylgt verði hóflegri gjald- astefnu. 9 Að áfram verði unnið að lækk- un skulda bæjarins og stofnana hans. HAFIÐ ÁHRIF! Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í KREML er opin alla virka daga frákl. 17:00- 19:00 og 20:00 - 21:30 Laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 13:00 - 17:00. KOSNINGASÍMAR G-LISTANS ERU X 1B"70 & XXOO“7 KOSNINGASTJÓRN ALÞÝÐUBANDALAGSINS

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.