Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 12

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 12
Samstarf póstmanna Starfsmenn pósthússins í Reykjavík hafa oft á liðnum árum mikið rætt um það, sín á milli, á hvern hátt náið sam- starf mætti takast milli þeirra og póst- afgreiðslumanna úti um land. Allir hafa verið sammála um, að samstarf væri nauðsynlegt og eitthvað yrði og gera til að koma því á. Að sjálf- sögðu yrði frumkvæðið að koma frá póstmönnum í Reykjavík, — þaðan sem stéttin er fjölmennust. Oft höfum við einnig fengið ávítur frá póstmönnum úti á landi fyrir ódugn- að í þessu efni. En megin ástæðan fyr- ir því, að samstarfið er jafn ófullkomið og raun er á, er meðal annars sá skort- ur, sem alltaf hefir verið á sameigin- legu málgagni fyrir stéttina. Vegna þessa athafnaleysis og þá eink- um hjá forystumönnum stéttarinnar á liðnum tíma, hefir myndast sú skoðun hjá all mörgum póstafgreiðslumönnum landsins, sem í félagsskapnum eru, að lítils eða einskis stuðnings sé að vænta hjá félagsstjórninni í þeim málum, sem snerta kjör þeirra eða önnur vandamál, sem fyrir kunna að koma á hinum ýmsu póstafgreiðslustöðum, sem eðlilegast væri, að send yrðu Stjórn Póstmanna- félagsins. Þessi skoðun er þó ekki fyllilega á rökum reist, því hægt er að benda á mál, sem félagsstjórnin hefir getað leyst við stjórnarvöld landsins fyrir hina ýmsu póstafgreiðslumenn, sem vafasamt er að fengist hefðu ella. Hins vegar verður því ekki neitað, að þegar rætt er um samstarf milli póst- mannastéttarinnar í heild, þá rekur maður sig á ýmsa agnúa, sem orðið hafa þess valdandi, að það hefir ekki enn þá náð tilgangi sínum. Póstafgreiðslumennirnir úti um land- ið hafa yfirleitt verið tryggir félagar — greitt árstillög sín o. s. frv., en hið félagslega samstarf við þá hefir að öðru leyti, ef svo mætti að orði kveða, verið ólífrænt. Þetta kemur meðal ann- ars til af því, hversu dreifðir þeir eru úti um land allt, og aðstæður af þeim ástæðum erfiðar til náins samstarfs. En í kjölfar þess kemur svo vantrúin, eins og fyrr segir á getu félagsskapar- ins, til þess að vinna fyrir málefni heild- arinnar. Póstmannastéttin hefir lengst af átt í höggi við afturhaldssama yfirstjórn póstmálanna, og hefir það einnig átt sinn þátt í því að torvelda alla eðlilega þróun á sviði félagslegra átaka. Það virtist oft svo, áður fyr, sem það væri beinlínis takmark póstmála- stjórnarinnar að sporna við öllum ár- angri af samtökum innan stéttarinnar. Þannig fékkst reynsla fyrir því, að betri árangur náðist, jafnvel á þann hátt, að hver einstaklingur flytti mál sín við póststjórnina en þegar félags- stjórnin hafði þau til meðferðar. Þetta kom bezt í ljós árið 1919, þegar nokkrir starfsmenn póststofunnar í Reykjavík ætluðu að yfirgefa stofnun- ina vegna óviðunandi launa í þeirri dýrtíð sem þá var. PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.