Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 14

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 14
Skemmtiför að Kirkjubæjarklaustri Laugardagurinn 2. ágúst s. 1. var ekki sem ákjósanlegastur til ferSalags. Him- inn þungbúinn, með regnskúrum, skýja- rofum og þurrviðri á milli. En það er í rauninni ekki létt verk að aflýsa skemmtiferð, sem 32 menn ætla að taka þátt í, sízt þegar búið er að fá farkost- inn, eftir miklar umleitanir. Það er býsna margt sem forsprakkar hópferða- laga verða að snúast í og taka með í reikninginn, og hver einstaklingur, ekki sízt þeir, sem hafa langan vinnutíma og þurfa margs að afla sér, til þess að geta tekið þátt í langri ferð. — En skemmtiferð póstmanna að Kirkjubæj- arklaustri var nú ákveðin. Það var ekki unnt að leggja af stað fyrr en kl. 17,30, og ekki um annað að ræða en nátta í Vík í Mýrdal. For- sprakkarnir höfðu því, fyrir milligöngu ,,kollegans“ í Vík, fengið vilyrði fyrir afdrepi í barnaskólahúsi þorpsins, og líkur taldar á, að heitt vatn eða jafnvel kaffi yrði fáanlegt í nærliggjandi húsi. „Allt í lagi“. Póstmenn eru vanir að þurfa að hafa póst tilbúinn á ákveðinni mínútu og á því að vera auðvelt að láta slíkt gilda um sjálfa sig. Reyndist og svo í ferðalagi þessu að allt varð fram- kvæmt „samkvæmt áætlun“. — En nú má ekki lengja málið, enda eðlilegast að fara eins fljótt yfir sögu og yfir landið í bíl. — Og nú köstuðu allir áhyggjum, sem ekki urðu eftir heima, á bak bíl- stjóranna. — En sá vegur! Hamingjan góða! „Þvottabretti" — allt í loftköst- um, rykkjum og hnykkjum. — „Ástands- 4 vegur!“ Tveir viðkomustaðir á leiðinni til Víkur óhjákvæmilegir. Ýmsir eiga konur sínar í sumardvöl í sveit vegna ríkjandi „ástands“ og annarra gildra orsaka. Vilhj. Heiðdal sína á Öxnalæk, Konráð og Grímur að Þingborg í sam- býli við annara manna konur og sam- eiginlegu mötuneyti, sem lyfti tveim þeirra síðar töldu upp í „birgðamála- ráðherra“-embætti. — Vegna smátafa, utan áætlunar, varð ekki náð til Víkur fyrr en kl. 23,55 í stað kl. 23,30. — Afleiðingar slæmar en ekki örlagaríkar. Vegna seinkunar- innar reyndist hvorttveggja ófáanlegt, kaffið og heita vatnið. Skólahúsið fékkst opnað og: skjól yfir höfuðið, nægir bekkir til að setjast á, og gólfflötur til að liggja á. Megin skilyrðum til gist- ingar fullnægt, — og hamingjunni sé lof! Vatn í krana og tveir ferðaprímus- ar með í förinni; og ein kaffikanna. For- sjált fólk. Skilyrðunum til að geta rekið á eftir seinustu bitunum niður úr kok- inu með volgum sopa, sennilega full- nægt. En gott væri að geta náð 1 mjólk- ursopa. Þrír ungir menn stöðvaðir á götunni fyrir utan og magnaðir upp 1 mjólkurleit. Fimm mínútum síðar berst sorgarfregn frá leiðangrinum. — Ekki fáanlegur dropi af mjólk í þorpinu. Ný vandkvæði. Gloppa í áætluninni. Engar dýnur til að liggja á. Nokkrir höfðu hvílupoka, a. m. k. einn góða yfirsæng, en ógiftur og sat því að henni einn — úti í horni með kápu að kodda. „Fín- asta rúm“, sneri sér til veggjar og sofn- PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.