Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 17

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 17
„Þar sem er hjartarúm, er líka hús- rúm“, segir einhvers staðar. Þetta sann- aðist á Lárusi og Kirkjubæjarklaustri. Húsakynnin eru að vísu mikil, en að sex tvígildum yrðu fundin herbergi og góð rúm, var þó meira en nokkur hafði vænzt, í viðbót við allan fjöldann, sem fyrir var. Stór hlaða með ilmandi töðu viðunandi næturlangt ungu og hraustu fólki, — enda kvartaði enginn. Mánudagsmorguninn 4. ágúst var sól- bjartur. Fremur sjaldgæft á Suðurlandi að sjá hreinan og slæðulausan himinn hvelfast yfir höfði jöklanna. Tíðara að þeir láti höttinn slúta um úrigar brún- ir. En nú lauguðu þeir skallann í geisla- flóði sólarinnar. Öræfajökull sýndist furðu nálægur, svo var loftið tært. Slík veðurdýrð eftir tveggja daga þoku og súld er ferðafólkinu dýrmæt gjöf, — ómetanleg raunabót. Ferðagleðin verð- ur þá líka enn hjartanlegri. Og nú, er haldið var heim á leið, brauzt hún fram í glaðværum söngvum, fyndni og hlátr- um. Allt tiltækilegt var nú sungið, — andríkt og andlaust. Kom nú í ljós, að býsna mikið er orðið til af hinum gam- ansömu „bílsöngvum“, sem margir eru táknrænir fyrir það geðslag, sem skap- ast á fyrirhafnarlausu ferðalagi, þar Á Mýrdalssandi sem aðalstritið er að sitja og hagræða sér sem bezt, — forðast mishnykki á hnökróttum vegum og gæða sér á nesti. — Þegar bílsöngsforðinn fór að ganga til þurðar, hlupu hagyrðingarnir í hópn- um undir bagga og virtist sem fram- leiðslan gæti orðið all-blómleg. Þó voru þar framsagðar stökur í fullri mein- ingu, sem þó er ekki eðli bílkveðskapar- ins. Má þar fyrst telja kveðju til Kirkju- bæjarklausturs, svohljóðandi: Að Klaustri ágæt koman var, kysi ég oft að gista þar. Höfðingslund þar geymir góð gestrisninnar dýra sjóð. Á Mýrdalssandi þessi: Yfir mjúkan Mýrdalssand margir bílar aka. Nú er sviphýrt Suðurland — sólbað fjöllin taka. Skömmu síðar þetta „bílvers“: Gegnum forað, urðir, ár áfram hnykkist bremsuklár. Hvorki blöskri brak né hoss — bílhristingur styrkir oss! Þar næst var neytt kaffis í Vík, því nú var þó heitt á katlinum hjá Magnúsi fyrv. pósti. Auk þess að endurtaka at- hugun þorpsins í sólskininu, var nú litið á búðarvarninginn í sölubúð kaupfélags- AS lokinni máltíð PÓSTMANNABLAÐIÐ 7

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.