Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 21

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 21
Nauðsyn bættra vinnuskilyrða Fyrir mörgum árum var það alkunna, að núverandi pósthús í Reykjavík væri orðið of lítið og öll aðstaða þar hin erfiðasta, til þess að mæta sívaxandi viðskifalífi í bænum. Þegar pósthúsið var reist 1914, voru íbúar höfuðstaðarins um 13 þús., en nú munu þeir vera um 38 þús. auk hins fjölmenna setuliðs, sem nú dvelur hér í bæ og talsverð viðskifti hefir við stofnunina. Öll póstviðskifti verða því að fara fram á þessum eina stað í bænum. Þeir, sem daglega eiga erindi á póst- stofuna, hafa án efa veitt því eftirtekt hversu mikið skortir á, að húsrúmið sé nóg t. d. þegar um er að ræða komu eða brottför skipa og þá einkum strand- ferðaskipanna. Þrengslin eru þá stund- um svo mikil, að fólk kemst ekki fyrir í afgreiðslustofunni og verður því að bíða langan tíma eftir því, að komast að til afgreiðslu. Fyrir nokkrum árum var ástandið orðið þannig í bögglapóst- stofunni, á meðan útlendi bögglapóst- urinn var þar líka, að til stórvandræða horfði. Var þá gripið til þeirra ráða að leigja húsrúm fyrir útlenda póstinn úti í bæ. Slíkar ráðstafanir eru til mikilla óþæginda fyrir starfið, eins og gefur að skilja. Enda hefir innlendi bögglapóst- urinn vaxið að miklum mun síðan þessi ráðstöfun var gerð, svo að útlit er nú fyrir að til mikilla vandræða horfi með húsrúm fyrir hann. Sama máli gegnir um bréfadeildina, þar er einnig mikill skortur á góðu og hentugu húsrúmi, ef um nokkurn verulegan póst er að ræða. Pósthúsið er því raunverulega, eins og sakir standa, á þrem stöðum í bæn- um: í Pósthússtræti, Hafnarhúsinu og í símahúsinu við Thorvaldsenstræti, þar sem skrifstofur póstmálanna eru. Það hefði því mátt ætla, að eitthvað væri aðhafst, til þess að ráða fram úr þessum málum, en það er síður en svo. Að vísu hefir verið rætt um, að kaupa lóð undir nýtt pósthús þar, sem Reykja- rúm blaðsins leyfi ekki í þetta sinn, að þær verði birtar, þá mun það gjört síð- ar. Nefnd frá P. F. í. starfar nú að því að gera frumdrætti að vaktaskift- ingu, sem póststjórnin mun svo væntan- lega taka til athugunar. En við vonum að það verði gert meira en taka þær ,,til athugunar". Við vonum að vaktaskift- ingu verði komið á, og það innan skamms. Það er hið eina vinnufyrir- komulag, sem við getum sætt okkur við og við eigum skýlausan rétt á, að framkvæmt verði. Ég býst við að mál þetta verði frekar rætt í blaðinu, og það betur en ég hef gert. Það er ætlun okkar að halda þessu máli til streitu, þótt það kosti erfiði og baráttu, og hætta ekki fyrr en sigur er unninn. Við berjumst fyrir því, til gæfu fyrir stétt okkar og um leið til farsælda fyrir póstmál landsins. A. G. PÓSTMANNABLAÐIÐ 11

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.