Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 1 1 Stofnað 1913 45. tölublað 99. árgangur HANDGERT KON- FEKT OG ÞYKKT HEITT SÚKKULAÐI 2010-ÁRGANGURINN STJÖRNURNAR MÆTTU Á SÝNINGU BURBERRY UNGBARNADAUÐI LÍTILL 16 FJÖLMIÐLASIRKUS 30REKUR CAFÉ MIKA 10 Sá þriðji fjölmennasti í sögu landsins Morgunblaðið/Ómar Ákveðið á föstudag Ögmundur ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær. Stefnt er að því að ríkisstjórnin ákveði á fundi sínum næstkomandi föstudag hvenær efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi Icesave-laganna. Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra sagði eft- ir ríkisstjórnarfund í gær að dag- setningin réðist af því hvort önnur kosning fylgdi með en hugmyndir hafa verið til umræðu meðal stjórn- arliða um að efna til nýrra kosn- inga til stjórnlagaþings á sama tíma. Nefnd með fulltrúum allra þing- flokka fer yfir stöðuna vegna ógild- ingar stjórnlagaþingskosninganna og ríkisstjórnin bíður niðurstöðu hennar. Hugmyndin um uppkosn- ingu hefur verið rædd í nefndinni en hún felur það í sér að kosið verð- ur á milli sömu frambjóðenda og í nóvember og eftir sömu kjörskrá. Almennt er talið óheppilegt að blanda saman ólíkum kosningum og atkvæðagreiðslum vegna þess að þær geta truflað hver aðra. Á móti koma hagkvæmnisjónarmið og staða ríkissjóðs. »6 Dagsetningin ræðst af öðrum kosningum Jarðskjálftinn » Skjálftinn sem reið yfir í fyrradag mældist 6,3 stig á Richterskvarða og átti upptök sín á fjögurra kílómetra dýpi um fimm km frá miðborginni. » Að sögn Urðar Gunnarsdótt- ur, upplýsingafulltrúa í utanrík- isráðuneytinu, eru nokkrir tug- ir Íslendinga á Nýja-Sjálandi en ekki er annað vitað en þeir séu heilir á húfi. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Fólk var mjög jákvætt eftir skjálft- ann í september og þakklátt fyrir að enginn hefði látist. Eftir áramótin fór uppbygging á fullt en svo kemur þessi skjálfti og allt er unnið fyrir gýg. Ég held að það verði dýpra á jákvæðninni núna því hvað vitum við nema það komi svo annar skjálfti eftir hálft ár?“ segir Sunna Viðarsdóttir, verk- fræðingur í Christchurch á Nýja-Sjá- landi. Haft var eftir Bob Parker, borg- arstjóra Christchurch, í gærkvöldi að a.m.k. 75 manns væru látnir og 300 væri enn leitað eftir jarðskjálft- ann, sem reið yfir borgina kl. 12.51 að staðartíma, kl. 23.51 að íslensk- um tíma í fyrra- kvöld. Yfir 120 manns hefur verið bjargað úr rúst- unum en yfirvöld hafa varað við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Jarðskjálftinn nú var ekki eins stór og sá sem gekk yfir 4. september síð- astliðinn en augljóst að eyðileggingin er mun meiri. „Ég varð mjög hissa þegar ég sá fréttirnar,“ segir Sunna, sem var í vinnunni þegar skjálftinn reið yfir. „Ég hélt að þetta væri bara einn af eftirskjálftunum síðan í sept- ember en það er ótrúlegt að sjá skemmdirnar.“ Hún nefnir dómkirkjuna sem dæmi um byggingu sem hafi staðið af sér fyrri skjálftann en sé nú hálfhrunin. Víða sé rafmagns- og vatnslaust og sumstaðar flæði vatn og leðja um göt- ur, sérstaklega í austurhluta borgar- innar. Skólar sinna nú hlutverki hjálparmiðstöðva og margir vinnu- staðir verða lokaðir næstu daga. MMiðborgin eins og vígvöllur »15 75 látnir og 300 saknað „Það er ótrúlegt að sjá skemmdirnar,“ segir Sunna Viðarsdóttir Miðborg Christchurch í rústum eftir jarðskjálfta Allir Íslendingarnir taldir heilir á húfi Sunna Viðarsdóttir Reuters Eyðilegging Einn heimamanna lýsti ástandinu í miðborg Christchurch þannig að engu líkara væri en að sprengjum hefði verið varpað á borgina. Morgunblaðið/Golli Vextir Óvíst að ríkið yrði að greiða vexti, tapaði það Icesave-máli. Ekki er víst að ríkissjóður yrði dæmdur til að greiða vexti, kæmust íslenskir dómstólar að þeirri niður- stöðu að ríkið bæri ábyrgð á skuld- bindingu Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda gagnvart breskum og hollenskum innistæðueigendum í Icesave-málinu. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður segir að sam- kvæmt íslenskum lögum sé almennt ekki talinn réttur til vaxta, ef ábyrgð er takmörkuð við tiltekna fjárhæð. „Þá eru þess dæmi að íslenskir dóm- arar hafi túlkað lög um vexti og verð- tryggingu þannig að t.a.m. vextir séu einungis greiddir frá dómsupp- kvaðningu,“ segir hann. Reimar segir að dómur EFTA- dómstólsins í Icesave-málinu yrði ekki aðfararhæfur hér á landi. Bret- ar og Hollendingar yrðu að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Dómur EFTA-dómstólsins yrði einungis viðurkenning á réttarbroti, sem fæli ekki í sér neitt um afleið- ingar þess. »14 Óvíst um vaxtagreiðslur Almennt ekki réttur til vaxta ef ábyrgð er takmörkuð við fjárhæð Vextir einnig oft dæmdir frá dómsuppkvaðningu Mikill málafjöldi hjá Hæstarétti leiðir til ósamræmis í dómum hans. Rætt var um millidómstig á mál- þingi í gær. Sigurður Tómas Magn- ússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild HR, sagði íslenska kerfið einfalt, gagnsætt og auðvelt væri að læra á það. Þá væri kostnaði haldið í lágmarki. Kostnaður við ís- lenska kerfið væri aðeins 30-45% miðað við dómskerfin annars stað- ar á Norðurlöndunum. »12 Fjöldi mála veldur ósamræmi í dómum Skattar á eldsneyti í krónum talið hafa aldrei verið jafnháir og nú og féll metið enn einu sinni í gær þegar verð á bensín og dísil hækkaði enn eina ferðina. Fram kemur í úttekt Morgun- blaðsins í dag að á tímabilinu frá 1999 til dagsins í dag hafi álögur á bensín hækkað úr 76,3 krónum á hvern lítra í 111,8 krónur á hvern lítra, eða um 46,5%. Sé miðað við 15.000 km meðal- akstur á ári og að bifreið eyði átta lítrum á hundraðið hafa bensín- skattar hækkað um 53% í krónum talið, eða úr 87.462 krónum í 133.938 krónur. Þýðir það að hjón sem reka tvo bíla greiða nú hátt í 270.000 krónur á ári í bensínskatt sé reiknað út frá sömu forsendum. Hið háa bensínverð er farið að hafa áhrif á eftirspurn eftir stórum og eyðslufrekum notuðum bílum sem seljast nú minna en áður. »13 Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir Bensín Munaður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.