Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Af þeim 600 erlendu nemum sem stunda nám á eigin vegum við Há- skóla Íslands, koma 278 frá löndum utan ESB, EES eða frá Bretlandi. Námið stunda þeir endurgjalds- laust en Íslendingar sem stunda nám við háskóla í sömu löndum þurfa sjálfir að greiða skólagjöld. Þetta kom fram í fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um skólagjöld erlendra nema sem stunda nám á Íslandi, í óundirbún- um fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Sagði hún vart rétt að erlend- ir stúdentar stunduðu nám án end- urgjalds við íslenska háskóla á meðan verið væri að draga saman seglin og takmarka aðgang ís- lenskra nema að skólunum með fjöldatakmörkunum. Endurskoða löggjöfina Fram kom í máli Ragnheiðar að alls stunduðu um 1500 erlendir nemar nám á Íslandi, þar af 1000 í Háskóla Íslands, en af þeim eru um 400 í einhvers konar skiptinámi. Ragnheiður benti einnig á að í Sví- þjóð hefðu stjórnvöld ákveðið að hætta að greiða með nemendum frá löndum utan ESB. Í svari sínu sagði Katrín Jak- obsdóttir að Íslendingar hefðu vissulega litið til norrænna ná- granna sinna í þessu tilliti. Sagði hún Norðmenn ætla að fylgja dæmi Svía og að þetta væri eitt þeirra mála sem verið væri að skoða í yf- irstandandi endurskoðun háskóla- löggjafarinnar. Sagði hún að komið hefði fram sú hugmynd að setja ákvæði í löggjöfina þess efnis að innlendir háskólar fengju heimild til að innheimta skólagjöld frá nem- um sem kæmu frá löndum utan ESB og EES. holmfridur@mbl.is Ójafn réttur til náms  Erlendir nemar stunda nám á Íslandi endurgjaldslaust  Íhuga að heimila háskólum að innheimta skólagjöld Morgunblaðið/Kristinn Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar sætti nokkurri gagnrýni stjórnarliða í ut- andagskrárumræðu á Alþingi í gær. Oddný Harðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Ólaf Ragnar hafa „sniðgengið fulltrúalýðræðið og anda stjórnarskrár- innar um leið“. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri- grænna, lét að því liggja að ákvörðun forsetans hefði fyrst og fremst byggst á löngun hans í athygli og góð stjórnsýsla verið borin fyrir borð í því skyni. Þingmenn stjórnarandstöðuflokka voru á öðru máli og fögnuðu því að forsetinn skyldi hafa vísað málinu til þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson, formaður og þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði flokk sinn tilbúinn til þess að treysta þjóðinni fyrir því að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli. Nauðsynlegt að kynna kjósendum málið Þeir þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um mikilvægi uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda þjóð- aratkvæðagreiðslunnar, en þá greindi hins vegar á um hvernig staðið skyldi að kynningu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði rétt að samninga- nefndin sjálf fengi svigrúm til þess að kynna þjóðinni efni samningsins og vinnuna að baki honum. Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, var því ósammmála þar sem stór hluti þingmanna væri á móti samningnum, þó hann væri ekki á móti samningaleiðinni sem slíkri. Samninga- nefndin væri ekki hlutlaus aðili. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi þeirri spurningu til ríkisstjórnarinnar hvort rétt væri að greiðsla vegna Icesave væri „skiptimynt þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, eins og hollenskir fjöl- miðlar vilja meina“. Þá væri spurningum enn ósvarað um skuldabréfið sem fært hefði verið inn í nýja Landsbank- ann og er ein stærsta eign þrotabús þess eldri. Vilja endurskoða ákvæði um málskotsrétt Umræðan um ákvörðun forseta snerist ekki síður um 26. grein stjórnarskrárinnar, sem fjallar um málskots- rétt forseta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist hugsi yfir því valdi sem einum manni væri fært með núverandi fyrirkomulagi. Hann gæti hugsað sér að ræða breytingar á greininni, og að framkvæmd mál- skotsréttarins yrði betur skilgreind. Undir þetta tók Bjarni og sagði Sjálfstæðisflokkinn alla tíð hafa verið reiðubúinn til þess að ræða breytingar á greininni. Þór Saari fagnaði umræðunni um þjóðaratkvæðagreiðslur, og vísaði í frumvarp Hreyfingarinnar þar að lútandi. Tekist á um afleiðingar ákvörðunar forsetans  Stjórnarþingmenn óhressir en stjórnarandstaða fagnar  Áhöld um hvernig standa beri að kynningu málsins Morgunblaðið/Kristinn Þjóðaratkvæði Bjarni Bendiktsson fagnaði ákvörðun forseta og sagði Sjálfstæðisflokkinn treysta kjósendum. Morgunblaðið/Kristinn Umræður Þingmenn ræddu synjun forseta á Icesave- lögunum við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. „Ég veit ekkert, ég hef ekki fengið neitt bréf,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir ellilífeyrisþegi sem hefur beðið eftir svari frá fjórum ráðherr- um í meira en þrjár vikur. Í bréfi sínu til forsætis-, fjármála-, velferðar- og innanríkisráðherra 30. janúar sl. óskaði Kristín skýringa á því hvers vegna hún þyrfti að borga um 240.000 kr. í dvalarkostnað á Hrafn- istu og héldi eftir aðeins um 65.000 kr. af yfir 400.000 kr. lífeyris- greiðslum. „Ég veit ekkert hvenær þeir hafa tíma en ég er enn að vonast eftir því,“ segir Kristín um biðina eftir svari og bætir við að fólk á Hrafnistu spyrji hana reglulega hvort hún hafi heyrt frá ráðherrunum enda vilji það umræðu um málið. „Mér finnst þetta mjög slæmt. Ég hef alltaf verið á móti svona framkomu,“ segir hún um sinnuleysi ráðherranna. „Ég veit að þeir geta kannski ekki lofað manni bót og betrun en þeir geta eitthvað sagt. Ég hef mikla trú á Guðbjarti Hannessyni. Það er það eina sem ég get sagt og þess vegna er ég sár yfir því að hann skuli ekki svara.“ steinthor@mbl.is Ráðherrar svara ekki eldri borgara Kristín H. Tryggvadóttir Stefnt er að því að koma Goðafossi, flutningaskipi Eimskips, á flot í birt- ingu í dag, en undirbúningur á strandstað hefur miðað að því, enda er því spáð að aðstæður verði með besta móti. Gangi það eins og vonir standa til verður skipið flutt lítið eitt frá strandstað og farið undir það til þess að meta skemmdir á skrokkn- um. Mikill öryggisviðbúnaður verð- ur á strandstað þegar aðgerðir hefj- ast. Þrjár olíugirðingar eru nú í kringum skipið og girða af olíuleka. Að flutningnum loknum verður Goðafoss búinn undir frekari flutn- ing á endanlegan áfangastað til tæmingar og viðgerðar. Um 435 gámar voru á skipinu þegar það strandaði út af Fredrikstad í Noregi. Síðustu daga hefur verið unnið að því að flytja gáma frá borði og létta það þannig. einarorn@mbl.is Setja Goða- foss á flot „Verði lögin samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni í apríl þýðir það að Ísland gæti orðið veðsett London og Haag í allt að 35 ár – vegna þess að bresk og hollensk yf- irvöld ákváðu, að eigin frumkvæði, að leysa borgara sína úr snörunni.“ Þannig er komist að orði í einum leiðara bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal í gær. Höfundur pistilsins rekur sögu Icesave-deilunnar í stuttu máli og fer ekki leynt með þá skoðun sína að þeim Íslendingum sem finnst krafa Breta og Hollendinga óréttmæt sé fullkomlega stætt á því, en vísar í skoðanakannanir sem benda til þess að meirihluti Íslendinga hyggist samþykkja samningana. „Ef stjórn- völdum þessara landa fannst það rétt að bæta þegnum sínum tjónið, þá er það þeirra mál,“ segir í leið- aranum. „Það kemur ekki á óvart að íslenska þjóðin vilji ljúka málinu, eins og kannanir benda til. Það ætti hins vegar ekki að skoðast sem rétt- læting fyrir áralangri útmálun Breta og Hollendinga á Íslendingum sem skúrkinum í málinu.“ Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga  Efast um rétt- mæti krafnanna WSJ Forsíða Wall Street Journal. Úttekt á öryggismálum í húsakynn- um Alþingis stendur enn yfir, en í hana var ráðist í kjölfar þess að ómerkt tölva fannst á skrifstofu þingsins í fyrra. Tölvudeild skrif- stofu þingsins gerði strax tillögur að úrbótum og á þær var fallist. Þetta kemur fram í svari Ástu R. Jóhann- esdóttur, forseta Alþingis, við fyr- irspurn Vigdísar Hauksdóttur, þing- manns Framsóknarflokksins, um málið. Ásta segir forsætisráðherra hafa verið látinn vita af fundinum sem yf- irmaður stjórnarráðsins en ekki for- manns annars ríkisstjórnarflokk- anna. Því hafi ekki komið til álita að Steingrímur J. Sigfússon yrði upp- lýstur um málið. Forsætisnefnd kom heldur ekki saman vegna málsins, en að beiðni tölvudeildarinnar var ekki upplýst um málið. Af þeirri ástæðu voru almennir þingmenn ekki látnir vita af málinu. Ekkert bendi til þess að komist hafi verið í gögn þingsins. einarorn@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Njósnir? Tölvan sem fannst á þingi. Enn unnið að úttekt á tölvuöryggi  Steingrímur ekki upplýstur um málið Í dag hefst vinnsla á afla línubeiting- arbátsins Kristbjargar ÍS í frysti- húsinu á Flateyri, en hvort tveggja er í eigu Lotnu ehf, sem keypti að auki krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS af þrotabúi Eyrarodda, sem nýverið varð gjaldþrota. Í kjölfarið komst framtíð fiskvinnslu á Flateyri í uppnám og allir starfsmenn Eyr- arodda urðu atvinnulausir. Lotna er í eigu þeirra Sigurðar Aðalsteins- sonar, útgerðarmanns, og Kristjáns Kristjánssonar. Vonir standa til þess að hægt verði að bæta við starfsfólki þegar vinnsla kemst á fullt. Róðrar hafn- ir frá Flateyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.