Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef ákveðið verður að kjósa á ný til stjórnlaga- þings samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save-frumvarpið verður það svokölluð uppkosn- ing. Það þýðir að kosið verður á milli sömu frambjóðenda og í lok nóvember og eftir sömu kjörskrá. Hagkvæmnisjónarmið ráða því að áhugi er á að sameina kosningarnar en sumir ótt- ast að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave trufli stjórnlagaþingskosningarnar. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að fara yfir stöðu mála varðandi stjórnlagaþingið eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna hefur ekki skilað af sér. Miðað var við að nefndin lyki störf- um 15. febrúar. Næsti fundur verður síðdegis í dag og samkvæmt ummælum ráðherra eftir rík- isstjórnarfund í gær er gert ráð fyrir að nefndin skili þá af sér, eða allavega fyrir föstudag. Nefndin hefur fjallað opið um alla kosti en ekki var í gær komin tillaga að áliti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu fulltrúar stjórn- armeirihlutans að valið stæði einkum á milli upp- kosningar og þess að skipa stjórnlagaþingsfull- trúana sem kosnir voru í ógildu kosningunni í ráðgefandi stjórnlagaráð. Þó hefur heldur fjarað undan síðarnefndu hugmyndinni. Þeir kostir eru einnig í stöðunni að efna til nýrra stjórnlaga- þingskosninga í sumar eða haust, eftir gagngerar lagfæringar á lögunum, og að blása stjórnlaga- þingið af og flytja vinnuna inn á Alþingi, eins og sjálfstæðismenn hafa lagt til. Smitast frá Icesave til stjórnlagaþings Uppkosningarhugmyndin virðist hafa fengið byr í seglin við ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hægt væri að spara verulega fjármuni með því að kjósa á sama degi. Hverjar kosningar kosta að minnsta kosti 250 milljónir. Þó er ljóst að ekki er hægt að spara kostnað við heilar kosn- ingar því ríkið þarf eftir sem áður að leggja í kostnað við að kynna efni og frambjóðendur hvors máls fyrir sig. Engin ákvæði eru í lögunum um stjórnlaga- þing um hvernig bregðast eigi við ógildingu kosn- ingar eða um uppkosningu og heldur ekki vísað til almennrar kosningalöggjafar um það með óyggjandi hætti. Lögfræðingar sem stjórnlaga- þingsnefndin hefur rætt við hafa mismunandi skoðanir á því hvað gera þurfi miklar breytingar á lögunum til að uppkosning geti farið fram. Sumir hafa talið að hægt væri að framkvæma hana einfaldlega með því að breyta dagsetn- ingum í lögunum en aðrir hafa hvatt til meiri breytinga en minni til að tryggja öruggari fram- kvæmd kosningarinnar. Alloft hefur komið til uppkosningar í sveit- arstjórnarkosningum. Nýleg dæmi eru Reykhóla- hreppur á síðasta ári og Borgarbyggð 2002. Þeg- ar svo háttar til eru sömu framboðslistar og einstaklingar í framboði og við hinar ógiltu kosn- ingar og sama kjörskrá notuð. Það þýðir að þeir sem hlotið hafa kosningarétt á milli kosninganna fá ekki að neyta hans. Stjórnmálamenn sem rætt var við eru sam- mála um að almennt sé slæmt að blanda saman ólíkum kosningum en kostnaðurinn vegur þungt í huga þeirra sem vilja nýta tækifærið sem þjóð- aratkvæðagreiðslan gefur. Áhrifin geta vitaskuld verið á báða bóga. Miðað við þann mikla mun sem var á þátttöku í fyrri Icesave-atkvæðagreiðslunni og stjórnlaga- þingskosningunum má búast við að kjósendur hafi sterkari skoðanir á Icesave en frambjóð- endum til stjórnlagaþings. Það gæti smitað á milli kosninganna, þannig að frambjóendur yrðu krafðir svara um afstöðu til Icesave og kjósendur láti hana frekar ráða atkvæði sínu en afstöðu frambjóðenda til breytinga á stjórnarskrá. Það gæti hugsanlega leitt til verulegra breytinga á skipan stjórnlagaþings, frá fyrri kosningum, og jafnvel óvæntra úrslita. Sömu frambjóðendur og kjósendur við uppkosningu  Almennt talið slæmt að blanda saman kosningum  Rökstutt með sparnaði Morgunblaðið/Kristinn Við Stjórnarráðið Ríkisstjórnarfundur fór fram í gær og biðu bílstjórar ráðherra þolinmóðir fyrir utan. Ístak keypti á dögunum ógnar- stóra hjólagröfu af Brimborg sem nota á við gerð Búðarhálsvirkj- unar. Síðustu misseri hefur verið fátítt að jarðvinnuvélar séu keypt- ar til landsins og hjá Brimborg sjá menn fá merki þess að verktaka- geirinn sé að taka við sér, fyrir utan vinnu við Búðarhálsvirkjun. Hjólaskóflan er tæplega 50 tonn, sú stærsta af Volvo-gerð sem hingað hefur verið flutt. Setja átti hana um borð í Goðafoss fyrir helgi en vegna strandsins seinkar komu hennar um tvær vikur. Það ætti þó ekki að koma að sök því skófluna sem fylgir gröfunni, og tekur 7,1 rúmmetra í einu, átti hvort sem er ekki að afhenda strax. Ístak keypti fyrir áramót aðra slíka af Brimborg sem notuð er við verkefni í Noregi. Kristinn Már Emilsson, fram- kvæmda- og markaðsstjóri at- vinnutækjasviðs Brimborgar, seg- ir ekki merki um að líf sé að færast í jarðvinnu hér á landi, þótt alltaf sé eitthvað að gerast í kringum virkjunarframkvæmdir. „Það er bara ekki mikið í píp- unum og þar að auki eru um 70% af fyrirtækjum í landinu í end- urskipulagningu og ekki einfalt að nálgast fjármagn.“ Staðan sé slæm og mikil fagþekking við það að glatast. runarp@mbl.is Strandið tafði skófluna  Vegna strands Goðafoss tefst heimkoma 50 tonna hjóla- gröfu um tvær vikur  Fátítt að nýjar vélar séu keyptar Uppboðum á 49 leiguíbúðum á Akureyri, sem auglýst voru í Morgunblaðinu í gær, verður væntanlega frestað, samkvæmt upplýsingum frá Íbúða- lánasjóði. Félagið sem á þær vonast til að geta samið við sjóðinn þannig að greiðslur frá leigjendum standi undir greiðslu af lánum. Íbúðirnar sem voru auglýstar á byrjun uppboðs eru í eigu fyrirtæk- isins Betri kosts ehf. Flestar eru þær við Kjarnagötu og Lækjartún en 11 eru annars staðar í bænum. Þær eru nánast allar í útleigu. Vignir Þormóðsson, fram- kvæmdastjóri Betri kosts, sagðist í gær vonast til að geta samið við Íbúðalánasjóð þannig að reksturinn stæði undir sér. Á íbúðunum hefðu hvílt lán í krónum en þau hefðu hækkað mikið í hruninu. Leigan hefði hins vegar ekki hækkað. Þegar Íbúðalánasjóður hefur eignast leiguíbúðir hefur hann boðið íbúum að leigja þær áfram. Uppboð- um líklega frestað  Eigendur leita samninga við ÍLS Jónína Rós Guð- mundsdóttir, þingmaður VG, segist ósammála þeirri túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta að Alþingi og þjóðin deili nú löggjafarvaldinu varðandi Icesave- samninginn. En fer hún fram á að forsetinn segi af sér eins og hún gerði í fyrra eftir að forsetinn synjaði Icesave II? „Þá var ég svo óundirbúin, það hvarflaði ekki að mér að hann myndi gera þetta,“ segir Jónína. „Ég varð snöggreið, öll þessi vinna sem við vorum búin að leggja á okkur í des- ember var fyrir bí. En núna er það hluti af minni lífsreynslu að þetta geti gerst. Mér fannst núna meiri líkur en minni á að hann myndi synja lög- unum staðfestingar, þess vegna voru viðbrögðin allt öðruvísi.“ kjon@mbl.is Krefst ekki afsagnar Jónína Rós Guðmundsdóttir Ákveðið verður á ríkisstjórnarfundi næstkom- andi föstudag hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður um Icesave-frumvarpið. Atkvæða- greiðslan á að fara fram innan tveggja mánaða. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að tímasetningin ráðist af því hvort önnur kosn- ing fylgi með en hugmyndir hafa verið uppi um að kjósa á ný til stjórnlagaþings samhliða þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, varaði eindregið við því, í umræðu utan dagskrár á Alþingi um synj- un forseta, að óskyldum málum yrði blandað saman. Hún sagði að þjóðaratkvæðagreiðslan þyrfti að fara fram innan tveggja mánaða en engin slík tímapressa væri á öðrum málum. Hvatti hún til þess að stjórnvöld vönduðu sig í þetta sinn. Þá sagði hún að Icesave-málið væri alveg nógu flókið og þyrfti óskipta athygli kjós- enda. Allir aðalfulltrúar í landskjörstjórn sögðu af sér eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþings- kosningarnar. Ögmundur sagði í gær að ný landskjörstjórn yrði kosin á næstu dögum. Óskyldum málum verði ekki blandað saman DAGSETNING ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU ÁKVEÐIN Á FÖSTUDAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.