Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Stafir lífeyrissjóður efnir til málþings í anda þjóðfundarins í Laugardalshöll um stefnu og starfsemi lífeyrissjóðsins á Grand hóteli í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar 2011. Málþingið hefst með morgunkaffi kl. 9:30 og gert er ráð fyrir að því ljúki kl.15:00. Allir sjóðfélagar Stafa eru hjartanlega velkomnir til að ræða málin í minni hópum og síðan sameiginlega. S t ó r h ö f ð a 3 1 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 6 9 3 0 0 0 | Fa x 5 6 9 3 0 0 1 | s t a f i r @ s t a f i r. i s | s t a f i r. i s Öllum steinum velt við – skilaboð til Stafa Við viljum stuðla að hreinskiptum og opinskáum umræðum með umræðu- stjóra og ritara í hverjum hópi og málþingsstjóra. Þannig verði tryggt að skilaboð og andi samkomunnar skili sér með skipulögðum hætti til stjórnar og stjórnenda Stafa lífeyrissjóðs með ósk um að umbótatillögum verði hrint í framkvæmd með mögulegum breytingum á samþykktum sjóðsins. Dæmi um umræðuefni Möguleg umræðuefni eru lýðræði í lífeyrissjóðum, jöfnun lífeyrisréttinda, sameining lífeyrissjóða, lífeyrisréttindi, markmið ávöxtunar, fjárfestingar- stefna og fjárfestingarhegðun, rekstur sjóðsins og auðvitað sitthvað fleira sem gestir kynnu að vilja fjalla um. Við bjóðum þér til stefnumóts við Stafi! Skráning Afar mikilvægt er að væntanlegir þátttakendur skrái sig með tölvupósti á stafir@stafir.is eða í síma 569 3000 í síðasta lagi miðvikudaginn 23. febrúar. Sjáumst á stefnumótinu við Stafi 26. febrúar! Stjórn og starfsmenn Stafa lífeyrissjóðs. Kreppan birtist í mörgum myndum og ein þeirra er magnið af stein- efnum sem Björgun ehf. dælir á land á hverju ári, segir á vef Faxa- flóahafna. Á árinu 2006 landaði Björgun ehf. hjá Faxaflóahöfnum samtals 1,4 milljónum tonna af steinefnum, möl og sandi, sem skip félagsins dældu upp af hafsbotni í Faxaflóa. Árið 2007 var magnið 1,3 milljónir tonna en á árinu 2008 fór magnið niður í 950 þúsund tonn. 2009 var magnið af dældum steinefnum 360 þúsund tonn og á nýliðnu ári var talan komin niður í 200 þúsund tonn og því var freistandi að álykta að botninum væri náð. „Ekki alveg“ er haft eftir Gunnlaugi Kristjáns- syni hjá Björgun ehf., því magnið í janúar í ár var minna en á sama tíma í fyrra. Dæld steinefni eru notuð í steypu, uppfyllingar og einnig not- að með malbiki og ýmsar vörur svo sem hellur og þess háttar fyrir garða . sisi@mbl.is Kreppan birtist í dælingu  Gífurlegur sam- dráttur hjá Björgun Morgunblaðið/ÞÖK Dæling Skip Björgunar dæla mun minna af hafsbotni en fyrri ár. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt einróma tillögu þar sem lagt er til að gangandi vegfarendum verði gefinn rýmri tími til að kom- ast yfir umferðargötu á „grænum karli.“ Það voru fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í umhverfis- og sam- gönguráði sem lögðu fram tillög- una og var hún svohljóðandi: „Staðfest er að gangandi vegfar- andi á góðum gönguhraða (4,3 km/ klst) kemst aðeins 60% leiðar sinnar yfir götu, áður en „græni karlinn“ fer að blikka eða „rauður karl“ birtist. Börn, eldra fólk og fólk sem á erfitt með gang kemst enn styttra og er í sumum tilvikum ekki komið yfir, þegar bílaumferðin hefur fengið grænt ljós. Það er ein- kennilegt borgarskipulag sem ger- ir ekki ráð fyrir því að allir fót- gangandi komist örugglega leiðar sinnar um borgina. Óskað er eftir því að samgönguskrifstofa útfæri tillöguna nánar og leggi fyrir um- hverfis- og samgönguráð sem fyrst.“ Fyrir ráðið var lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dagssett 19. janúar við fyrirspurn um gönguljós í borginni. Í fram- haldi af því svari var umrædd til- laga lögð fram og hún samþykkt. sisi@mbl.is „Græni karlinn“ logi lengur Morgunblaðið/Ernir Sá rauði Fólk þarf að hraða sér yfir göturnar meðan „græni karlinn“ logar.  Gangandi vegfarandi á góðum gönguhraða kemst aðeins 60% leiðar sinnar yfir götu áður en sá „græni“ fer að blikka Í skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun HÍ gerði fyrir ASÍ kemur fram að 90% þeirra sem taka afstöðu finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyr- isréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði. 60% töldu það mjög mikilvægt og 30% frekar mikilvægt. 6% töldu það ekki mik- ilvægt og 3% alls ekki mikilvægt. Jöfnun lífeyrisréttinda allra landsmanna er ein meginkrafan sem samninganefnd ASÍ hefur sett fram í yfirstandandi kjara- viðræðum. ASÍ segir að opinberir starfs- menn búi við umtalsvert betri líf- eyrisréttindi en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Þá séu lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna tryggð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna óháð ávöxtun lífeyrissjóðsins á hverjum tíma en almennt launafólk hefur enga slíka baktryggingu og þarf sjálft að bera áhættuna í sínum lífeyrissjóðum. Vilja jafna líf- eyrisréttindi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.