Morgunblaðið - 23.02.2011, Side 8

Morgunblaðið - 23.02.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Staksteinar þurftu að leita lengi íbresku pressunni til að finna fréttir af nýrri þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave. Það var ekki fyrr en komið var á viðskiptasíðurnar sem fréttir fundust. Samt láta Baugs- miðlarnir og þeir í félagsheimilinu eins og allt hafi logað í breskum fjöl- miðlum.    En af hverju þettaáhugaleysi?    Jú, það er vegnaþess að Bretar ákváðu að borga breskum innistæðu- eigendum það sem þeir áttu inni og var innan marka. Það gerðu þeir án nokkurrar heimildar frá Íslandi. Þeir höfðu ekki einu sinni samráð. Bresk- ur almenningur er fyrir löngu búinn að fá sitt. Hann hefur því engan áhuga á málinu.    Það hefur bara einhver skrif-stofustjóri í breska fjármála- ráðuneytinu fært yfirmönnum sínum þar þær furðufréttir að hann hafi fundið uppi á Íslandi stjórnmálamenn sem vildu láta íslensku þjóðina borga annarra manna skuldir.    Yfirmennirnir trúðu ekki sínumeigin eyrum.    Skrifstofustjórinn sá fram á aðhann fengi stöðuhækkun og yrði jafnvel Sir ef þessar ótrúlegu fréttir reyndust réttar.    Skrifstofustjórinn hefur því mikinnáhuga á málinu.    Það hefur breska þjóðin ekki.    Þess vegna eru svona ræfilslegarfréttir um málið í breskum fjöl- miðlum. Breska þinghúsið Hagsmunamál skrifstofustjórans STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -2 skýjað Egilsstaðir -1 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 rigning Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló -8 snjókoma Kaupmannahöfn -5 léttskýjað Stokkhólmur -8 skýjað Helsinki -13 léttskýjað Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 2 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 7 súld London 7 þoka París 7 skýjað Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg -2 heiðskírt Berlín -5 heiðskírt Vín -2 léttskýjað Moskva -17 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal -10 heiðskírt New York -4 heiðskírt Chicago -3 snjókoma Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:57 18:26 ÍSAFJÖRÐUR 9:09 18:24 SIGLUFJÖRÐUR 8:53 18:06 DJÚPIVOGUR 8:28 17:54 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Úlfar Logason, 18 ára nemi, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til vel- ferðarráðuneytisins vegna ólög- mætra reglna um blóðgjafir. Úlfar lagði leið sína í blóðbankabílinn í byrjun febrúar til að gefa blóð en þegar á staðinn var komið var honum vísað frá vegna kynhneigð- ar sinnar. Í kær- unni segir að „sú synjun hafi verið byggð á reglum Blóðbankans um blóðgjafir þar sem fram kemur í 2. tl. að karlmanni sé óheimilt að gefa blóð ef hann hefur haft samfarir við sama kyn.“ Úlfar gerir þá kröfu í kæru sinni að bannið verði afnumið og að lagður verði fram rökstuðn- ingur sem umrædd regla byggist á. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir rúmum tveimur vikum sagði Úlfar reglurnar særandi og vildi hann vekja umræðu um málið. „Upphaf- lega reyndi ég bara að fá þetta í fjöl- miðla en síðan fékk ég lögmann sem sérhæfir sig í að verja mannréttindi til að taka málið.“ Ekki verið kært áður Páli Rúnari Mikael Kristjánssyni, lögfræðingi Úlfars, er ekki kunnugt um að reglurnar hafi verið kærðar áður. Blóðbankanum berast þó reglulegar fyrirspurnir um þær. Að sögn yfirlæknis Blóðbankans benda erlendar tölur til þess að áhætta karlmanna sé margföld hvað varðar margvíslega smitnæma sjúkdóma ef þeir hafa haft mök við aðra karl- menn. Páll Rúnar segir engar rann- sóknir hafa verið gerðar á smitnæmi þessa hóps á Íslandi og er hann á þeirri skoðun að þær þurfi að fram- kvæma áður en slíkar reglur eru settar. „Það hefur að mínu viti ekki farið fram neinar rannsóknir á Ís- landi á þeirri hættu sem verið er að vinna gegn. Það þýðir ekki að bera fyrir sig að það sé ákveðin hætta í stórborgum erlendis og ætla sér svo að heimfæra það yfir á Ísland.“ Hver eru rökin? Páll Rúnar segist ekki hafa heyrt rökin fyrir reglunum og þess vegna sé nú kallað eftir því að ákvörðunin sé rökstudd. „Eru rökin þau að hér sé verri skimun en er- lendis, eða meiri áhætta? Erum við ein- faldlega að fylgja er- lendum fyrirmyndum í blindni? Ef svo er þá eru það engin rök.“ Að sögn Páls Rún- ars myndu Íslend- ingar sýna gott fordæmi með því að kanna áhættuna sjálfstætt „Það á að meta hvert atvik fyrir sig og taka upplýsta ákvörðun á grundvelli ákveðinna staðreynda, en ekki með handahófskenndum hætti og þannig að það mismuni og misbjóði stórum hóp einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða. Maður hefði ætlað að reglur sem þessar væru ekki settar nema að vel ígrunduðu máli.“ Kæran send Landspítala Kæra Úlfars var lögð fram síðast- liðinn fimmtudag og var óskað eftir því að afgreiðslu málsins yrði lokið innan fjórtán daga frá dagsetningu kærunnar. Að sögn Páls Rúnars hefur hún nú verið send Landspít- alanum til umsagnar. „Ráðuneytið hefur óskað eftir sjónarmiðum Landspítalans varðandi kæruna en slíkt tekur tíma og því mun af- greiðslu málsins ekki verða lokið innan fjórtán daga. Þeim er gefinn þriggja vikna frestur, sem mér finnst tiltölulega rúmur, en þetta er ákvörðun stjórnvaldsins og við un- um henni.“ Aðspurður hvað málið geti tekið langan tíma segist hann ekki búast við að því ljúki fljótt. „Öll hags- munabarátta tekur sinn tíma, það verður bara að halda áfram. Ég er alltaf bjartsýnn um að stjórnvöld snúi af villu síns vegar, en er hóf- lega bjartsýnn samt,“ segir Páll Rúnar. Bjartsýni ríkir hjá Úlfari Þrátt fyrir ungan aldur segist Úlfar hafa viljað standa einn að kærunni en margir styðji þó við bakið á honum. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að reglunum verði breytt segir Úlfar: „Já, auðvit- að. Hversu margir hefðu haldið, fyr- ir tíu árum, að samkynhneigðir ættu eftir að mega gifta sig hér á Íslandi. Ég vil halda að við verðum fyrsta landið til að leyfa þetta.“ Kærir bann við blóðgjöf samkynhneigðra karla  Engar rannsóknir verið gerðar á smitnæmi samkynhneigðra hér á landi Morgunblaðið/G.Rúnar Blóðgjafir Ísland hefur farið að dæmi nágrannalandanna hvað varðar reglu- verk um blóðgjafir og er samkynhneigðum karlmönnum ekki leyft að gefa blóð. Í kæru Úlfars, sem send var vel- ferðarráðuneytinu fyrir helgi, segir að reglurnar séu í and- stöðu við réttarheimildir um jafnræði og bann við mis- munun. Þá er jafnframt tekið fram að enginn lagalegur grundvöllur sé fyrir mismun- uninni sem væri nauðsynlegur ef til stæði að réttlæta hana með einhverjum hætti. „Þá er því við að bæta að með því að neita samkynhneigðum karlmönnum um að gefa blóð hefur verið sett regla sem er ekki einungis ólögmæt heldur er hún jafnframt niðurlægj- andi og særandi fyrir viðkomandi ein- staklinga.“ Mismunun KÆRA ÚLFARS LOGASONAR Úlfar Logason Páll Rúnar M. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.