Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 9
Sipp Forsetafrúin fékk að spreyta sig á sippubandi. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff heimsóttu Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærmorgun í tilefni þess að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlunin 2010. Tók nemendur skólans vel á móti forsetahjón- unum á skólalóðinni en þaðan lá leiðin í íþrótta- hús og sundlaug skólans þar sem þau fylgdust með ýmsum viðburðum sem börnin höfðu und- irbúið. Forsetahjónin tóku einnig þátt í sérstakri hátíðardagskrá þar sem nemendur og starfsmenn skólans kynntu starfsemi hans, helstu áherslur og nýjungar í skólastarfinu. Höfðinglegar móttökur Morgunblaðið/Sigurgeir S Velkomin Börnin stóðu heiðursvörð þegar forsetahjónin bar að garði í Lækjarskóla í gær. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Hinn 26. janúar sl. var haldinn stofnfundur samtakanna Skagafor- eldrar, sem eru samtök foreldra- félaga- og ráða á Akranesi. Í til- kynningu segir að þetta séu fyrstu foreldrasamtökin hér á landi þar sem foreldrafélög allra skólastiga, þ.e. leik-, grun- og framhaldsskóla sameinast í ein regnhlífarsamtök. Markmið samtakanna eru fyrst og fremst að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska og beita sér fyrir auknum áhrifum for- eldra á skólastarf. Einnig að stuðla að skipulegu samstarfi aðild- arfélaganna og vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart sveitar- félagi og stjórnvöldum. Verið er að vinna að heimasíðu samtakanna á slóðinni www.skagaforeldrar.is. Foreldrar Fulltrúar Skagaforeldra hittust og ræddu málin nýverið. Ný foreldrasamtök stofnuð á Akranesi Á föstudag nk. standa sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytið og Hafrannsóknastofnun fyrir ráð- stefnu um nýtingu á lifandi auð- lindum hafsins. Ráðstefnan ber heitið „Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og afla- reglur“ og fer fram í Bíósal á Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 9- 16.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Alls munu 14 fyrirlesarar fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum, þ.á m. tveir erlendir gestir, þeir Steve Murawsky frá NOAA í Bandaríkjunum sem fjallar um reynslu Bandaríkjamanna af stjórn fiskveiða, og Paul Dengbol frá Al- þjóðahafrannsóknaráðinu sem fjallar um aðkomu ráðsins að nýt- ingu fiskistofna í Atlantshafi. Ráðstefna um auðlindir hafsins Hreyfingin boðar til fundar um þjóðaratkvæðagreiðslur á morgun, fimmtudag, kl. 20-22, á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík. Allir eru velkomnir. Á fundinum mun Þór Saari m.a. ræða stefnu Hreyfingarinnar varð- andi þjóðaratkvæðagreiðslur, hvernig mál geti farið í þjóð- aratkvæðagreiðslur og hvernig standa skuli að undirskriftasöfnun. Þá mun Margrét Tryggvadóttir fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum löndum. Þjóðaratkvæði Í dag, 23. febrúar kl. 16.30, stendur Lionshreyfingin fyrir fræðslu- fundi um Alz- heimer, í Nor- ræna húsinu. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeyp- is. Á fundinum verður Þórunnar Gestsdóttur, fjölumdæmisstjóra Lions 2004-2005, minnst, en hún þjáðist af Alzheimer og dó langt um aldur fram. Jón Snædal öldr- unarlæknir fjallar um Alzheimer og forvarnir sjúkdómsins. Kristinn Johnson segir frá snemmgreiningu á Alzheimerssjúkdómi og notkun heilarits. Fanney Proppé Eiríks- dóttir, formaður FAAS, kynnir FA- AS Félag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúklinga. Fræðslufundur um Alzheimer Þórunn Gestsdóttir STUTT Elfar Berg Sigurðsson, hljómlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar sl. eftir skammvinn veikindi. Elfar var tæplega 72 ára, fæddur á Patreks- firði 21.3. 1939, sonur hjónanna Sigurðar G. Jóhannssonar, f. 22.10. 1909, d. 1971, og Berg- ljótar Sturludóttur, f. 2.10. 1919, d. 1992. Hann lærði prentverk hjá Félagsprentsmiðjunni og lauk sveinsprófi 1960. Hann var sölustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum 1965-1972 og hjá Landsvirkjun 1972- 1974. Elfar stundaði verslunarrekst- ur í Hafnarfirði í 27 ár, frá 1974-2000, en þá hóf hann störf hjá Olís og starf- aði þar fram að andláti sínu. Um tíma var Elfar í stjórn Sjálf- stæðisfélagsins Fram, Félagi íslenskra hljóm- listarmanna, formaður Kaupmannafélags Hafnarfjarðar og for- seti Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafn- arfirði auk þess sem hann var virkur í starfi Á-listans á Álftanesi. Hann var einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar Lúdó & Stefáns og hljómsveit- arstjóri. Hann spilaði með Lúdó frá árinu 1959 til dánardags, eða í rúmlega hálfa öld. Hann spilaði einnig með flestum ástsælustu hljómlist- armönnum þjóðarinnar sem voru honum samtíða. Eftirlifandi eiginkona Elfars er Guðfinna Sigurbjörnsdóttir og eiga þau tvö börn. Barnabörnin voru fjög- ur og eru tvö þeirra á lífi. Andlát Elfar Berg Sigurðsson Sigríður Svanlaug Heiðberg, formaður Kattavinafélags Ís- lands og fram- kvæmdastjóri Katt- holts, er látin, 72 ára að aldri. Hún lézt á líknardeild Landspít- ala Ísland, Landakoti, þriðjudaginn 22. febr- úar sl. Hún lætur eftir sig eiginmann, Einar Jónsson verktaka og fósturson, Daníel Orra Einarsson nema, bróður Eyþór Heiðberg, móðursyst- urdóttur sína Sigríði Einarsdóttur, systkinabörn og börn þeirra. Sigríður Svanlaug var fædd í Reykjavík 30. mars 1938. Foreldrar hennar voru Jón Heiðberg heildsali og frú Þórey Heiðberg Eyþórs- dóttir. Sigríður gekk í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík 1958 til 1959 þar sem hún bazt skólasystrum sínum í óslítandi böndum svo þær héldu saumaklúbb reglulega og ferðuðust víða um Ísland og til útlanda ásamt mökum. Hún sótti námskeið og lauk námi hjá Apó- tekarafélaginu 1968 sem aðstoðarmaður lyfjafræðings og starf- aði hjá Stefáni Thor- arensen hf. í tvo ára- tugi. Sigríður hefur setið í stjórn Verndar síðan 1986 og verið varafor- maður síðan 2001. Hún tók við formennsku Kattavinafélags Íslands 1989 með opnun Kattholts að leiðarljósi. Líknarstöðin Kattholt var opnuð júlílok 1991, er hún mót- taka fyrir heimilislausa ketti og kattahótel. Kattholt hefur verið starfrækt allan tímann undir hand- leiðslu hennar með það meginmark- mið að stuðla að bættu og upplýstu dýrahaldi Íslendinga. Hún var kjörin heiðursfélagi Fé- lagasamtakanna Verndar árið 2010. Andlát Sigríður Heiðberg Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Útsölulok 20% aukaafsláttur NÝTT - NÝTT Kjólar, mussur, bolir Kjóll/mussa, 8.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Síðasta útsöluvika Verðhrun laxdal.is Sænski þingmaðurinn Jonas Sjös- tedt heldur erindi á fundi Heims- sýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Há- skóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12.30. Jonas var áður þingmaður á Evr- ópuþinginu. Hann beitti sér í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Jonas er í ut- anríkisnefnd ríkisdagsins og Evr- ópunefndar þingsins. Ræðir Svíþjóð og evruna Björn Karlsson hefur verið skip- aður forstjóri Mannvirkjastofn- unar frá og með 1. mars til fimm ára. Björn starfaði sem forstjóri Brunamálastofn- unar árin 2001 til 2010 og var sett- ur forstjóri Mannvirkjastofnunar frá 1. janúar 2011. Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar Dr. Björn Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.