Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Mikil hætta er á misvísandi nið- urstöðum í Hæstarétti við núver- andi fyrirkomulag. Tímaskortur og deildaskipting gera það að verkum að samræmis gætir ekki í dómum og skerðist því fordæmisgildi rétt- arins. Þetta kom fram í máli Sig- urðar Tómasar Magnússonar, pró- fessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á málþingi í hádeginu í gær. Hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson staðfesti í kjölfarið orð Sigurðar og benti á að líklega dæmdu dómarar nú í 240-250 málum á ári að meðaltali. Farið út um holt og móa Jón Steinar sagði einnig að hann teldi þau bráðabirgðaráð, s.s. að fjölga dómurum tímabundið, sem gripið var til slæm og til þess fall- in að draga nauðsynlegar úrbætur á dómsmálakerfinu. Hann benti auk þess á að Hæstiréttur hefði farið „út um holt og móa“ í málum er snerta virðisaukaskattsbrot. „Það er ekki samræmi í dómum réttarins og það leiðir til þess að það veit enginn hvað snýr upp eða niður í þessum málum. [...] Mála- fjöldinn er svo mikill að menn vita ekki hvað aðrir eru að gera.“ Að endingu sagði Jón Steinar að hugmyndin með Hæstarétti væri sú að vera með samræmingardóm- stól sem hefði vald til að endur- skoða dóma. En þá þyrftu allir dómarar að koma að hverju máli. Mögulegt um næstu áramót Málþingið sneri annars að milli- dómstigi á Íslandi og hvernig því yrði best fyrir komið. Jón Steinar hélt raunar ekki framsögu en skaut að nokkrum athugasemdum í lok þingsins. Frummælendur voru hins vegar Símon Sigvalda- son, formaður Dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavík- ur, og áðurnefndur Sigurður Tóm- as. Báðir sitja þeir í vinnuhópi inn- anríkisráðherra sem skipaður var í desember sl. og taka á til skoðunar hvort setja skuli á fót hér á landi millidómstig sem taki bæði til sakamála og einkamála, fara yfir kosti þess og galla og meta hvern- ig slíku millidómstigi væri best fyrir komið. Sigurður Tómas sem fer fyrir nefndinni sagði vinnu hennar miða vel og enn væri stefnt að því að skila niðurstöðum fyrir 1. apríl nk. Þá benti hann á, að ef niðurstaða nefndarinnar yrði á þá leið að mæla með millidóm- stigi við innanríkisráðherra, og vilji Alþing- is stæði til þess að fylgja því eftir, væri eins hægt að koma dómstóln- um á um næstu áramót. Mun ódýrara kerfi hér á landi Sigurður fór yfir kosti og galla íslenska tveggja dómstiga kerfis- ins og minntist á að slíkt kerfi væri einsdæmi í Evrópu. Einnig fór hann yfir niðurstöður eigin rannsóknar á kostnaði við dóms- kerfin á Norðurlöndunum. „Út- koman úr því, miðað við sama gengi í árslok 2009, er að þá var kostnaður við íslenska dómskerfið á bilinu 30-45% miðað við dóms- kerfin í nágrannalöndum okkar miðað við 100 þúsund íbúa. [...] Þá er spurning hvort þetta sé ekki svo mikilvægur hlutur að hann megi ekki kosta aðeins meira.“ Sigurður tók einnig fram að raunar væri ekki verið að búa til millidómstig en frekar bæta Hæstarétti ofan á kerfið eins og það er núna. Benti hann og á, að hæstaréttardómarar á Íslandi dæmdu í tvöfalt fleiri málum en dómarar á millidómstigi í Dan- mörku og Noregi. Yrði af milli- dómstigi hér á landi yrði Hæsti- réttur hins vegar viðbót við kerfið og mundi hann varla taka við nema þrjátíu til fimmtíu málum á ári. Hætta á ósamræmi í dómum  Mikill fjöldi mála hjá Hæstarétti og deildaskipting auka hættuna á ósamræmi í dómum réttarins  Stofnun millidómstigs myndi létta mikið á réttinum og tryggja betri málsmeðferð fyrir dómstólum Morgunblaðið/Sigurgeir S Dómstig Málþingið um millidómstig var nokkuð vel sótt en það fór fram í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í gær. Millidómstig » Núverandi fyrirkomulag um sönnunarfærslu fyrir Hæsta- rétti Íslands er talið brjóta gegn meginreglunni um milli- liðalausa sönnunarfærslu. » Nefnd lagði það til árið 2008 að komið yrði á milli- dómstigi í sakamálum. » Til dómstólsins yrði áfrýjað þeim sakamálum sem nú sæta áfrýjun til Hæstaréttar. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og for- maður Dómstólaráðs, var í þeirri nefnd sem lagði til við dóms- málaráðherra árið 2008 að milli- dómstig yrði tekið upp. „Málið var komið það langt á veg á þeim tíma, eftir niðurstöðu nefnd- arinnar, að ráðuneytið og dómstólaráð var með þetta efni mjög til skoðunar og menn voru nánast farnir að leita eftir húsnæði til að hýsa hinn nýja dómstól. En á þetta stig komst málið aldrei til fulls vegna þess að þá hrundi efnahagurinn hjá okkur og málið lagðist af í kjölfarið.“ Símon fór yfir málið í sögulegu samhengi og benti á að Íslend- ingar hefðu lengst af búið við þrjú dómstig, en árið 1920 var horfið að því að hafa þau tvö, þegar Hæstiréttur var stofnaður. Síðan þá hefði málið alloft komið upp og m.a. frumvarp um millidómstig flutt fjórum sinnum á þingi, síðast 1980, en ekki náð fram að ganga. Leit að húsnæði nánast hafin EFNAHAGSHRUN FRESTAÐI STOFNUN MILLIDÓMSTIGS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, segir að það sé mik- ið áhyggjuefni að sum slökkvilið hafi hvorki efni á að endurnýja klippur né reka þær. „Þetta er mál sem taka verður upp af mikilli alvöru. Ann- aðhvort með því að veita slökkvilið- um gjaldtökuheimild eða með kostn- aðarþátttöku ríkis og sveitarfélaga sem skilar sér til slökkviliðanna,“ segir hann. Áður en tæknin ruddi sér til rúms og klippur komu til sögunnar fyrir um tveimur áratugum voru lög- reglumenn með kúbein og járnkarla í lögreglubílum til að losa fólk úr bíl- um ef á þurfti að halda. Slökkviliðið tók við verkefninu með klippunum, því þeim fylgdi ýmis aukabúnaður eins og rafstöð og hlífðarbúnaður fyrir utan þjálfun, sem Bruna- málaskólinn hefur séð um. Málið var hins vegar ekki á forræði slökkvi- liðsins fyrr en með lagasetningu um sl. áramót, eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær. Björn minnir á að fyrir laga- setninguna hafi verið gerð kostn- aðargreining vegna þessa verkefnis og áætlunin hljóði upp á 8-10 millj- ónir króna fyrir klippur og allan nauðsynlegan búnað fyrir utan rekstur. Hann segir að þótt sveitar- félögin fái hugsanlega einhverjar greiðslur frá ríkinu vegna kostnaðar slökkviliða við klippurnar óttist hann að peningarnir rati ekki til slökkviliðanna. „Það er mjög miður,“ segir hann. Mismunandi álag Á landinu eru 44 slökkvilið og álagið mismunandi. Björn bendir á að til dæmis slökkviliðið á Blönduósi og í Hveragerði lendi hlutfallslega í mörgum klippislysum vegna fjölda slysa á þjóðveginum í umdæmi þeirra. Fyrir vikið sé kostnaður þeirra meiri en margra annarra vegna klippislysa og það bil þurfi að brúa, annaðhvort með því að veita slökkviliðum gjaldtökuheimild eða með kostnaðarþátttöku ríkis og sveitarfélaga. Haft var eftir Jóhanni K. Jó- hannssyni, slökkviliðsstjóra Bruna- varna Austur-Húnavatnssýslu, í Morgunblaðinu í gær að klippibún- aður slökkviliðsins væri úreltur og ekki hægt að nota hann til þess að takast á við nýrri gerðir bifreiða eða stóra bíla, þar sem yfirbygging þeirra væri sterkari en áður. Nýjar klippur væru dýrar og slökkvilið ættu ekki að þurfa að standa straum af endurnýjun tækja og rekstri þeirra. Hann benti jafnframt á að klippuslys, sem slökkviliðið hafi komið að á liðnu ári, hafi kostað það um 1,8 milljónir króna. Morgunblaðið/Júlíus Klippur Stundum þarf að kalla á tækjabíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins með klippur til að ná fólki út úr bílflaki, en endurnýjun þeirra kostar sitt. Slökkvilið fái klippustyrk eða gjaldtökuheimild Mannvirkjastofnun » Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar á þessu ári. Þá var Mannvirkjastofnun sett á fót og tók hún við málefnum Brunamálastofnunar auk verk- efna er varða byggingarmál. Samhliða því var Bruna- málastofnun lögð niður. » Dr. Björn Karlsson verk- fræðingur var brunamálastjóri í 10 ár og hefur verið settur forstjóri Mannvirkjastofnunar en var skipaður í starfið í gær.  Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir mikilvægt að bregðast skjótt við Bandalag háskólamanna segir aðákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara sé bæði skiljanleg og málefnaleg. Í ályktun frá samtök- unum segir að erfiðlega gangi að ráða háskólamenntaða sérfæðinga til starfa hjá hinu opinbera, bæði vegna mikils álags og lakra launakjara. Þá segir að stjórn BHM árétti að starfsálag sé almennt mjög mikið hjá hinu opinbera og að launakjör fé- lagsmanna BHM hafi rýrnað mjög frá hruni samfara auknum álögum á millitekjuhópa. „Stjórn BHM skorar á opinbera vinnuveitendur að setja kraft í kjara- viðræður. Félagsmenn BHM hafa ekki fengið neinar kjarabætur frá því árið 2008 á meðan hækkanir hafa ver- ið annars staðar, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Opinberri þjónustu verður ekki haldið úti án háskólamenntaðs starfs- fólks. Aðgerð kjararáðs er skýrt merki um að launakjör háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna ná ekki að tryggja mönnun í mikilvæg störf,“ segir í ályktun frá BHM. Bæði ASÍ og BSRB hafa gagnrýnt ákvörðun kjararáðs. BHM styður kjararáð  Starfsálag mikið hjá hinu opinbera Símon Sigvaldason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.