Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftir því sem bensínverðið hækkar fara tekjur ríkisins af hverri bifreið vaxandi. Bensínverðið sló enn eitt metið í gær og um leið féll metið í bensínsköttum á Íslandi. Tölurnar tala sínu máli. Hjón með tvo bíla greiða nú þann- ig samtals hátt í 270.000 krónur á ári í skatt af bensíni miðað við 15.000 km meðalakstur og 8 lítra eldsneyt- iseyðslu á hverja ekna 100 km. Er þá miðað við lægsta verð í sjálfs- afgreiðslu, eða 221,9 krónur. Þar með er ekki öll sagan sögð því hér er ekki tekið tillit til skattlagn- ingar vegna hjólbarða, varahluta og viðhalds en ljóst má vera að hún nemi að minnsta kosti tugum þús- unda á ökutæki. Þá ber að hafa í huga að 40% af útsöluverði nýrrar bifreiðar fara í vörugjöld og aðra skatta, að því er Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) áætlar. Yfir helmingur í skatta Við ofangreinda útreikninga á bensínsköttum er gengið út frá því að ríkið taki 50,3% af bensínverðinu í skatta og er það einnig byggt á gögnum frá FÍB. Til samanburðar var hlutfallið 52,8% árið 1999. Það þýðir að frá árinu 1999 hafa bensínskattar hækkað úr 87.462 krónum í 133.938 krónur á ári, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu, eða um 53% á tímabilinu. Miðast töl- urnar við að eknir séu 15.000 km á ári og að ökutækið eyði 8 lítrum á hverja 100 ekna km. Skal tekið fram að margar bifreið- ar eru nú mun sparneytnari, líkt og rakið er í litla rammanum hér til hliðar. Fjöldi bifreiða er hins vegar eyðslufrekari og er þessi tala höfð til viðmiðunar þar sem hún er í ódýr- asta verðflokki á síðu FÍB yfir rekstrarkostnað bifreiða 2010. Í næstu flokkum FÍB eru bifreiðar sem eyða 9 og 11 lítrum á hundraðið og er því einnig miðað við þær hér. Þá er eingöngu miðað við sjálfs- afgreiðsluverð á bensíni og látið ógert að taka dísilverð með í reikn- inginn. En eins og ljósmyndin á síð- unni sýnir nálgaðist dísilverðið 230 krónur í sjálfsafgreiðslu í gær. Þeir sem kjósa þjónustu á bens- ínstöðvum greiða meira fyrir áfyll- ingu og þar með hærri skatta. Skattlagning af bensíni í krónum talin tekur mið af heimsmarkaðs- verðinu á eldsneyti og leiða tölur FÍB í ljós að bensínverð hefur hækkað um rúm 60% síðan 1999, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu. Er þá reiknað með því að bensínlítr- inn kosti 221,9 krónur í dag. Ferðalög nú miklu dýrari Vart þarf að taka fram að kostn- aður vegna ferðalaga innanlands á eigin ökutæki hefur stóraukist og hafa gengishrun krónunnar og him- inhátt heimsmarkaðsverð á olíu lagst á eitt um að þoka eldsneytis- verðinu í sögulegar upphæðir. Þessi munur kemur glöggt fram þegar reiknað er hversu langt öku- maður á bifreið sem eyðir 8 lítrum á hundraðið kemst í dag fyrir sama fé og hann gerði árið 1999. Nægir þar að taka tvö dæmi. Segjum að árið 1999 hafi ökumað- ur haft nægt eldsneyti til að aka frá Reykjavík til Hveragerðis, eða 45 km leið samkvæmt vef Vegagerð- arinnar. Færi sami ökumaður á bensínstöð með sama fé til eldsneyt- iskaupa í dag kæmist hann aðeins 27,8 km áleiðis og yrði því bensín- laus á miðri heiði. Hyggist sami ökumaður skreppa norður til Akureyrar frá Reykjavík fyrir sama fé og dugði til bensín- kaupa fyrir ferðina 1999 myndi hann aðeins komast 236 km af alls 382 km og er þá miðað við stystu ferðaleið á sama vef. Skýrar vísbendingar eru um að bensínverðið sé farið að leiða til breytts umferðarmynsturs. Þetta má lesa úr umferðartölum á vef Vegagerðarinnar en þar má sjá að umferðin í janúarmánuði á höf- uðborgarsvæðinu var 8% minni en í fyrra, en eins og sjá má á stóra kort- inu hér á síðunni hækkaði bens- ínverðið um 12% á milli ára. Kostnaðurinn við akstur innan- lands hefur enda aukist gríðarlega. Ökumaður staðalbifreiðarinnar í þessum dæmum – fólksbifreiðar sem eyðir 8 lítrum á hundraðið – þarf til dæmis að verja 13.562 krónum í bensín þegar hann ekur fram og til baka á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar og er þá ekki tekið tillit til miðaverðs í Hvalfjarðargöngum eða annars aksturs í ferðinni. Sé ökumaðurinn á bifreið sem eyðir 11 lítrum á hundraðið kostar bensínið 18.648 krónur. Stök ferð í göngin kostar 900 krónur og kostar ferðin því 20.500 krónur sé ekki reiknað með afslætti í göngin. Mjólkurkýr á fjórum hjólum  Bensínverðið hefur aldrei verið hærra  Skattheimta ríkisins á hvern bensíndropa hefur aukist um 53% í krónum talið síðan 1999 m.t.t. verðlagsbreytinga  Meðalökumaður greiðir 134.000 á ári Eldsneytiskostnaður á ári (í krónum) Miðað við akstur, eldsneytiseyðslu og eldsneyti Akureyri Frá Reykjavík til Hveragerðis Vegalengd: 45 km Komst alla leið 1999 Kemst 27,8 km í dag Frá Reykjavík til Akureyrar Vegalengd: 382 km Komst alla leið 1999 Kemst 236 km í dag Hveragerði Reykjavík Hversu langt kemstu fyrir sama pening? Miðað við verðbreytingu á eldsneyti og sömu eldsneytiseyðslu Eldsneytiseyðsla: 8 l / 100 km Eldsneytiseyðsla: 9 l / 100 km Eldsneytiseyðsla: 11 l / 100 km Eldsneytiseyðsla: 17 l / 100 km 15 þ. km/ári 15 þ. km/ári 15 þ. km/ári 15 þ. km/ári 30 þ. km/ári Bensín - 221,9 kr/lítrinn Dísil - 226,8 kr./lítrinn 30 þ. km/ári 30 þ. km/ári 30 þ. km/ári 26 6. 28 0 27 2. 16 0 53 2. 56 0 54 4. 32 0 29 9. 56 5 30 6. 18 0 59 9. 13 0 61 2. 36 0 36 6. 13 5 37 4. 22 0 73 2. 27 0 74 8. 44 0 56 5. 84 5 1. 13 1. 69 0 Hvað kostar tankurinn? Verðbreyting á 50 lítrum af bensíni *Verð m.v. sjálfsafgreiðslu Árið 1999 6.902 kr. Árið 2011* 11.095 kr. Hlutur ríkisins eykst um 53% M.v. 15.000 km akstur og 8 l eyðslu Árið 1999 165.648 kr. 87.462 kr. Árið 2011 266.280 kr. 133.938 kr. Kostnaður Þar af skattar: Útsöluverð og álagning M.v. 1 lítra í sjálfsafgreiðslu (krónur) Útsöluverð alls Þar af álagning ríkisins Feb. 1999 Feb. 2010 Feb. 2011 222,4 199,85 144,4 76,3 103,5 111,8 Hækkun miðað við 2011: Frá 2010: 8,0% Frá 1999: 46,5% Þróun bensínverðs m.t.t. til breytinga á vísitölu Miðað við janúar ár hvert 250 kr. 200 150 100 50 0 Án þjónustu Með þjónustu ‘00‘99 ‘02‘01 ‘04‘03 ‘06‘05 ‘08‘07 ‘10‘09 ‘11 feb. ‘11 13 8, 0 4 16 2, 65 16 4, 82 15 1, 27 15 8, 82 15 9, 0 6 15 9, 35 16 8, 56 15 8, 96 17 9, 37 16 0, 78 20 3, 71 21 5, 76 22 7, 4 15 0, 13 16 1, 28 15 2, 15 17 2, 94 15 5, 35 19 8, 62 21 0, 80 22 1, 9 Dæmi um eldsneytiskostnað á ári Skoda Octavia 4,5 l/100 km (3,45 m. kr.) - - 153.090 306.180 Honda Insight 4,8 l/100 km (3,99 m. kr.) 159.768 292.908 - - Toyota Prius 3,9 l/100 km (5,12 m. kr.) Bensín, 15 þ. km/ári: 129.812 Bensín, 30 þ. km/ári: 259.623 Dísil, 15 þ. km/ári: - Dísil, 30 þ. km/ári: - Volkswagen Polo 3,8 l/100 km (2,39 m. kr.) - - 129.276 258.552 Chevrolet Spark 5,1 l/100 km (1,69 m. kr.) 169.753 339.507 - - Benedikt Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, tel- ur hátt eldsneytisverð skýra að miklu leyti hvers vegna kaupendur sækja í auknum mæli í minni og eyðsluminni ökutæki en áður. Vísbendingar séu um að milli- stéttarfólk sé farið að kaupa nýjar bifreiðar á ný eftir hrunið sem hafi orðið í bílasölu í mars 2008. Að sögn Benedikts horfir meðal- tekjufólk á hagkvæmnina af því að reka eyðslu- grannan bíl þegar það velur að skipta út eldra, stærra og eyðslu- frekara ökutæki. Hann telur allur líkur á að þróunin muni halda áfram og að það muni senn fara að hafa áhrif á samsetningu flotans. Skipta yfir í litla bíla HAGSÝNI RÆÐUR FÖR Benedikt Eyjólfsson FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 „Það er klárt mál að það hefur dregið úr sölu á bensín- og dísil- frekum notuðum bílum. Eyðslutöl- ur eru farnar að skipta mun meira mæli þegar maður dregur fram lykilþætti sem fólk spyr um þegar það kaupir bíl,“ segir Dagur Jón- asson, sölustjóri hjá Bílalandi. „Vægi eldsneytisnotkunar er orðið mjög mikið þegar kaupendur gera dæmið upp. Sumir bílar eru þó enn mjög vinsælir þótt þeir eyði miklu en heilt yfir hefur dregið úr sölu notaðra eyðslufrekra bíla. Minni sala á eyðslufrekum bílum skýrist hins vegar ekki eingöngu af bensínverðinu, heldur líka af þeirri allsherjar kreppu sem bitnað hefur á allri bílasölu í landinu. Bílaflot- inn er að eldast hratt.“ Fara sjaldnar í bústaðina Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, fylgist grannt með umferðarmynstrinu. Að sögn Runólfs hafa ökumenn sett sig í samband við félagið og lýst því hvernig þeir hafa dregið úr akstri vegna hás bensínverðs. Dæmi séu um að sumarhúsa- eigendur hafi dregið úr ferðum í bústaði sína í sparnaðarskyni og að eigendur stórra pallbíla noti þá orðið eingöngu til hátíðabrigða, eða því sem næst, vegna stig- hækkandi bensínkostnaðar. Hátt í 600.000 kr. á ári Runólfur segir ekki óeðlilegt að miða við að pallbíll eyði 17 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Slík eyðsla þýðir að bensínkostn- aðurinn er nú 565.845 krónur á ári, miðað við 15.000 km akstur, og fara þar af 284.620 kr. í skatt. Sé gengið út frá því að pallbíllinn endist í tíu ár greiðir ökumaðurinn því hátt í 3 milljónir króna í bensínskatta á líftíma bílsins. Bensínhákar seljast minna BENSÍNVERÐ HEFUR ÁHRIF Á MARKAÐ MEÐ NOTAÐA BÍLA Dreki Pallbílar seldust vel á Íslandi þegar gengi krónu var sterkt. Dagur Jónsson Runólfur Ólafsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrt bensín Verðið sló met í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.